Dagfari - Oct 2016, Page 11

Dagfari - Oct 2016, Page 11
11 Húmanistaflokkurinn Já hiklaust. Píratar Tvímælalaust, já. Samfylkingin Samfylkingin vill taka á móti fleira flóttafólki og hefur flutt þingsályktanir þess efnis á kjörtímabilinu sem er að líða. Eitt mikilvægasta úrlausnarefni samtímans er farsæl sameiginleg lausn ríkja heimsins í málefnum flóttamanna. Það er baráttumál jafnaðarmanna út um allan heim og líka Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn Gerum athugasemdir við forsendur spurningarinnar (sbr. svar nr. 5). Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar fylgjandi aukinni aðstoð við flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum, m.a. með móttöku fleiri flóttamanna hingað til lands. Viðreisn Hér er aftur spurning sem endurspeglar skoðanir fyrirspyrjanda. Í samstarfi þjóða eiga Íslendingar að vera virkir og ábyrgir þátttakendur. Í því felst einnig að Ísland eins og aðrar þjóðir beri ríka ábyrgð gagnvart flóttafólki og hælisleitendum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð Já. Við eigum að taka á móti umtalsvert fleiri flóttamönnum, að lágmarki 500 á ári. Jafna þarf aðstæður hælisleitenda og svokallaðra kvótaflóttamanna og tryggja fullnægjandi framkvæmd nýrra útlendingalaga með fjármagni og mannafla.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.