Dagfari - okt 2016, Qupperneq 15
15
sýrlenska vígamenn. Eina hlutverk Bandaríkjastjórnar yrði að safna
upplýsingum undir stjórn Davids Petraeus, fyrrum forstjóra CIA og
miðla til þeirra skæruliða sem bandalagsríkin veldu og sæju sjálf
um að vopna.
Vissulega vildu sumir, þar á meðal Clinton sjálf, ganga lengra
og koma á flugbannssvæði sem gerði uppreisnarmönnum kleift að
starfa og þjáfa sig óáreittir. En Obama og herstjórn Bandaríkjanna
kærði sig ekki um að stíga slíkt skref í átt til beinnar stríðsþátttöku.
Þess í stað vildi stjórnin ráða lögum og lofum í Sýrlandi án þess að
þurfa sjálf að óhreinka hendur sínar eða vopna uppreisnarmenn
með beinum hætti.
En innan fárra mánaða varð það ljóst að draumar
embættismanna um „stýrð valdaskipti“ höfðu farið rækilega út um
þúfur. Al-Kaída sem náð hafði góðri fótfestu í Írak var farið að sýna
tennurnar í Sýrlandi með hrindu árása í Damaskus og víðar. Í ágúst
2012 var það almennt viðurkennd staðreynd að Íslamistar voru að
ná yfirhöndinni í stríðinu gegn Assad.
Ed Hussein frá hugveitunni Council on Foreign Relations benti
á það í tímaritinu The Christian Science Monitor að Sýrland væri
orðið segulstál sem drægi til sín trúarofstækismenn hvaðanæva úr
heiminum á sama hátt og Írak eftir innrás Bandaríkjamanna 2003.
Bandaríska eftirlitsstofnunin Defence Intelligence Agency komst
að þeirri niðurstöðu að Al-Kaída, Salafistar og Bræðralag múslima
væru þrír helstu vaxtarbroddarnir í stríðinu gegn Assad.
Á sama tíma gerði Bandaríkjastjórn sér fyllilega ljóst að Tyrkland,
Katar og Sádi Arabía væru að senda vopn, þar á meðal flaugar
til að sprengja upp skriðdreka, til hópa í Sýrlandi sem hlutu að
starfa með Al-Kaíta og öðrum Íslamistum. Chollet, sem vann að
stefnumótun varðandi Sýrland hjá Clinton í utanríkisráðuneytinu og
síðar á vettvangi Pentagon, rifjar upp áhyggjur innan stjórnkerfisins
frá þessum tíma um að „rangir aðilar“ úr röðum uppreisnarmanna
kynnu að eflast, þar á meðal öfgaöfl í nánum tengslum við Al-Kaída.
Innherjar í leiknum
Ætla hefði mátt að þessi þróun mála yrði til þess að Bandaríkjastjórn
sneri við blaðinu og gripi fyrir hendurnar á bandamönnum sínum,