Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2010, Blaðsíða 10
10
Það er ekki á hverri hátíð sem við bjóðum tvo af okkar ágætustu óperu-
söngvurum velkomna á útitónleikana við Arnarhól 7. ágúst, en þar munu
þeir Bergþór og Eyjólfur stilla saman raddir sínar í tvísöng.
Bergþór Pálsson nam söng í Reykjavík og í Bandaríkjunum, en starfaði
síðan um nokkurra ára skeið við óperuhús í Þýskalandi. Eftir heim-
komuna 1991 hefur hann tekið mikinn þátt í íslensku
tónlistarlífi og margar góðar minningar um óperusýn-
ingar á Íslandi eru honum tengdar. Þá hefur hann
haldið fjölda einsöngstónleika, sungið einsöng með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og komið fram með kórum.
Bergþór er fleira til lista lagt en að flytja klassíska tón-
list og hefur löngum þótt liðtækur í þeim efnum. Nægir
þar að nefna samvinnu þeirra Helga Björnssonar við flutning léttra laga á Hótel Borg á sínum tíma sem seinna rataði
á vinsæla plötu, Strákarnir á Borginni.
Eyjólfur Eyjólfsson lætur þess gjarnan getið að fyrsta hlutverk hans á sviði hafi verið hundurinn Spakur í söngleiknum
Kolrössu, og má hafa það til marks um fjölbreytta hæfileika söngvarans. En í alvöru talað, þá nam Eyjólfur flautuleik
og söng í heimabæ sínum, Hafnarfirði, en stundaði síðan framhaldsnám í söng í London og á að baki glæsilegan
feril sem ljóðasöngvari og óperusöngvari. Eyjólfur hefur nokkrum sinnum komið fram í Íslensku óperunni, nú síðast
í hlutverki Beppe í I Pagliacci fyrir tveimur árum. Þá hefur hann tekið þátt í óperusýningum með nokkrum af virtustu
óperuflokkum á Englandi, en býr nú í Hollandi þar sem hann starfar að list sinni.
Two excellent opera singers will perform together at the Open Air Concert
at Arnarhóll on Saturday 7 August. Bergþór Pálsson has been one of
Iceland’s leading baritones for two decades, and has performed to great
acclaim with the Icelandic Opera and the Iceland Symphony. He recently
took on the role of Mr. Bumble in the National Theater’s production of the musical Oliver! Eyjólfur Eyjólfsson studied
singing at London’s renowned Guildhall School of Music and Drama, and has performed widely in song recitals and
operas, including the Icelandic Opera’s production of I Pagliacci. He now lives and works in the Netherlands.
Opera Duo
10