Dagfari - okt 2016, Qupperneq 2

Dagfari - okt 2016, Qupperneq 2
2 Hvað kjósa friðarsinnar? Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sendi á dögunum spurningalista til allra þeirra flokka og framboða sem kjósendum standa til boða í komandi kosningum. Eftir nokkrar áminningar bárust að lokum svör frá öllum flokkum nema Íslensku þjóðfylkingunni. Er stjórnmálahreyfingin hlynnt veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu? Alþýðufylkingin Nei: Alþýðufylkingin er alfarið á móti veru Íslands í Atlantshafs— bandalaginu og vill yfirgefa það hið fyrsta. Á meðan landið er í bandalaginu viljum við misnota aðstöðuna til þess að spilla fyrir einróma ákvörðunum um stríðsglæpi ef hægt er. Björt framtíð Ísland á að vera herlaust land og málsvari friðar á alþjóðavettvangi. Björt framtíð hefur ekki samþykkt stefnu um að Ísland eigi eða eigi ekki að vera meðlimur í atlantshafsbandalaginu. Dögun Ekki hefur verið tekin formleg afstaða innan Dögunar hvort Ísland eigi að ganga úr NATO. Fram kemur í stefnu okkar að við viljum her-og kjarnorkuvopnalaust land. Auk þess fordæmum við að leysa ágreining með hervaldi. Við erum lýðræðissinnaður flokkur og teljum því að spurningin henti vel fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þær áherslur sem við höfum í lýðræðismálum ná fram að ganga mun það vera mögulegt fyrir almenning að kalla á þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO.

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.