Dagfari - okt. 2016, Blaðsíða 12
12
Hversu líklegt er að fulltrúar stjórnmála—
hreyfingarinnar muni styðja næsta stríð Bandaríkja—
stjórnar í fjarlægum löndum, veljið einn eftirtalinna
svarmöguleika: (Mjög ólíklegt, frekar ólíklegt, hvorki
né, frekar líklegt, mjög líklegt)
Alþýðufylkingin
Það vantar möguleikann: “útilokað”, hvort sem það er í fjarlægum
löndum eða nálægum eða jafnvel gegn þeirra eigin fólki,
fátæklingum, blökkumönnum, indíánum og öðrum.
Björt framtíð
Mjög ólíklegt.
Dögun
Samkvæmt stefnu Dögunar á það að vera útilokað að fulltrúar
okkar muni styðja styrjaldarrekstur => mjög ólíklegt.
Flokkur fólksins
Mjög ólíklegt.
Framsóknarflokkurinn
Það verður að líta svo á að aðeins sé hægt að svara spurningunni
með valkostinum „hvorki né“. Ákvarðanir á sviði utanríkismála
verður að taka á grundvelli bestu fáanlegu upplýsinga á hverjum
tíma og ekki hægt að veita almennt svar, án þess að staðreyndir
hvers máls liggi fyrir.
Húmanistaflokkurinn
Mjög ólíklegt.
Píratar
Mjög ólíklegt.
Samfylkingin
Mjög ólíklegt.