Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2010, Blaðsíða 54
54
bóndadóTTIr úr húnaVaTnSSýSLU
Ugla er úr sveit en foreldrar hennar eru bændur
í Austur-Húnavatnssýslu. Henni finnst þó ekki
óþægilegt að eiga rætur í fámennu samfélagi
og búa á Akureyri sem er lítið bæjarfélag. „Ég
fíla að vera þar sem ég þekki fólk,“ segir hún og
telur Akureyri fremur fordómalausan bæ. „Það
kom mér á óvart hvað það eru litlir fordómar
hér og hvað samfélagið er opið fyrir samkyn-
hneigð. Ef ég væri hommi væri ég komin út úr
skápnum fyrir löngu!“ Hún er heldur ekki inni
í skáp gagnvart sveitungum sínum. „Ég fór á
þorrablót í sveitinni í vetur og margir komu til
mín og hrósuðu mér. Ég var rosalega stressuð
fyrir að fara en er mjög fegin að ég komst í
gegnum kvöldið. Þarna kom ég út fyrir allri
sveitinni á einu bretti svo allir sáu að ég er ekki
að fela mig. Það er nefnilega langverst að vera
feiminn. Ef maður er eins og maður er getur
fólk komið fram við mann eins og maður er.“
hefUr húMor fyrIr SJÁLfrI Sér
Þegar Ugla var spurð hvort hún gæti deilt skond-
inni sögu af viðbrögðum fólks með lesendum
hló hún og sagði að fyndnast væri oft hvað fólk
yrði skrýtið þegar það fattaði hve mikinn húmor
hún hefði fyrir sjálfri sér. „Við í nemendaráðinu
gerðum myndband til að sýna á árshátíðinni í
vor og þemað var að við vorum öll að verða of
sein á árshátíðina. Allir voru að koma einhvers
staðar að og ég var sem sagt á sjúkrahúsinu að
bíða eftir að komast í aðgerð. svo var hringt í
mig og ég minnt á árshátíðina en þá hætti ég
við aðgerðina og dreif ég mig af stað. síðan var
sýnt þar sem ég kom á árshátíðina og rauk inn
á karlaklósettið og lokaði á eftir mér en kom
út stuttu síðar og fór á kvennaklósettið. Fólkið
í salnum varð fyrst skrýtið þegar það horfði á
þetta atriði en þegar það sá að ég og vinir mínir
hlógum þá hló það líka.“
STUndUM er GaMan að fÁfræðInnI
Önnur saga er af fordómafullu viðhorfi ungs
manns. „Vinkona mín var í strætó og heyrði þar
einhvern gaur vera að tala illa um mig og kalla
mig hann-hún-það, hann sagði að þetta væri
fáránlegt og talaði um hluti sem hann hafði í
rauninni ekkert vit á. Vinkona mín fór til stráks-
ins og bað hann að bera smá virðingu fyrir
fólki og láta ekki eins og krakki. Þá fór hann í
vörn og hélt áfram að rífa sig og sagði meðal
annars þessa fleygu setningu: „Af hverju getur
hann ekki bara verið hommi eins og venjulegt
fólk?“ Vinkona mín var vægast sagt dolfallin
yfir þessari spurningu og ákvað að strákurinn
væri ekki þess virði að reyna að rífast við hann.
stundum er bara betra að leyfa fólki að hafa
sína fáfræði í friði. Þegar hún sagði mér þessa
sögu hélt ég að ég yrði ekki eldri og ætlaði
hreinlega að deyja úr hlátri. Það getur verið
gaman að svona fólki.“
éG Var bara UGLa, ekkI UGLa TranS
Eitt af því sem vill stundum gleymast í þess-
ari umræðu er að transfólk er jafn ólíkt hvert
öðru og annað fólk og hefur mismunandi
skoðanir. Ekki fara allir í leiðréttingaraðgerð
eða hormónameðferð og margir kjósa að lifa
á mörkum eða utan „kynjabásanna“ tveggja.
Einnig eru uppi mismunandi skoðanir á því
hvort einstaklingar séu trans þegar þeir eru
búnir að fara í aðgerðina og lifa sínu lífi í réttu
kyni. „Auðvitað væri best að fá að lifa sem kona
en ekki sem trans. áður en ég kom út prófaði
ég til dæmis að fara til útlanda sem stelpa með
vinkonu minni og það var besti tími lífs míns.
Þar var ég bara Ugla en ekki Ugla trans og eng-
inn vissi annað en ég væri bara venjuleg kona.
Ég skil mjög vel þá sem vilja ekki láta líta á sig
sem trans eftir aðgerðina, en einhverjir þurfa
að koma fram, fórna sínu persónulega lífi og
berjast fyrir réttindunum. Það sama gildir um
samkynhneigða, margir hommar og lesbíur vilja
bara fá að vera til í friði, en einhverjir verða að
koma fram og vera sýnilegir til að berjast fyrir