Dagfari - okt. 2016, Síða 16

Dagfari - okt. 2016, Síða 16
16 einkum Tyrkjum, en þaðan streymdi mest af vopnum til Sýrlands. Þess í stað, segir Chollet, hófu Hillary Clinton og Leon Panetta þáverandi forstjóri CIA að knýja á um stórfellda áætlun leyniþjónustunnar um að koma á legg, þjálfa og vígbúa sýrlenskar uppreisnarsveitir – ekki vegna þess að það myndi breyta öllu um niðurstöðuna heldur til að öðlast skiptimynt gagnvart bandalagsríkjunum með því að gerast „innherji í leiknum“. [Innherji í leiknum er þýðing á enska frasanum „skin in the game“ sem eignað er fjárfestinum Warren Buffett sem vísar til árásargjarnrar hegðunar fjárfesta á markaði.] Á árinu 2012 hafnaði Obama hugmyndinni um þessa „skiptimynt“ gagnvart súnní-bandalagsríkjunum, en lét á árinu 2013 undan miklum þrýstingi ekki hvað síst vegna ásakana á hendur Sýrlandsher um notkun efnavopna. Líkt og svo oft gildir um átyllur þær sem notaðar eru til að réttlæta hernaðaríhlutanir og stuðning Bandaríkjahers víða um lönd, gengu rök þessi engan veginn upp. Bandaríkin höfðu þegar yfir að ráða allri þeirri „skiptimynt“ sem þau þurfti á að halda í samskiptum við Tyrkland, Katar og Sádi Arabíu í formi þess efnahagslega og hernaðarlega ávinnings sem þessi ríki hafa nú þegar af sambandinu við Bandaríkin. Ég spurði Chollet á dögunum hvernig það að hafa yfir eigin skæruliðum að ráða í stríðinu gegn Assad ætti að styrkja stöðu Bandaríkjanna gagnvart bandalagsríkjum sínum? Svar hans var á þá leið að „annars hefði allt hrunið til grunna fyrir augunum á okkur.“ En að sjálfsögðu gagnaðist það Bandaríkjunum ekki neitt gagnvart bandamönnum sínum að gerast með þessum hætti innherji í stríðinu. Þvert á móti. Eina niðurstaðan var sú að draga Bandaríkin með beinum hætti inn í þann leik súnní-ríkjanna að beita Íslamistum og Salafistum til að reyna að steyp a Sýrlandsstjórn. Ekkert bendir til að stjórnin í Washington hafi gert neitt til að þrýsta á félaga sína til að skera á böndin við Al-Kaídatengda hópa á borð við Al Nusra-samtökin. Íhlutun Rússa Þessari stefnu var kollvarpað í september 2015 þegar Rússar blönduðu sér í leikinn. Obama sem var mjög umhugað um að lenda ekki í beinum átökum við Rússa vegna Sýrlands hafnaði því

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.