Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Blaðsíða 2

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Blaðsíða 2
HINSEGIN HATIÐ A ALDAMOTUM Á aldamótaári er Reykjavík ein af menningarborgum Evrópu. Samkynhneigðir á íslandi vilja leggja þarsinn skerf að mörkum til að gefa menningu höfuðborgarinnar alltþað líf ogþá liti sem hcefa henni. Frá því í maí ogfram í ágúst- alltafer eitthvað á dagskrá. Leiklistarhátíð var haldin í maí, konurnar efndu til stórdansleiks kvöldið fyrirþjóðhátíðardaginn og leðurmenn víðsvegar úr Evróþu settu sviþ á bœinn íjúní, merkilegt mann- réttindaþing var haldið um mánaðamótin júní-júlí og loks Hinsegin dagar 10.-12. ágúst með enn meiri leiklist, myndlist, skrúðgöngu og útihátíð. Síðastliðinn vetur hafa fimm samtök samkynhneigðra unnið að undirbúningi og árangurinn er óðum að koma í Ijós. Hinsegin dagar eru nýlunda á íslandi, en um allan hinn vestræna heim sameinast samkynhneigðir til hátíðahalda á sumrin undir kjörorðunum Gleði - Stolt - Sýnileiki. Þeir íslendingar sem héldu fyrst út á götur til hátíðahalda 27. júní fyrir sjö árum dreymdi svo sannarlega um þá glœsilegu útihátíð sem síðan varð að veruleika í fyrra, á þrjátíu ára afmæli Stonewall-átakanna í New York sem marka upphaf frelsisbar- áttu lesbía og homma. En varla grunaði hópinn fyrir sjö árum að samkynhneigðir á íslandi ættu eftir að mæta aldamótum með þeim sýnileika sem nú er veruleiki. Undirtektir við dagskrárliðum sumarsins hafa verið skín- andi góðar og það er von okkar, sem að útihátíðinni stöndum 12. ágúst, að sjá þúsundir streyma út á götur - samkynhneigða, systkini þeirra, foreldra, afa og ömmur, œtt- ingja og vini. Að ógleymdum systrum okkar og brœðrum meðal erlendra ferðamanna, því að við skulum alltaf hafa í huga að leitin að frelsi, stolti og mannvirðingu þekkir engin landamæri. Hinn 12. ágúst munum við sameinast undir regnbogafánan- um sem táknar allt litrófið í margbreytilegri menningu samkynhneigðra. Þótt litirnir séu margir mynda þeir allir einn skínandi regnboga. Samstarfsnefnd um Hinsegin daga 2000 íReykjavtk. Hinsegin hátfðardansleikur - laugardaginn 1H. ágústt kl. 23 Aðgangseyrir !□□□ kr. • Spat-Light styrhir Hinsegin daga BOOO

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.