Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Blaðsíða 3

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2000, Blaðsíða 3
Avarp borgarstjórans í Reykjavík Menningarlíf Reykjavíkur stendur með miklum blóma um þessar mundir og sífellt bætast fleiri litbrigði í þá þróttmiklu flóru. Sú nýbreytni að halda Hinsegin daga í Reykjav:1< er þar góð og ánægjuleg viðbót, ekki síst þegar haft er í huga að Reykjavík er ein af menn- ingarborgum Evrópu í ár og eitt af markmiðum þeirra er að stuðla að því að framlag allra þjóðfélagshópa til menningar og lista sé bæði sýnilegt og viðurkennt. Félög samkynhneigðra á Islandi hafa um nokkurra ára bil minnst atburðanna á Christopher stræti í New York hinn 27. júní 1969. Á síðasta ári var þeirra í fyrsta skipti minnst með áberandi hætti á stræt- um úti í Reykjavík. I ár fáum við borgarbúar að njóta enn veglegri menningarhátíðar, því sömu félög bjóða nú fram metnaðarfulla dagskrá með fjölda viðburða undir hatti Hinsegin daga - Gay Pride, alla sumarmánuðina frá maí til ágúst. Réttindabarátta samkynhneigðra á sér langa sögu á Islandí sem og í öðrum löndum. Á Hinsegin dögum gera samkynhneigðir sig sýni- lega í borgarlífinu með jákvæðum hætti. Með því taka þeir sér sess með öðrum borgarbúum í menningarlífi Reykjavíkur og auka um leið á vitneskju almennings um menningu sína og sögu. Að slík hátíð skuli haldin er góður vitnisburður um þann árangur sem náðst hefur í rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Það er því ósk mín að Hinsegin dagar í Reykjavík fari vel fram og borgarbúar kunni vel að njóta. Ég býð innlenda sem erlenda gesti Hinsegin daga velkomna til Reykjavíkur og þakka aðstandendum og öllum þeim, sem leggja hátíðinni lið með list sinni og þátttöku, fýrir framtakið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Borgarstjóri í Reykjavík Cultural life in Reykjavík is flourishing and new colours are constantly being added to that lively pattern. The novelty to celebrate Different Days in Reykjavík is a good and welcome addition, not the least when we keep in mind that Reykjavík is one of the Cultural Cities of Europe this year and one of their aims is to encourage that artistic and cultural contribu- tions of all social groups become visible and respected. For some years now gay organizations in lceland have had some fes- tivities in memory of the events on Christopher Street in New York on June 27th 1969. Last year we saw the first big festival on the streets of Reykjavík. This year we who live in this city enjoy an impressive cultural festival as these organizations now offer an ambitious program under the sign of Different Days - Gay Pride all summer long from May toAugust. The gay rights campaign has a long history in lceland as in other countries. During Different Days gay men and lesbians make themselves vísíble in the city life in a positive way. In doing so they take their rightful seat in the cultural life of Reykjavík and increase public awareness of their culture and history. That such a festival ís taking place is a good evi- dence of the results achieved in the gay rights campaign. Therefore it is my wish that Different Days may be successful and bring joy to all citizens. All guests of Different Days, lcelandic and foreign, shall be very wel- come to Reykjavík and I thank the organisators and all who support the festival with their art and participation for this initiative. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir M ayor of Reykjavík

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.