Dagfari - okt. 2016, Blaðsíða 17

Dagfari - okt. 2016, Blaðsíða 17
17 að bregðast við íhlutun Rússa með beinu hervaldi. Í tæpt ár treysti hann á samstarf við Rússa sem helsta tæki sitt til að hafa stjórn á átökunum. Það samstarf gat af sér tvær vopnahléstilraunir sem báðar mistókust þó að lokum. Að vopnahlé þessi hafi farið út um þúfur segir sýna sögu um þá sjálfsblekkingu sem ráðið hefur för í stefnu Bandaríkjanna. Kerry hefur í tvígang samið um vopnahlé í trausti þess að Bandaríkin gætu gert greinarmun á þeim hópum sem CIA hefur vígvætt og þjálfað annars vegar en sveitum Al Nusra hins vegar. Veruleikinn er sá að Bandaríkin hafa ekkert haft yfir sínum mönnum að segja, enda byggja þeir tilveru sína mun fremur á stuðningi Íslamista en Bandaríkjastjórnar. Skipbrot Bandaríkjastjórnar í Sýrlandi skýrist af því að Obama hefur leyft stefnu stjórnar sinnar að stýrast einvörðungu af einbeittum vilja súnní-bandalagsríkja sinna til að steypa Assad af stóli. Stjórnin í Washington segist þó aldrei hafa viljað leggja stofnanainnviði Sýrlands í rúst, en með því að líta í gegnum fingur sér varðandi stuðning bandamanna sinna við Al Nusra var slíkt þó óumflýjanlegt. Ábyrgð Bandaríkjanna á dauða hundruð þúsunda í stríðinu í Sýrlandi og nú allra þeirra borgara sem falla í loftárásum Rússa í Aleppo, er því ekki afleiðing af tegðu þeirra til að gerast beinn stríðsaðili. Hún er til komin með því að skapa pólitískt skjól fyrir uppbyggingu Al Nusra-sveitanna og sívaxandi þætti þeirra í stríðsátökunum. Bandarísk stjórnvöld sem sinnt hefðu stórveldishlutverki sínu, hefðu bannað fylgiríkjum sínum að blanda sér í stríð í Sýrlandi með því að vopna og efla Íslamista. En slíkt hefði teflt í hættu bandalaginu við súnní-ríkin og það skref eru engin stjórnvöld í Bandaríkjunum til í að stíga. Til að viðhalda drottnunarstöðu sinni í Miðausturlöndum með þéttriðnu neti herstöðva, hafa Bandaríkin komið sér í þá stöðu að vera handbendi veikari bandalagsríkja sinna.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.