Bæjarins besta - 05.01.2005, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 200512
STAKKUR SKRIFAR
Er gatan greið?
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Smáauglýsingar
Gleraugu með blárri, ferkant-
aðri umgjörð, töpuðust fyrir jól.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 866 9552.
Óska eftir sófasetti og horn-
sófa. Uppl. í síma 843 0101.
Vantar snjóbrettaskó nr. 45.
Uppl. í síma 456 6202 eða 845
2683.
Til sölu er MMC Pajero árg. 95,
ekinn 161 þús. km, sjálfskiptur,
sumar- og vetrardekk. Uppl. í
síma 456 5210 og 661 5042.
Til leigu er 2ja herb. íbúð að
Urðarvegi 78 með sérinngangi.
Uppl. í símum 456 3928 eða
456 4323.
Til sölu er Suzuki Vitara árgerð
1995, breyttur á 30" með nýleg-
um nagladekkjum og sumar-
dekkjum. Skipti á Toyota Cor-
olla eða sambærilegum bíl
koma til greina. Uppl. í símum
456 4324 eða 846 7479.
Íbúð óskast til leigu! Óska eftir
4-5 herb. íbúð til leigu á Ísafirði.
Uppl. gefur Jónína í símum 587
3538 eða 450 3100 (skilaboð).
Óska eftir snjóbretti ca. 120
cm að stærð og viðeigandi skó
og bindingar. Upplýsingar í síma
456 3135.
Óska eftir að kaupa ódýran en
sæmilega traustan bíl. Upplýs-
ingar í síma 863 7655.
Bráðvantar sem fyrst til kaups
eða leigu, 4-5 herb. íbúð á Ísa-
firði. Upplýsingar í símum 863
3880 eða 699 8710.
Óska eftir 2ja herb. íbúð eða
lítilli íbúð til leigu á eyrinni á
Ísafirði. Uppl. í síma 456 5298.
Aðalfundur Átthagafélags Sléttu-
hreppinga verður haldinn 9.
janúar nk. kl. 15 í Sigurðarbúð.
Til sölu er eldhúsborð og stól-
ar, píanó, uppþvottavél og ís-
skápur. Uppl. í síma 456 4338.
Til sölu er MMC Lancer, 4x4,
station, árg. 1996. Upplýsingar
í síma 861 7845.
Nýtt ár er gengið í garð. Til hamingju og megi það færa ykkur gleði, lesendur góð-
ir. Ekki er ætlunin að spá neinu um árið. Það verður senn liðið. Engu að síður er for-
vitnilegt að velta því fyrir sér hvað tekur við. Hörmungar hamfara í Indlandshafi
fylgja okkur út árið. Ef til vill er merkilegt að íbúar Svíþjóðar og annarra Norðurlanda
telja að ríkið beri fulla ábyrgð á þeim í sumarfríi langt út fyrir landamærin. Ef út af
ber á að sækja þá strax. Of hæg viðbrögð þýða að utanríkisráðherra beri að segja af
sér. Viðbrögð annarra ríkja voru hægari. Getur verið að við höfum gengið of langt
í þjónustunni við ríkisborgara okkar hér á norðurhjara veraldar. Ljóst má nú vera að
velferðarkerfi Skandinavíu er ætlað að ná um allan heim séu það ríkisborgarar
þeirra sem eiga í hlut. Við erum góðu vön á Íslandi undir sömu formerkjum. Grunur
er uppi um að heimamenn á hamfarasvæðunum séu annars flokks í þessu samhengi.
Gengur það? Eru það skilaboð Norðurlandanna til umheims að við séum öðrum
æðri?
Náttúruhamfarir eru okkur Vestfirðingum rækilega kunnar. Árið 2005 heilsar
með ógn snjóflóða. Við höfum lært talsvert síðasta áratuginn. Gripið hefur verið til
varna, bæði mannvirkja og viðbúnaðarkerfis. Þær eru lægri raddirnar nú um að það
sé hræðsla og gunguskapur að moka ekki vegi strax og halda þeim ætíð opnum.
Engum stendur nær en íbúum Vestfjarða að virða varúðarráðstafanir og gæta ávallt
fyllsta öryggis í umgengni við náttúruöflin. Náttúran kostaði mörg mannslífin á síð-
ustu öld. Við skulum geyma með okkur þessa varúð út allt árið. Ekki mun af veita.
Fróðlegt að velta fyrir sér boðskap forsetans, forsætisráðherra og biskups. Nú
skal fjölskyldunni skipað í fyrirrúm ásamt menntun. Forvitnilegt verður að sjá
hvort stefnu verður breytt. Stjórnarandstaðan með Guðjón Arnar, Steingrím J. Sig-
fússon og Össur Skarphéðinsson í fararbroddi andskotast út í ríkisstjórnina fyrir að
lækka skatta. R listinn í Reykjavík fer fyrir sveitarstjórnum landsins hækkun álaga
á fjölskyldufólk. Hver getur tekið mark á hástemmdum yfirlýsingum að velferð
fjölskyldunnar skuli höfð í fyrirrúmi? Ekki var hún ofarlega í hugum aðila í kjara-
deilu kennara. Enn er sú skoðun viðruð hvort ekki eigi að kanna aðrar leiðir í rekstri
grunnskóla, en að ríki eða sveitarfélög annist hann. Þjóðin þolir ekki kennaraverkfall.
Tvennt mun fylgja okkur næsta ár. Annars vegar ógnir umferðarinnar. Ekkert lát
er á slysum, þrátt fyrir betri bíla og vegi. Ökumennirnir batna ekki. Sífellt bætast
ungir og óreyndir í hópinn. Hækka ber bílprófsaldurinn í 18 ár hið allra fyrsta. Taka
verður á vandanum sem fylgir eldri ökumönnum í vaxandi og harðnandi umferð,
þar sem ,,kappakstur” ræður því miður ríkjum. Hinn stóri vandinn, sem versnar á
árinu, er fíkniefnaógnin. Henni verður ekki bægt frá fyrr en þjóðfélagið verður
með þeim hætti að fólki líði vel. Aukin löggæsla er bráðnauðsynleg og hana ber
enn að efla. En hún dugir ekki ein. Aukin fjöldi barna sem leggjast í fíkniefni ætti
enn að herða á því, að gera fjölskyldunni kleift að skrimta. En vonirnar eru daufar.
Fjölskyldan mun verða út undan á þessu ári, hvað sem síðar kann að gerast. Hún
verður að bjarga sér sjálf. Árið mun færa okkur fram á veginn til góðs eða ills. Við
skulum gera okkar besta. Munum að mannkynið er eitt og fleirum þarf að bjarga
en Vesturlandabúum í nauð að heiman.
Einar Hreinsson á Ísafirði skrifar
Opið bréf til stjórnar Heilbrigð-
isstofnunar Ísafjarðarbæjar
Ég undirritaður óska hér
með eftir því að stjórn Heil-
brigðisstofnunar Ísafjarðar-
bæjar geri opinberlega grein
fyrir þeirri ákvörðun sinni að
taka sérstakt gjald af langlegu-
sjúklingum fyrir þvott á eigin
fatnaði þeirra. Jafnframt óska
ég eftir því að stjórnin geri
opinberlega grein fyrir þeim
sparnaði sem orðið hefur (eða
ætlaður er) af einkavæðingu
þvottahúss stofnunarinnar.
Enn fremur óska ég eftir því
að ársreikningar stofnunarinn-
ar fyrir árið 2003 og rekstrar-
áætlanir 2004 og 2005 verði
birtar opinberlega, og þá þann-
ig að almenningur fái séð hvar
hinir ýmsu kostnaðarliðir í
þessum 600-700 milljóna rek-
stri liggja.
Ef þessi ákvörðun er tekin
samkvæmt fyrirmælum af
einhverju tagi úr ráðuneytum,
þá óska ég eftir að þau verði
einnig birt. Ef stjórn Heilbrigð-
isstofnunar Ísafjarðarbæjar er
kunnugt um að þessi sparnað-
arleið sé í samræmi við stefnu
ríkisstjórnarinnar í heilbrigðis-
eða velferðarmálum þá óska
ég eftir því að fá upplýst hvar
sú stefna kemur fram.
Þessar óskir ber ég fram
vegna þess að ég fæ alls ekki
skilið hvers vegna þetta sam-
félag telur sig ekki lengur hafa
efni á að skola plögg af gömlu
fólki sem lagst er í kör. Ég
fullyrði að allt frá landnámi
hafi aldrei orðið svo bágt
ástand í landinu að ekki hafi
verið hægt að sinna þessu lítil-
ræði án þess að það ylli teljandi
búsifjum, eða hafi haft áhrif á
forgangsröðun mikilvægari
verkefna. Ef stofnanir samfé-
lagsins geta ekki lengur sinnt
þessu smáverki, eða vilja það
ekki, án þess að sultast í smá-
aura viðkomandi sjúklinga þá
eru pípulagnir hagkerfisins
ekki lengur í lagi. Þá er þetta
samfélag gengið inn á ugg-
vænlegar brautir og ástæða til
að spyrna við fótum.
Ég skora á stjórn Heilbrigð-
isstofnunar Ísafjarðar að falla
frá þessari ákvörðun. Hún er
rakin mistök, sem okkur öllum
getur orðið á, ef út í það er
farið, og fengist að ég hygg
fyrirgefin ef hún verður aftur-
kölluð. Það getur ekki verið,
að eina lausnin á rekstrarjafn-
vægi stofnunarinnar sé að afla
fjár af eftirstandandi vasapen-
ingum einstaklinga, sem þegar
hafa verið sviptir réttindum úr
almannatryggingakerfinu og
þær tekjur þeirra látnar renna
beint til Heilbrigðisstofnunar-
innar. Það er í stærri pósta að
sækja í okkar samfélagi og
með ríflegra svigrúmi.
Ísafirði 29. desember
2004, Einar Hreinsson,
kt. 041154-2259,
Urðarvegi 28, 400 Ísafirði.Einar Hreinsson.
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÍSAFJARÐARBÆJAR
Kjör íþróttamanns Ísafjarðarbæjar
fyrir árið 2004 fer fram í Stjórnsýslu-
húsinu á Ísafirði, 4. hæð, sunnudaginn
9. janúar 2005, kl. 15:00.
Allt íþróttaáhugafólk og velunnarar
eru boðin velkomin. Dagskrá verður
með hefðbundnum hætti. Glæsilegar
veitingar.
Ísafjarðarbær, Héraðssamband
Vestfirðinga , Afreksmannasjóður.
Fimm ára gömul stelpa var
flutt á sjúkrahús með heila-
hristing eftir að hafa lent á bíl
á Ísafirði um klukkan átta mið-
vikudagskvöldið 29. desember
sl.
Stúlkan var að renna sér á
sleða í brekku ofan við Selja-
landsveg þegar hún rann niður
á veginn og lenti á vinstra fram-
horni bifreiðar sem ók hjá.
Ung stúlka
varð fyrir bíl
Ísafjörður
Netagerð Vestfjarða hf.,
hefur verið sameinuð Neta-
gerð Friðriks Vilhjálmssonar
hf., undir nafninu Fjarðanet
hf. Þá hefur Gúmmíbátaþjón-
ustan ehf., á Ísafirði og
Gúmmíbátaþjónusta Austur-
lands ehf., verið sameinaðar
inn í sama fyrirtæki. Er sam-
einað fyrirtæki með starfsemi
á sjö stöðum á landinu; rekur
alhliða veiðarfæraþjónustu á
sex stöðum, gúmmíbátaþjón-
ustu á tveimur stöðum ásamt
þvottastöð fyrir fiskeldispoka
á einum stað. Áætluð heildar-
velta er um 400 milljónir á
þessu ári og starfsmannafjöldi
um 40.
Jón Einar Marteinsson verð-
ur framkvæmdastjóri Fjarða-
nets. Netagerð Vestfjarða er
dótturfélag Netagerðar Frið-
riks Vilhjálmssonar, sem á um
81% hlutafjár í félaginu.
Gúmmíbátaþjónusta Austur-
lands er að fullu í eigu Neta-
gerðar Friðriks Vilhjálmsson-
ar og Gúmmíbátaþjónustan er
að fullu í eigu Netagerðar
Vestfjarða. Sameiningin mun
gilda frá og með 1. janúar
2005.
Netagerðir sameinast
01.PM5 6.4.2017, 09:1912