Dagfari - Oct 2016, Page 14

Dagfari - Oct 2016, Page 14
14 Sýrlandsstefna Obama og blekkingin um stöðu BNA í Miðausturlöndum Blaðamaðurinn Gareth Porter skrifaði á dögunum stutta fréttaskýringu um stöðu mála í Sýrlandi fyrir vefmiðilinn Middle East Eye. Pistillinn er skrifaður frá bandarísku sjónarhorni en er um margt upplýsandi. Hér birtist hann í lauslegri þýðingu. Eftir að vopnahlé Bandaríkjamanna og Rússa fór út um þúfur og snaraukinn lofthernað Rússa í Aleppo hefur gremja haukanna í Washington vegna tegðu Obama-stjórnarinnar við að beita hervaldi í Sýrlandi náð nýjum hæðum. Vanhæfni Bandaríkjastjórna til að standa gegn sívaxandi umsvifum rússneska hersins í Aleppo er þó aðeins rökrétt afleiðing af stefnu Obama í málenfum Sýrlands síðastliðin fimm ár. Vandinn liggur í því að Bandaríkjastjórn hefur reynt að ná fram tilteknum markmiðum en skortir tækin til að knýja þau í gegn. Þegar Obama hvatti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta til að láta af völdum í september 2011, trúði hann - þótt ótrúlegt kunni að virðast - að Assad myndi gera það af eigin hvötum. Fyrrum samstarfsmaður Hillary Clinton og háttsettur embættismaður í Pentagon, Derek Chollet, segir í nýlegri bók sinni The Long Game: „Í upphafi töldu flestir embættismenn að Assad skorti bæði slægð og dugnað til að halda völdum.“ Ráðgjafar í stjórnsýslunni hófu að nota orðalagið „stýrð valdaskipti“ (managed transition) varðandi stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Sýrlandi að sögn Chollets. Orðalagið endurspeglar hvernig áhrifamenn í stjórnkerfinu vildu eigna sér þátt í breytingum sem þeir töldu yfirvofandi og sem líta mætti á sem stórsigur fyrir Bandaríkin og Ísrael en áfall fyrir Íran. Hillary Clinton utanríkisráðherra yrði þannig í leiðtogasætinu á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að kalla eftir „umskiptum“ í Sýrlandi. Það myndi þó koma í hlut bandamanna Bandaríkjanna úr röðum súnní-múslima – Tyrkja, Katara og Sádi Araba að vopna

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.