Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Side 3

Bæjarins besta - 05.01.2005, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 3 GSM- og talsímasamband til Súðavíkur lá niðri á þriðju- dag eftir að snjóflóð féll á rafmagnsstaura á Arnarnesi um tvöleytið aðfaranótt þrið- judags. Þá voru NMT stöðvar á Bæjum, Nauteyri og Vigur einnig óvirkar vegna raf- magnstruflana. Símasambands- laust við Súðavík Snjóflóðið er talið vera um 100-150 metra breitt. Stórt snjóflóð féll við Karlsá á Skutulsfjarðarbraut síðdegis á mánudag. Lögreglan á Ísa- firði fékk tilkynningu um snjó- flóðið kl. 16:29 og um 20 mín- útum síðar kom tilkynning um að lítið snjóflóð hefði fallið á veginn um Eyrarhlíð milli Ísa- fjarðar og Hnífsdals.Flóðið á Skutulsfjarðarbraut var talið vera um 100-150 metra breitt og allt að 3-4 metrar á þykkt. Hreif það með sér einn ljósa- staur auk þess sem það lenti á snjóruðningstæki. Ökumann þess sakaði ekki og engar skemmdir urðu á tækinu. Fyrr um daginn féllu tvö snjóflóð úr Búðargili og Trað- argili í Hnífsdal. Annað flóðið náði að hesthúsum sem þar eru og hitt náði að fjárhúsum við Heimabæ. Öll umferð var bönnuð um Engidalsvog í Skutulsfirði, frá kirkjugarðin- um og allan hringinn að Ísa- fjarðarflugvelli. Þar eru fjár- hús, hesthús og sorpbrennslan Funi, en þar féll snjóflóð á varnargarð fyrr um daginn. Ljósmyndari blaðsins tók meðfylgjandi myndir er hann ók í gegnum snjóflóðið á Skut- ulsfjarðarbraut síðdegis á mánudag. – bb@bb.is Stórt snjóflóð féll á Skutulsfjarðarbraut Þykkt snjóflóðsins er talið vera 3-4 metrar. Flóðið þreif með sér einn ljósastaur. Snjóflóð féll úr Hraunsgili í Hnífsdal Flóðið tók með sér gamla bæinn að Hrauni í Hnífsdal Stórt snjóflóð féll úr Hraunsgili í Hnífsdal á þriðjudag. Flóðið hefur klofnað og tók annar hluti þess með sér gamla bæinn í Hrauni í Hnífsdal. Hinn hluti flóðsins virðist hafa tekið með sér spennistöð við Ár- velli í Hnífsdal og er svo að sjá að flóðið hafi stöðvast við fjölbýlishús og raðhús við Ár- velli. Sjónarvottar telja að flóðið hafi í það minnsta brotið glugga á þeim húsum. Að sögn sjónarvotts hefur flóðið farið yfir gamla bæinn og sést þak hans nokkru neðar en bærinn stóð. Gamli bærinn var reistur árið 1937 en árið 1978 var byggt nýtt íbúðarhús á jörðinni en það slapp við flóðið ásamt úti- húsum. Engir íbúar voru í Hrauni þegar flóðið féll. Öldurnar brotnuðu hver á annarri nokk- uð frá landi Öldurnar brotna nokkuð frá landi. Mikið brim var við norðurenda eyrarinnar í Skutuls- firði í gær. Stórar öldur gengu á land og m.a. yfir slökkviliðsstöðina á Ísafirði, þar sem almanna- varnanefnd bæjarins hefur aðstöðu. Þá var einnig mikið öldurót út á miðjum Skutulsfirði og tilkomumikil sjón að sjá brimið svo langt út á Ísafjarðardjúp. Meðfylgjandi myndir tók Halldór Sveinbjörnsson. Mikið og furðulegt brim er var víða í fjörum í Skutulsfirði í gær. Aldan gekk á land og út aftur þar sem hún mætir annarri aðkomandi. Afleiðingar þessa sjást á meðfylgjandi myndum þar sem öldurnar brotna hver á annarri nokkuð frá landi. Þá var mikið öldurót úti í miðjum firðinum. – halfdan@bb.is 01.PM5 6.4.2017, 09:193

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (05.01.2005)
https://timarit.is/issue/413387

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (05.01.2005)

Handlinger: