Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Side 6

Bæjarins besta - 05.01.2005, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 20056 ritstjórnargrein Öðruvísi? ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ orðrétt af netinu murinn.is – Halla Gunnarsdóttir Mölvuspá ársins 2005 Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 2132 hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is · Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein- björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ISSN 1670 - 021X Mölvan leit í kristalskúlu sína á dögunum og sá þar fyrir nánast allt sem gerist á árinu 2005. Þversumma ársins er sjö og mun það án efa hafa áhrif á stórviðburði ársins. T.a.m. má nefna að nýtt félag verður stofnað með sjö nefndarmeðlimum og a.m.k. sjö manns sem skipta eitthvert fólk mjög miklu máli munu deyja á árinu. Þá verður 7. júlí merkilegur dagur þótt erfitt sé að segja til um hvers vegna. Alþingi verður með líflegra móti í ár. Þar takast á andstæðar fylkingar með mismunandi stefnumál. Þó nokkrar lagabreyt- ingar verða gerðar. Mikið verður rifist um fjölmiðla og utan- ríkismál en núverandi forseti Alþingis mun koma með sérstakt útspil í einhverju máli. ,,Það er heiður fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands að eiga sambandið (Íþróttasamband fatlaðra) að og geta ljáð því stuðning. Þar standa fatlaðir jafnfætis öðrum, með skyldum og réttindum og ábyrgð, sem hver og einn í röðum FÍ hefur fyllilega unnið til,“ reit Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, í afmælisútgáfu Hvata 2004, rits Íþróttasambands fatlaðra, skömmu fyrir áramótin. Daginn áður en að Samtök íþróttafréttamanna kunn- gerðu val sitt á íþróttamanni ársins 2004 sýndi sjónvarps- rásin Sýn mynd frá ferli hnefaleikakappans Joe Louis, sem varð annar blökkumaðurinn til að vinna heimsmeist- aratitilinn í þungavigt í hnefaleikum. Í myndinni kom glöggt fram að íþróttaafrek og fordómar eiga ekki sam- leið. Titillinn, sem hinn ungi Joe Louis vann með glæstum hætti ,,tilheyrði“ á þeim tíma hvítamanninum, ekki svert- ingja, sem aðeins mátti stíga fæti sínum inn á tiltekin kaffihús og varð að sitja í sérmerktu sæti í sporvagninum. Joe Louis hafði sömu skyldur við samfélagið og aðrir hvað herskyldu varðaði, en hann var ekki fullgildur þjóðfélagsþegn sem íþróttamaður. Íþróttaafrek hans voru ekki metin til jafns við afrek þeirra, sem voru ,,öðruvísi“ en hann. Vera má að ,,hefðin“ hafi fært íþróttafréttamönnum einkarétt á að velja íþróttamann ársins og það sé því ekki annara þar um að dæma. Í því sambandi er þó rétt að benda á, að á mörgum sviðum er val á ,,manni ársins“, í einu eða öðru samhengi, í höndum fjöldans. Með þessari ábendingu er á engan hátt verið að gera lítið úr afrekum þess íþróttafólks, sem trjónaði í 10 þrepa afrekströppunni, né hinna, sem á eftir komu, en þar í hópi var maður með tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum! Gengi Ólympíu- silfursins hefur greinilega fallið! Gull, silfur og heimsmet á Ólympíuleikum hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar! Í vali íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2004 fólst því miður yfirlýsing um að íþróttafólk úr röðum fatlaðra eigi enga möguleika á að bera hið eftirsótta sæmdarheiti: Íþróttamaður ársins. Mál er því að linni sýndarmennsku íþróttafréttamanna í mati á afrekum fatlaðra íþróttamanna, sem dugar í besta falli fyrir blóm- um og lófaklappi elítunnar á uppskeruhátíðinni. Ástæðu- laust er að íþróttafréttamenn falli oftar á prófinu. ,,Mörg af okkar mestu og bestu afrekum í íþróttum hafa verið unnin af fötluðu íþróttafólki“, er vitnisburður forseta ÍSÍ. Undir þau orð skal heilshugar tekið. s.h. Litið um öxl Við áramót er algengt að menn líti yfir farinn veg og eru þá oft ákveðin mál sem standa upp úr á liðnu ári. Haft var samband við fimm ein- staklinga og þeir spurðir hvað staðið hefði upp úr á liðnu ári af innlendum málum, erlendum málum og hjá þeim persónulega. Þá voru þeir spurðir hvaða væntingar þeir bæru til nýs árs. Kristinn Her- mannsson, nemi: „Markverðast á innlendum vettvangi fannst mér hversu félagsleg íhaldsemi fór vax- andi. Þetta virðist vera ákveðin þróun sem á sér stað. Siðvenju- postular og kerfiskallar njóta sín sem aldrei fyrr. Erlendis er sama leiðinda- þróunin í gangi. Kristnir ofs- tækismenn og aðrir ofstækis- menn fara hamförum. Homm- ar eru farnir að ógna banda- rísku þjóðlífi og allskyns bá- biljur sem maður hélt að væru dauðar eru farnar að fljóta upp á yfirborðið. Árið hefur verið það gott hjá mér persónulega að ég get pirrað mig á því að hafa núna fyrir jólin þurft að borga 650 króna sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa reynt að koma með spægipylsu með landsins. Út af einhverju kerfisrugli sem enginn skilur var spægipylsan gerð upptæk. Ég ætla að vona að á nýju ári fari frjálslyndi, umburðar- lyndi og skynsemi aftur að verða kjörgildi Íslendinga og annarra íbúa heimsins og þeir láti af meðvirkni með kerfinu og alls kyns íhaldsofstæki.“ Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri: „Af innlendum málum fannst mér þessi fjölmiðlavit- leysa standa upp úr og þá sér- staklega þáttur forsetans sem mér fannst fara langt út fyrir sitt verksvið. Þá hafa fíkni- efnamálin vakið athygli mína og sú harka sem er komin upp í þeim geira. Mér, eins og öðr- um, finnst þetta mjög slæm þróun og ég er uggandi yfir henni. Þetta ætlar að verða eins og í erlendum stórborgum. Þá veldur þróunin í fjármálaheim- inum mér áhyggjum. Stór hluti af hagnaði fjármálafyrirtækja kemur til vegna gengishagn- aðar og hækkunar á verði hlutabréfa, en lítill hluti er hagnaður af rekstri. Þetta er áhyggjuefni fyrir þá sem starfa í sjávarútvegi og mér finnst stjórnvöld ekki standa sig í að verja samkeppnisstöðu sjávar- útvegsins gagnvart öðrum greinum og ég tel að efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar hljóti að bíða skipbrot. Af erlendum vettvangi þóttu mér kosningarnar í Bandaríkj- unum minnisstæðastar. Ég varð fyrir verulegum von- brigðum því ég var að vona að menn hefðu kjark til að setja í embætti nýjan forseta með aðrar áherslur. Þá væri eflaust margt öðruvísi í okkar efna- hag. Lágdollarastefnan þjónar ekki hagsmunum Bandaríkj- anna til langs tíma litið og er náttúrlega skelfileg fyrir okkur á Íslandi sem stöndum í út- flutningi. Þá skyggja hörm- ungarnar í Asíu á margt annað sem gerðist á árinu. Af mér persónulega er það helst að frétta að við hjónin tókum til í eigin garði, í orðsins fyllstu merkingu. Þá komu upp veikindi í fjölskyldunni sem hafa verið mjög erfið. En ég gerði góðan samning við kaup- endur í Bandaríkjunum, auk annarra samninga um útflutn- ing á ferskum fiski sem lofa mjög góðu til langs tíma litið. Ég ber þær væntingar til nýs árs að gengi íslensku krónunn- ar aðlagi sig svo menn geti áfram unnið við sjávarútveg í landinu. Ég er þokkalega bjart- sýnn og held að eftirspurn eftir fiski eigi eftir að aukast á nýju ári.“ Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisstjóri RKÍ: „Heimastjórnarhátíð alþýð- unnar á Ísafirði fannst mér standa upp úr á landsvísu. Þó svo að aðrir landsmenn hafi kannski ekki tekið jafn mikið eftir henni fannst mér mjög merkilegt hvernig Vestfirð- ingar tóku hátíðina í sínar hendur og buðu engum nema forsetanum. Síðan er mér minnisstætt þegar Jón Steinar var skipaður hæstaréttadóm- ari. Þeir kunna að raða þessi menn, enda kemur þetta til að skipta miklu máli þegar taka þarf stórar ákvarðanir sem varða alla. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Svo voru gæsalappirnar hans Hannesar alveg kostulegar. Af erlendum málum er það náttúrlega þetta dæmalausa Íraksstríð sem hefur kvalið Íslendinga að hafa tekið þátt í. Það sér ekki fyrir endann á því og ástandið virðist vera að versna frekar en hitt. Þá er það dauði Arafats, spurning hvern- ig framhaldið verður þar. Og að sjálfsögðu er það jarð- skjálftinn í Asíu skömmu fyrir áramót, hann situr í manni. Hjá okkur persónulega fannst mér fæðing Bryndísar Heklu, fyrsta barnabarnsins, merkilegust. Það er mjög ánægjulegt að fá í heiminn Bryndísi sem er enn minni en ég. Síðan varð Már eiginmaður minn fimmtugur á árinu og við héldum upp á það í Mós- ambík. Einnig fór sonur minn og kærasta hans í tveggja mán- aða heimsreisu. Nýja árið leggst vel í mig þó allir séu að fjasa yfir slæm- um horfum í efnahagsmálum. Það verður reyndar ekkert bjart í efnahagsmálum og þetta virkjanabrölt verður erfitt, en í heildina held ég að þetta verði farsælt ár.“ Kristinn Níelsson, skólastjóri: fats, flóðin í Asíu og kosning- arnar í Úkraínu og allt dramað í kringum þær. Maður verður bjartsýnn á lífið þegar maður sér hvernig samstaða fólksins skilar sér og mér finnst jákvætt að her eða lögreglu hafi ekki verið sigað á mótmælendur. Ógnvekjandi þótti mér hins vegar morðið á hollenska kvik- myndagerðarmanninum. Það var ákveðin aðför að tjáning- arfrelsi. Hjá mér persónulega standa upp úr afmæli Tónlistarskóla Bolungarvíkur og gott veður í sumar. Ég ber þær væntingar til nýs árs að þessi neikvæðu mál með Orkubúið og ratsjárstöðina leysist farsællega. Ég vonast eftir áframhaldandi eftirspurn eftir húsnæði á svæðinu og vona að fólk leiti í auknum mæli út á land til okkar. Þá veit ég að það verður mikil gerjun í listum og á þá ekki bara við skólana heldur hljóm- sveitir og annað. Þá vona ég að menningarmiðstöðin Edin- borg styrkist og fái að þjóna betur hlutverki sínu. Að lokum vona ég og trúi að menningar- líf í Bolungarvík haldi áfram að blómstra.“ Guðmundur Kristjáns- son, hafnarstjóri „Það sem mér finnst standa upp úr á innlendum vettvangi er samráð olíufélaganna, sam- ráð og svívirðing gagnvart þjóðinni. Það kom í ljós að þessir menn höfðu komist upp með það í fjölda ára að ljúga að þjóðinni þó þeir hefðu alltaf svarið af sér samráð. Af erlendum málum eru það náttúrlega þessar hörmungar við Súmötru í Asíu sem standa upp úr. Þetta snertir mig per- sónulega þar sem ég bjó í Malasíu í þrjú ár. Í bænum þar sem ég bjó veit ég til þess að margir kunningja minna miss- tu báta sína, þeim skolaði á land og brotnuðu. Sem betur fer hef ég þó ekki heyrt um að neinn hafi látist. Persónulega var það vel- gengni sonar míns á tónlistar- sviðinu sem stóð upp úr. Ég fylgdist með honum síðasta sumar þegar hann var að vinna að plötunni og hafði heyrt flest lögin áður en þau voru fullbúin og það er mjög gaman að heyra hvernig þau koma út. Þá hefur verið verulega ánægjulegt að verða vitni að þeirri viður- kenningu sem hann hefur hlot- ið, hérlendis og erlendis. Ég held að nýtt ár verði bjart og gott. Hér á höfninni hefur komum skemmtiferðaskipa fjölgað um 100% milli áranna 2002 og 2004 og á næsta ári verður 40% aukning í viðbót.“ „Af innlendum fréttum voru markverðastar þessar í kring- um fjölmiðlamálið, olíusam- ráðið og útrás banka og fyrir- tækja. Þá voru það neikvæðar fréttir varðandi Orkubú Vest- fjarða og ratsjárstöðina á Bola- fjalli sem stóðu svolítið upp úr. Af jákvæðum hlutum fannst mér áhugaverðast hækkandi fasteignaverð á norðanverðum Vestfjörðum og fjölgun íbúa í Ísafjarðarbæ. Þá var mikið líf í alþýðutón- listinni, hátíðin Aldrei fór ég suður, velgengni Mugison og fleira. Einnig er mér minnis- stæð heimastjórnarhátíð al- þýðunnar í ágúst. Á erlendum vettvangi stóðu upp úr forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, dauði Ara- 01.PM5 6.4.2017, 09:196

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.