Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Side 8

Bæjarins besta - 05.01.2005, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 20058 Bóksali með áunna leikhæfileika – viðtal við Kristján Frey Halldórsson, bóksala í Reykjavík og fyrrum bæjarfulltrúa á Ísafirði Jólabókaflóðið er á enda. Það er gaman að fylgjast með þessu árlega flóði bókmennt- anna sem skellur á landsmönnum. Þar tak- ast á rithöfundar, útgefendur, bókaverslanir og stórmarkaðir. Taugatitringurinn fer ekki framhjá neinum enda eru þessar fáu vikur í kringum jól í raun uppskera mikillar vinnu. Á þessum vikum ræðst að stórum hluta afkoma fjölda fólks er tengist verslun og listum. Flóðið í ár var ekki ólíkt öðrum bókaflóðum. Öllu er tjaldað til að sannfæra almenning um gæði hverrar bókar fyrir sig. Auglýsingar bókaútgefenda eru fyrirferðar- miklar á aðventunni. Nýtt andlit gat að líta í hópi þeirra leikara er léku í sjónvarps- auglýsingum. Andlitið er hins vegar kunn- uglegt á Ísafirði. Þar fór maður sem hér á árum áður var bæjarfulltrúi á Ísafirði. Hann spilaði líka um tíma á sveitaböllum hér vestra. Stóð fyrir innan búðarborð og seldi fólki hljómplötur og hljómtæki. Var nem- andi í Menntaskóla Björns Teitssonar. Þrátt fyrir þessa löngu upptalningu er maðurinn ekki gamall. Kristján Freyr Halldórsson er innfæddur Ísfirðingur. Af rótgrónum kom- inn. Undanfarin ár hefur hann selt bækur í Reykjavík og leikið í misjafnlega vinsælum hljómsveitum. Hann kom vestur í jólafrí til þess að jafna sig eftir jólabókaflóðið. Við ákváðum að setjast niður og taka létt spjall um bækur og fleira sem honum er kært. – Hvað hefur þú tekið þér fyrir hendur frá því að þú fluttir suður? „Ég er aðstoðarverslunar- stjóri í bókaverslun Máls og menningar á Laugavegi. Ég flutti suður 1998 eftir að hafa rekið plötubúðina Hljóma hjá Heiðari í Ljóninu í tvö ár og setið í bæjarstjórn. Ég fór í Háskóla Íslands í íslensku og ensku en hef ekki lokið því námi ennþá því árið 2000 hóf ég störf í Mál og menningu og hef ílenst þar. Það má segja að á liðnum árum hafi ýmislegt gengið á í rekstri verslana Máls og menningar því þær hafa á þessu tímabili verið í eigu þriggja aðila og ég haft fjóra yfirmenn. Fyrst var það Bók- menntafélagið Mál og menn- ing, síðan Edda og síðan í ágúst 2003 hefur Penninn átt bókaverslanirnar. Penninn rekur í dag bóka- verslanir Eymundsson og bókaverslanir Máls og menn- ingar. Það sem áður var Mál og menning hefur nú skipst á milli þriggja fyrirtækja. Bóka- útgáfan er nú undir hatti Eddu útgáfu, Mál og menning bók- menntafélag gefur út Tímarit Máls og menningar og síðan eru bókaverslanirnar sem áður sagði frá.“ Ekki hrifinn af kaupum Pennans – Er þá nokkur samkeppni orðin eftir í rekstri hefðbund- inna bókabúða? „Það segir sig sjálft, að í krafti stærðar sinnar ræður Penninn auðvitað mjög miklu á þessum markaði. Þegar það kom til að fyrirtækið keypti bókaverslanir Máls og menn- ingar var ég ekki hrifinn í fyrstu. Taldi þetta alveg ómög- ulegt því við höfðum verið í mjög grimmri samkeppni við Eymundsson sem Penninn átti, auk samstarfs við fleiri bóka- verslanir víða um land. Ég taldi ekki miklar líkur á því að Samkeppnisstofnun myndi samþykkja þessi kaup. En á endanum samþykkti stofnunin þennan gjörning og við því er ekkert að gera. Greinilega allt of mikið að gera hjá Sam- keppnisstofnun.“ – Eru einhverjar hefðbundn- ar bókaverslanir eftir sem eru í eigu annarra? „Já, þær eru til. Það er Lárus Blöndal, Bóksala stúdenta, Bókabúð Steinars og síðan er ný verslun í Iðu í Lækjargötu. Að auki eru stórmarkaðirnir að selja bækur eins og allir vita. Uppsetning þessarar nýju verslunar í Lækjargötu var auðvitað djörf ákvörðun, svo- na mitt á milli risanna Máls og menningar á Laugavegi og Eymundssonar í Austurstræti. Í bókaverslun okkar getur þú gengið að mjög góðu úrvali bóka. Við erum ekki aðeins að selja það vinsælasta á hverj- um tíma heldur getur þú fengið þar Ársrit Sögufélags Ísfirð- inga, svo eitthvað sé nefnt. Við viljum standa undir því að vera alvöru bókabúð með breitt úrval bóka. Í dag horfir þetta öðruvísi við fyrir mér með verslanir Pennans, þær eru gott mótvægi á móti stór- mörkuðunum; veita góð kjör, gott úrval og góða þjónustu allan ársins hring.“ Samkeppnin við stórmarkaðina – Eiga bókabúðir einhverja von í samkeppni við stórmark- aðina? „Ja, það er spurning. Það er augljóst að bókaútgefendur hafa mjög mikið rými til verð- lækkana ef marka má verð- lagningu stórmarkaða. Reynd- ar er það nú svo að í stórmörk- uðum er verið að búa til tilboð sem eru seld almenningi. Það er slegið upp afsláttartölum í prósentum til þess að lokka fólk inn. Þegar inn er komið er umrædd bók ekki til og hefur í raun aðeins verið til í fimm eintökum. Að sjálfsögðu er það gott fyrir neytendur að verð skuli lækka á vörum sem þeir vilja kaupa. Hitt getur auðvitað ekki gengið að bókaútgefendur taki þátt í þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað í kringum stór- markaðina á undanförnum ár- um. Útgefendur hafa hækkað viðmiðunarverð hjá sér úr hófi til þess að hægt sé að búa til spennandi afsláttartölur. Til hvers þessi leikur er leikinn veit ég ekki. Það viðmiðunar- verð sem birt er í Bókatíðind- um er sjaldnast notað í bóka- búðum því það er svo hátt.“ – Með þessu afsláttarverði, er þá verið að ganga á hlut verslananna, útgefendanna eða rithöfundanna? „Að einhverju leyti. Aðal- málið er að leiðbeinandi verð- ið er alltof hátt og ekki í nein- um tengslum við raunveruleik- ann. Þessi afsláttarleikur sem viðgengist hefur er skrípaleik- ur. Það fer orðið ómældur tími í bókabúðum að skipta um verð. Stundum gerist það oft á dag. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að auglýsa stór- markaðina.“ Höfum ekkert val – En þið takið þátt í leikn- um? „Já, auðvitað. Við höfum ekkert val. Við verðum að berjast. Það er auðvitað grát- legt að horfa á stórmarkaðina koma inn á markaðinn í sex vikur á ári og reyna að fleyta rjómann ofan af. Þess í milli sinna þeir í engu þörfum sinna viðskiptavina.“ – Eru stórmarkaðir ennþá að ná af ykkur viðskiptum? „Ég er ekki viss um það. Sennilega eru þeir að því enn- þá. Ef marka má sölutölur út- gefenda hafa þær verið að hækka. Sé það rétt er mark- aðurinn líka að stækka. Auk þessara aðila sem áður eru nefndir hafa bókaútgefendur líka verið að setja upp síma- sölu á nýjum bókum.“ – Er ekki erfitt fyrir ykkur, sem rekið sérhæfðar bóka- verslanir, þegar bókaútgefend- ur eru farnir að hringja í al- menning í jólamánuðinum og bjóða bækur á miklum af- slætti? „Jú, auðvitað er það mjög öfugsnúið að bókaútgefendur skuli vera komnir í beina sam- keppni við bókaverslanir. Oft enda nú þessar bækur í hönd- unum á útgefendum að nýju. En ég tek það skýrt fram að þetta á ekki við um alla útgef- endur. Þessar hliðarsölur eru líka að trufla allar mælingar á sölu því þær koma hvergi fram í sölutölum bókabúðanna.“ Af metsölubókum – Eitt af því sem rætt var við tilkomu stórmarkaða í bóksölu var að titlum myndi fækka. Hefur það gerst? „Nei, þær spár hafa ekki ræst. Í það minnsta ekki enn sem komið er. Það ríkir ekki algjör „bestsellerismi“ sem betur fer.“ – En þeir spádómar að sala metsölubóka færi í ennþá meiri hæðir en áður? Var velgengni Kleifarvatns Arn- aldar vegna þess hversu góð bókin er eða var það vegna þess að hún var auglýst í upp- hafi sem metsölubók? „Nú skal ég viðurkenna að ég hef ekki ennþá lesið þá bók. Ég hafði hana með mér vestur og ætla að lesa hana í ró og næði hér. Já, það er auðvitað skrítið að sjá bók auglýsta sem metsölubók á útgáfudegi. Hvað er metsölubók? Met- sölubók er bók sem allir kaupa af því hún selst svo vel. Þarna er stýringin orðin mjög mikil og við höfum svo sem tekið þátt í henni líka. Þarna er kom- in mjög mikil hætta á að fólk fari bara að kaupa það sem allir eru að kaupa. Hvort þetta á við um Kleifarvatn veit ég ekki, en hættan á þessu er auð- vitað fyrir hendi, og oft sem góðar bækur drukkna í flóðinu. Auðvitað hefur engin bók selst áður en hún kemur út.“ – Erum við þá farin að sjá fyrstu merki þess að titlum fari að fækka þegar farið er að bóka ákveðna höfunda sem metsöluhöfunda áður en bæk- ur þeirra koma út? „Ég hélt satt að segja að við hefðum fengið nóg af þessari þróun fyrir þremur árum en því miður heldur þessi met- sölubókatilbúningur áfram. Hins vegar sáum við nokkra nýja höfunda koma fram í ár sem fengu verðskuldaða at- hygli og á meðan svo er á maður kannski ekki að hafa áhyggjur af þróuninni.“ Nýir höfundar – Er fólk opið fyrir nýjum höfundum? „Já, fólk er opið fyrir nýjum höfundum og ekki eins íhalds- samt og áður. Menn héldu að þessi kynslóð sem nú er að koma upp myndi snúa baki við bókinni. Það hefur ekki gerst. Hver leggst upp í rúm með tölvu? Ungt fólk kaupir mikið af bókum, kann að lesa og kann líka að skrifa. Gaman að sjá þessa ungu höfunda með ljóð og skáldsögur, til að mynda Eirík Norðdahl.“ – Þú nefndir okkar mann, hann Eirík Örn. Var hann að gera það gott? „Já, mér finnst hann vera að gera góða hluti. Mönnum sem ég tek mark á í hópi rithöfunda þótti töluvert til hans koma og svo er um fleiri nýja höfunda sem komu fram í ár. Hins veg- ar fékk Eiríkur misjafna dóma gagnrýnenda sem mér fannst útgefandi hans vinna vel úr, snúa vörn í sókn.“ Að slátra bók – Geta gagnrýnendur slátrað bók? Hafa þeir gert það? „Já, það hefur gerst án þess að ég vilji fara að nefna nein nöfn í því sambandi. Sumt er eins og að sé dauðadæmt fyrir- fram. Bækur hafa átt mjög erf- itt uppdráttar eftir slæma dóma.“ – Á undanförnum árum hef- ur birst bókagagnrýni í sjón- varpi í stuttum þáttum á besta sjónvarpstíma. Hafa þessir dómar áhrif? „Já, alveg gríðarleg áhrif og ég er ekki frá því að þeir séu áhrifameiri en þeir dómar sem birtast í blöðum. Öll umfjöllun er af hinu góða og því má ekki gera lítið úr þessari umfjöllun sem í sjónvarpi er. Þrátt fyrir að snöggsoðnir dómar hafi áhrif, þá er fyrir öllu að um- fjöllun um bækur og bók- menntir aukist. Sem dæmi um skrítna umræðu var umræðan í kringum Bítlaávarp Einars Más. Sumir gagnrýnendur höfðu það út á hann að setja að hann væri ennþá að skrifa um lífið í Vogunum. Datt ein- hverjum í hug að segja við Heinesen að hann væri alltaf að skrifa um lífið í Færeyjum? Gagnrýnendur geta ekki dottið í svona gryfjur. Hvert verk verður að dæma fyrir sig.“ Bóksalinn leikandi – Að öðrum þætti bóksöl- unnar fyrir jólin. Þú varst áber- andi í sjónvarpsauglýsingum fyrir þessi jól. Hvernig kom það til? „Ja, það kom nú þannig til að það var leitað innan fyrir- tækisins að fólki með með- fædda leikhæfileika, eins og það var orðað. Markaðsfólkið leitaði víða og meðal annars til mín. Ég sagðist ekki hafa neina meðfædda hæfileika heldur einungis áunna hæfi- leika. Þeir höfðu samband síð- ar og ég sló til enda hef ég gaman af að leika. Þetta gekk glimrandi vel og var tekið upp lítt undirbúið á einum degi. Ég var mjög ánægður með út- komuna miðað við að ég er hvorki leikari né fyrirsæta. Þeir sem léku í auglýsingunni sem afgreiðslufólk voru allir að leika sjálfa sig. Þessi leikur minn í þessum auglýsingum sannfærði mig um mátt sjónvarpsins. Börn sem komu í búðina bentu mik- ið og kölluðu á mig sem auð- vitað var gaman að upplifa. Skondnasta atvikið var þegar einn ógæfumaður kom í búð- ina til okkar. Það gerist nokkuð oft enda erum við í þjóðbraut. Þessi ógæfumaður var eitthvað til vandræða og stelpurnar í búðinni treystu sér ekki til þess að koma honum út og kölluðu á mig. Þegar ég birtist varð hann mjög hrifinn af því að þarna væri auglýsingamaður- inn kominn. Hann hlýddi öllu sem ég sagði. Þetta kom mér mjög á óvart enda hélt ég að þessi maður væri ekki mikið að horfa á sjónvarpið. Þessi 01.PM5 6.4.2017, 09:198

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.