Dagfari - Oct 2016, Page 8

Dagfari - Oct 2016, Page 8
8 Telur stjórnmálahreyfingin að þátttaka Íslands í stríðum á liðnum árum (Kosovo, Afganistan, Írak og Líbýa) hafi bætt stöðu heimsmála eða gert hana verri? Alþýðufylkingin Þessi stríð hafa tvímælalaust gert stöðu mála verri (spyrjið bara þá sem hafa misst ættingja, útlimi eða heimili) og þátttaka Íslands í þeim er smánarblettur. Björt framtíð Þátttaka Íslands í árásinni á Írak hefur ekki bætt stöðu heimsmála. Svo má færa rök með og á móti um það hvort hin afskiptin hafi bætt stöðu heimsmála en ákvarðanirnar voru teknar í samstarfi þjóða og voru viðbrögð við alvarlegum krísum sem nauðsynlegt var að bregðast við. Engin viðbrögð hefðu verið verri en eins og alltaf í stríðsrekstri er erfitt að sjá fyrir afleiðingarnar í samhengi heimsmála. Því styðjum við í Bf ekki notkun hervalds nema allar díplómatískar leiðir hafi verið fullreyndar og ljóst að mikil ógn steðji að óbreyttum borgurum verði ekkert aðhafst. Dögun Dögun hefur ekki fjallað um þessa spurning sérstaklega en í stefnu okkar kemur fram andstaða við að leysa ágreining með hervaldi þannig að samkvæmt því verður svarið að það hafi ekki bætt stöðu heimsmála. Flokkur fólksins Sjá svar í fyrsta lið. Þessi afskipti hafa ekki bætt stöðu heimsmála, svo mikið er víst. Frekar má tala um langa röð skelfilegra mistaka. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að aðkoma Íslands að málum í framangreindum ríkjum var með mjög ólíkum hætti og því ólíku saman að jafna. En ætla má að ómögulegt sé að svara spurningunni eins og hún er fram borin, því að ómögulegt er að segja hvernig mál hefðu þróast ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem gripið var til í hverju tilfelli fyrir sig. Húmanistaflokkurinn Þátttaka Íslands í stríðum á liðnum árum hefur ekki bætt stöðu heimsmála

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.