Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.1996, Blaðsíða 6
Fréttabréf Alnæmissamtakanna á Islandi SKÝRSLA STJÓRNAR Starfsárið febrúar 1995 til febrúar 1996 var annasamt bjá nýkjörinni stjórn. Stjórnarfundir voru 28 á árinu, auk margra annarra funda er tengdust sérstökum verkefnum. Allt of langt mál væri að segja frá öllu, en það helsta sem gerðist á árinu er eftirfarandi: Starfsmannahald Breyting varð á starfsmannahaldi á árinu. Nýr starfsmaður var ráðinn til okkar fyrir tilstuðlan ITR og atvinnu- átaks þeirra í Hinu húsinu fyrir ungt atvinnulaust fólk. Unga fólkið byrjaði á því að fara á námskeið hjá Hinu húsinu og var síðan útveguð vinna á launum hjá Reykjavíkurborg í fimm mánuði hjá félagasamtökum. Við hjá Alnæmissamtökunum feng- um ungan mann í vinnu í mai ‘95 og var góð reynsla af því. Á eftir honum í nóvember ‘95 kom ung stúlka í vinnu á sömu kjörum og sóttum við um að fá að hafa hana lengur á grundvelli sérstöðu okkar. Fyrir velvilja borgaryfirvalda var umsókn okkar samþykkt og verður hún starfandi hjá okkur a.m.k. til áramóta ‘96-’97. Búið er að sækja um fram- lengingu á ráðningu hennar, en þegar þetta er ritað hefur svar ekki borist frá Reykjavíkurborg. Starfsmaður Ráðningarsamningi fastráðins starfs- manns Alnæmissamtakanna var breytt og er hún nú framkvæmdastjóri félags- ins. Keypt var ný tölva á árinu og var það löngu orðið tímabært. Hefur hún auðveldað mjög allt starf á skrifstofu félagsins. Ákveðið var að tengjast Internetinu og setja upp heimasíðu Alnæmissamtakanna þar, sem lið í fræðslu og forvarnarstarfi. Var sótt um styrk til Landlæknisembættisins til að standa straum af þeim kostnaði. Landlæknisembættið samþykkti að greiða kostnaðinn í eitt ár og litið var á þetta framtak sem tilraun til að ná til almennings. Heimasíðan verður áfram og einnig eru samtökin með pósthólf á netinu. Eitthvað hefur borist af pósti utan úr heimi og einnig geta og hafa félagsmenn haft samband á þennan hátt. Nefndir og stofnanir Ekki gerðist margt á opinberum grundvelli, en fulltrúar Alnæmissam- takanna voru boðaðir á fund nefndar sem ætlað er að fjalla um réttindamál sjúklinga. Sendir voru tveir fulltrúar, einn úr röðum aðstandenda og einn hiv- jákvæður og ræddu þeir við nefndar- menn um ýmislegt sem betur má fara varðandi okkar sjúklinga og komu máli sínu vel til skila. Einnig fóru fulltrúar stjórnarinnar á fund forstjóra Trygg- ingarstofnunar ríkissins í þeim tilgangi að athuga með réttindi hiv-jákvæðra innan tryggingakerfisins. Húsnæði og viðhald Af húsnæðismálum okkar er það að frétta að allir eru hæstánægðir með stórum bætta aðstöðu eftir flutninginn að Hverfisgötu 69. Opið er alla virka daga frá kl. 12 til 17 og ágætis aðstaða er til fundahalda og annarra samveru- stunda. Nýting á húsinu er góð og er alltaf að aukast. Því var ákveðið var að ráðast í framkvæmdir í kjallara hússins og þar er fyrirhugað að koma upp tóm- stundaaðstöðu fyrir félagsmenn og að útbúa einnig litla íbúð sem hiv-jákvæðir og aðstandendur þeirra gætu fengið til afnota í skamman tíma í senn. Verkinu hefur miðað ntjög hægt, þar sem í Ijós kom að endurnýja þurfti allar skolp- lagnir, allar pípulagnir og allar raflagnir í kjallaranum. Reykjavíkurborg mun fjármagna það sem telst eðlilegt viðhald en auk þess færði Rauði kross íslands Alnæmissamtökunum eina milljón króna sem nota skal til endurbótanna. Þegar byrjað var að vinna í kjallaranum barst Alnæmissamtökunum liðsauki frá Fangelsismálastofnun og urðum við með þeim fyrstu til að njóta góðs af nýjum reglum um afplánun refsinga í formi samfélagsþjónustu. Á árinu unnu tveir menn á þeirra vegum við stand- setningu kjallarans og voru þeir báðir indælis menn. Ibúð til afnota Rauði kross Islands aflhenti Alnæmis- samtökunum íbúð hér í borg til afnota fyrir hiv-jákvæða félagsmenn. Skipuð var þriggja manna nefnd er samdi reglur um notkun hennar og annast útleigu hennar, en RKI á og sér um íbúðina að öðru leyti. Hiv-jákvæðir félagsmenn geta sótt um leigu á íbúðinni til allt að eins árs t.d. vegna búferla flutninga. Ibúðin er útbúin til skammtímaleigu og sá Rauði krossinn um það af sinni al- kunnu reisn og þegar þetta er skrifað er hún í útleigu. Ráðstefnur Þrjár ráðstefnur voru haldnar á árinu ‘94 til ‘95 þar sem okkar fólk kom við sögu. Ráðstefna fyrir hiv-jákvæðar konur var haldin í Oslo og fóru tvær stúlkur þangað. Ferðin var árangursrík fyrir þær og hafa þær miðlað reynslu sinni þaðan til annarra félagsmanna. Líklegt er að framhald verði á samstarfi við frændur vora um þessi mál. Átta fulltrúar Jákvæða-hópsins fengu styrk til að sækja Nord-all ‘95 sem haldin var í Noregi. Hluti af þessum átta voru síðan í framkvæmdanefnd fyrir Nord-all ‘96 sem haldin var á Islandi í september sl. og var vel heppnuð. Rauði kross íslands og Alnæmis- samtökin gengust í samvinnu við þjóð- kirkjuna fyrir námstefnu sem bar yfirskriftina „Alnæmi og andlegur stuðn- ingur, hvert á að leita?“ Námstefnan var haldin 17. nóvember 1995 og var hún vel sótt og gagnleg. Gestir Margir góðir gestir komu til okkar á árinu en við viljum minnast sérstaklega á ánægjulega heimsókn framkvæmda- stjórnar Öryrkjabandalags Islands sem kom til okkar, átti góða stund með stjóm- inni og starfsmönnum og þáði kaffi- veitingar. Fréttabréf Alnæmissamtakanna kom á árinu í fyrsta sinn út í nýjum búningi, stærra broti og stærra upplagi. Útgáfan heppnaðist vel þótt ekki tækist að hafa af henni tekjur í þetta sinn. Blaðinu var vel tekið og mikil ánægja ríkir með nýbreytnina. framh. á næstu síðu

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.