Bæjarins besta - 05.01.2005, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 200510
Sælkeri vikunnar
er Þórunn Guðmundsdóttir á Ísafirði
Einfaldur
ýsuréttur
og melónu-
salat
Sælkeri vikunnar býður
upp á einfaldan ýsurétt því
hún segir að eftir allan þenn-
an þunga jólamat sé tilvalið
að breyta aðeins til og gæða
fjölskyldunni á fiski. Þórunn
mælir hún bera réttinn fram
með hrásalati sem einnig er
uppskrift af. Að lokum er
heitur eftirréttur sem lengi
hefur verið vinsæll á heimili
Þórunnar. Hún segir að kak-
an hafi einnig komið sér vel
með kaffinu og sé best borin
fram með rjóma eða ís.
Einfaldur ýsuréttur
Ný ýsa beinlaus, roðflett
og flökuð er skorin smátt.
Stráið salti yfir og dreypið
sítrónusafa yfir. Látið standa
í nokkrar mínútur. Fiskurinn
er þerraður og velt upp úr
hveiti. Stráið salti og sítrónu-
pipar yfir eftir smekk. Steik-
ið fiskinn á pönnu upp úr
olíu eða smjöri. Setjið í eld-
fast mót. Sjóðið upp á pönn-
unni með vatni og bætið
Kínasoja út í. Ef vill má bæta
rjóma eða matarjóma út í
eða heitum osti. Hellið yfir
fiskinn í mótinu. Bakið í ofni í
10 mínútur. Tilvalið er að bera
réttinn fram með nýju brauði
eða hvítlauksbrauði og eins er
mjög gott að bera hann fram
með banana steiktum upp úr
smjöri og chutny sósu.
Melónusalat
Ísbergskál
½ gul melóna
½ græn melóna
Ferskt sellerí
Muldar valhnetur
Grófskerið ísbergið, seller-
íið og melónurnar. Einnig má
nota perur, epli og fleiri ávexti
eftir smekk. Bætið valhnetum
við eftir smekk. Sósa með
salatinu er melónujógúrt eða
jógúrt eftir smekk.
Sívinsæll eftir-
réttur eða kaka
1 bolli hveiti
½ bolli sykur
1 tsk salt
1 tsk natrón
½ blandaðir ávextir
1-2 egg
½ bolli kókosmjöl
½ bolli púðursykur
Hrærið öllum hráefnun-
um saman nema kókosmjöl-
inu og púðursykrinum.
Blandið því saman og stráið
yfir deigið. Bakið við 180°-
200° í um 30-40 mínútur.
Ég skora á Hörpu Böðv-
arsdóttur að koma með
gómsæta uppskrift.
Bensínorkan ehf., vill byggja sjálfsafgreiðslustöð á Skeiði
Býðst til að greiða kostn-
að við breytingar á lóð
Bensínorkan ehf. hefur með
bréfi til bæjarstjórnar Ísafjarð-
arbæjar boðist til að kosta
nauðsynlegar breytingar á
skipulagi og akvegum til þess
að flýta fyrir því að fyrirtækið
geti sett upp sjálfsafgreiðslu-
stöð fyrir eldsneyti á lóðinni
að Skeiði 1 á Ísafirði. Í því
húsi er meðal annars verslunin
Bónus.
Fyrir skömmu sótti fyrir-
tækið um leyfi til þess að setja
upp eldsneytisafgreiðslu á lóð-
inni og tók umhverfisnefnd já-
kvætt í erindið en gat þess
jafnframt að til þess að hægt
væri að verða við því þyrfti að
breyta skipulagi og fjármunir
til þess væru ekki á fjárhags-
áætlun næsta árs. Bæjarráð tók
boð Bensínorkunnar fyrir á
fundi fyrir áramót og tók já-
kvætt í boðið og fól bæjarstjóra
að ræða við framkvæmda-
stjóra Bensínorkunnar ehf. um
málið. – hj@bb.is Fyrirhuguð bensínstöð verður á Skeiði á Ísafirði.
Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri
Ánægður með ákvörðun bæjarstjórnar
Óðinn Gestsson framkvæm-
dastjóri Fiskvinnslunnar Ís-
landssögu á Suðureyri segist
ánægður með þá ákvörðun
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
að veita 60 tonna byggðakvóta
til báta sem leggja upp hjá
fyrirtækinu. Óðinn hefur sem
kunnugt er gagnrýnt harðlega
úthlutanir byggðakvóta á liðn-
um árum. Í reglugerð sjávar-
útvegsráðuneytisins um út-
hlutun byggðakvótans segir að
tillögur sveitarstjórna skuli
byggjast á almennum hlutlæg-
um reglum og jafnræðissjónar-
miða skuli gætt.
Aðspurður hvort að hann
telji ákvörðun bæjarstjórnar
uppfylla þessi skilyrði segir
Óðinn svo vera gagnvart sínu
fyrirtæki. Hann segist ekki
hafa mótað þær aðferðir sem
beitt verður þegar kemur að
skiptingu þess kvóta sem út-
hlutað var enda sé hann ekki í
hendi. „Ég reikna með því að
menn setjist saman yfir þau
mál þegar endanleg úthlutun
verður ljós“, segir Óðinn.
Lárus G. Valdimarsson bæj-
arfulltrúi segir að það kunni
aldrei góðri lukku að stýra að
sveitarstjórn skuli gert að mis-
muna þegnum sínum eins og
alltof oft hefur orðið raunin
við úthlutun byggðakvóta að
hans mati. Óðinn segist sam-
mála Lárusi og tímabært sé að
finna þessum málum annan
farveg en þau hafa verið í und-
anfarin ár. „Hinsvegar verða
stjórnmálamenn að klára þau
verkefni sem þeim eru falin.
Það gengur ekki að vísa þeim
málum á herðar annarra,“sagði
Óðinn Gestsson.
– hj@bb.is
Óðinn Gestsson.
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði
Kómedíuleikhúsið mun
setja á svið einleik byggðan á
Íslendingasögunni Gísla Sögu
Súrssonar. Elfar Logi Hann-
esson flytur einleikinn en leik-
stjóri að þessu sinni er Jón
Stefán Kristjánsson. Þeir
vinna nú baki brotnu við hand-
ritsskrif og stefnt er að því að
leikurinn verði frumsýndur um
miðjan febrúar. Frumsýnt
verður á söguslóðum á Þing-
eyri. Einnig verður sýnt á Flat-
eyri, Suðureyri, Súðavík, Bol-
ungarvík og á Ísafirði.
„Kómedíuleikhúsinu hefur
þegar verið boðið að sýna leik-
inn á tveimur staðarhátíðum
hér vestra í sumar. Í sumar
stendur svo til að skella Gísla
Súra yfir á engilsaxnesku og
sýna fyrir ferðamenn sem
sækja Vestfirði heim“, segir í
annál Kómedíuhússins fyrir
árið 2004.
Kómedíuleikhúsið mun
halda einleikjahátíð í lok júní
sem ber yfirskriftina ACT
ALONE. Leikhúsið hefur
Einleikur byggður á
Gísla sögu Súrssonar
fengið Jón Viðar Jónsson og
Brynju Benediktsdóttur til að
undirbúa og skipuleggja hátíð-
ina. Stefnt er að því að bjóða
upp á þrjá íslenska einleiki,
einn erlendan gestaleik, fyrir-
lestra um einleiksformið og
síðast en ekki síst masterclass
í leiklist. Hátíðin verður haldin
dagana 30. júní – 3. júlí 2005.
Aðgangur að hátíðinni er
ókeypis en þátttökugjald verð-
ur á masterclass.
– thelma@bb.is
Frá fyrirlestri Jóns Viðars á fyrstu einleikjahátíð Kóm-
edíuleikhússins á Ísafirði í sumar. Nú hefur hann gengið
til liðs við leikhúsið við undirbúning næstu hátíðar.
01.PM5 6.4.2017, 09:1910