Dagfari - okt. 2016, Blaðsíða 3

Dagfari - okt. 2016, Blaðsíða 3
3 Flokkur fólksins Flokkur fólksins er hlynntur aðild að NATO en lítur þó með gagnrýni á ýmis umsvif bandalagsins á síðustu árum. Framsóknarflokkurinn Já, enda telur Framsóknarflokkurinn að varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, ásamt þátttöku í varnarsamstarfi við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, tryggi best öryggi borgaranna og ríkisins enda séu mannréttindi og lýðræði leiðarljós slíks varnarsamstarfs. Húmanistaflokkurinn: Nei, Húmanistaflokkurinn vill að Ísland segi sig úr NATO tafarlaust. Píratar Píratar hafa ekki stefnu um veru Íslands í Atlandshafsbandalaginu. Samfylkingin Samfylkingin hefur frá upphafi stutt aðild Íslands að Atlantshafs— bandalaginu og beitir sér þar fyrir friði og mannréttindum. Utanríkisstefna Samfylkingarinnar byggir á góðri samvinnu við önnur lýðræðisríki og virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn Já. Sjálfstæðisflokkurinn styður aðild Íslands að Atlantshafs— bandalaginu. Viðreisn Já. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Nei. Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga, tala fyrir friði hvarvetna í alþjóðasamfélaginu og beita sér fyrir pólitískum lausnum á átökum.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.