Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Page 2

Bæjarins besta - 05.01.2005, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 20052 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Ísafirði Fær 5 milljónir til uppbygging- ar sjókvía-rannsóknamiðstöðvar Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins á Ísafirði (RF) hefur í samstarfi við Hrað- frystihúsið – Gunnvör (HG) fengið 5 milljóna króna fram- lag frá Byggðastofnun til uppbyggingar sjókvía-rann- sóknarmiðstöðvar sem til stendur að koma á fót á Ísafirði á næstunni. Miðstöðin verður samstarfsverkefni RF, HG og fleiri aðila. „Stefnan er að byggja sjó- kvíar sem nýtast við rannsókn- ir í tengslum við fiskeldi með áherslu á þorskeldi“, segir Dr. Þorleifur Ágústsson, verkefn- isstjóri RF á Ísafirði. „Ætlunin er að miðstöðin þjóni aðilum á landinu öllu sem stunda fisk- eldi og taka þátt í rannsóknum af þessu tagi. Mjög fljótlega verður hafist handa við að koma miðstöðinni á koppinn. Fljótlega verður svo leitað til- boða í gerð sjókvíanna og reiknað er með því að þær verði hannaðar og smíðaðar á Ísafirði. Þetta undirstrikar bara hversu vænlegur kostur Vest- firðir eru til að stunda rann- sóknir í sjókvíum.“ Dr. Þorleifur Ágústsson meðhöndlar blóðsýni úr eldisþorski. Mynd: Hjalti Karlsson. Líkamsárás varð í Hafn- arstræti á Ísafirði kl. 3:15 aðfararnótt mánudagsins 27.desember. Þar réðst kona á aðra konu, að til- efnislausu að því er virðist. Svo virðist sem konan sem framdi árásina stundi slíkt, en á nærri hverri helgi er hún kærð fyrir misgrófar árásir að því er fram kemur í dagbók lögregl- unnar á Ísafirði. Aðfara- nótt sunnudags kl. 4 kom dyravörður frá skemmti- staðnum Krúsinni inn á lögreglustöðina á Ísafirði og kærði árás. Hafði einn af gestum staðarins skallað hann í andlitið. Dyravörð- urinn fór á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar og aðhlynningar. Líkamsárás á Ísafirði Kveiktu í flugeldatertu í göngunum Að kvöldi nýársdags kom- ust lögreglumenn á Ísafirði að því að einhver eða ein- hverjir höfðu gert sér að leik að sprengja flugelda- tertu í Breiðadalslegg Vest- fjarðaganganna. Segir Önundur Jónsson yfirlög- regluþjónn að þarna séu menn að stofna lífi sínu og annarra í hættu því reykur sem kom af sprengjunni var það þykkur að til árekstrar hefði getað kom- ið vegna slæms skyggnis. Kveikt var á loftblásurum ganganna til að ræsta þau. Nýársdagskvöld og að- faranótt 2. janúar var frekar annasamur tími hjá lögreglunni á Ísafirði og var nokkuð um ófrið vegna skemmtanahalds. Rétt eftir klukkan fjögur um nóttina kom dyravörður skemmti- staðar á lögreglustöðina og sagði einn gesta staðarins hafa kýlt sig í andlitið. Á svipuðum tíma hentu tveir drengir logandi flugeld úr bíl sínum í annan bíl með þeim afleiðingum að dekk á honum sprakk. Báðir drengirnir fundust og fengu tiltal. Þá má þess geta að lögreglu hefur bor- ist fjölda kvartanna yfir akstri vélsleðamanna á götum í þéttbýli. Litlu munaði að Gunnbjörn ÍS sykki í Flateyrarhöfn Litlu munaði að togarinn Gunnbjörn ÍS sykki í höfn- inni á Flateyri á þriðja tímanum á mánudag en fyrir snarræði vélstjóra á öðrum báti var komið í veg fyrir að illa færi. Sjór komst af einhverjum ástæðum inn á millidekk togarans svo að hann tók að halla uns hans lá á bryggjukantinum. Vél- stjórinn sá hvert stefndi og hafði samband við eig- endur sem lóðsuðu hann að ljósavél Gunnbjörns. Eftir að hafa komið henni í gang tókst honum að dæla sjónum úr skipinu svo það rétti sig við. Ekki er talið að skemmdir hafi orðið í skipinu eða á því vegna atviksins. Gunnbjörn er með heimahöfn í Bolung- arvík en leggur upp afla sinn á Flateyri. – halfdan@bb.is Gunnbjörn ÍS. Skarfar hvíla lúin bein við höfnina á Ísafirði á gamlársdag. Ellefu tilnefningar Íþróttamaður Ísafjarðarbæj- ar árið 2004 verður útnefndur við hátíðlega athöfn kl. 15 á sunnudag. Samkoman fer fram á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Ellefu íþróttamenn eru tilnefndir. Útnefningin fer fram í hófi sem bæjarstjórn, Afreksmannasjóður og Hér- aðssamband Vestfirðinga efna til og verður haldið á efstu hæð Stjórnsýsluhússins á Ísa- firði. Þeir sem eru tilnefndir eru eftirfarandi: Laufey Björk Sigmunds- dóttir, Þingeyri, Höfrungur. Tómas Emil Guðmundsson, Ísafjörður, Boltafélag Ísafjarð- ar. Bragi Þorsteinsson, Ísa- fjörður, Sundfélagið Vestri. Markús Þór Björnsson, Ísa- fjörður, Skíðafélag Ísafjarðar. Jens Magnússon, Ísafjörður, Skotíþróttafélag Ísafjarðar. Sigurður Gunnar Þorsteins- son, Ísafjörður, Körfuboltafé- lag Ísafjarðar. Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson, Bolungar- vík, Sæfari Siglingafélag. Guðmundur Bjarni Jónsson, Þingeyri, Hestamannafélagið Stormur. Sigurður Fannar Grétarsson, Ísafjörður, Golf- klúbbur Ísafjarðar. Svala B. Einarsdóttir, Ísafjörður, Hesta- mannafélagið Hending. Stefán Þór Ólafsson, Reynir Hnífs- dal. – thelma@bb.is Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2004 Allar FM útvarpsútsending- ar á Ísafirði duttu út aðfaranótt þriðjudags. Þá náðust engar sjónvarpsútsendingar í Skut- ulsfirði nema frá Ríkisútvarp- inu, en útsending þess var þó ekki á fullum styrk. Að sögn Eggerts Stefánssonar, raf- eindavirkja hjá Símanum, virðist sem rafmagnsvandamál hafi verið orsök bilunarinnar. „Bæði 220 volta kerfið og 48 volta kerfið eru úti. Ljósa- vél er í húsinu á Arnarnesi og hún er í gangi, en eitthvað hefur gerst við þessar raf- magnstruflanir.“ Eins og gefur að skilja eiga tæknimenn erfitt með að komast að biluninni. „Við vitum ekkert hvenær það verður hægt. Ég er ekki farinn að kanna möguleikana á að fara landleiðina, en er að kanna hvort ekki verði hægt að fara sjóleiðina og labba úr fjörunni“, sagði Eggert í sam- tali við blaðið snemma á þriðjudagsmorgun. Útsendingar útvarps og sjónvarps lágu niðri Endurvarpstöðin á Arnarnesi við Skutulsfjörð. 01.PM5 6.4.2017, 09:192

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.