Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Síða 13

Bæjarins besta - 05.01.2005, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 13 Glæsileg flug- eldasýning Björgunarfélag Ísafjarð- ar efndi til mikillar flug- eldasýningar við Hauga- nes í Skutulsfirði síðdegis á sunnudag. Samhliða var haldin hin árlega ára- mótabrenna sem fresta þurfti í tvígang vegna veðurs. Páll Önundarson var á svæðinu og tók þar meðfylgjandi myndir. Húsið við Hafnarstræti 17 á Ísafirði verður rifið í nánustu framtíð ef ekki finnst kaupandi að því. Eins og kunnugt er eignast Ísafjarðarbær húsið fyrir nokkrum mánuðum, en það hefur lengi þótt hinn mesti umferðartálmi á Eyrinni. „Við höfum auglýst það til sölu og vorum að vona að ein- hver myndi sjá sér hag í að kaupa það og flytja. Við eigum til dæmis lóð undir það við Fjarðarstræti og á fleiri stöð- um“, segir Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri Ísafjarðarbæj- ar. „Mér er sagt að húsið sé vel byggð og að hægt sé að gera það upp. Þó hefur áhugi ekki verið nægur hingað til og ef ekki gengur að selja húsið verður það rifið.“ Mikil og góð lóð er við húsið að sunnan- og vestanverðu. Aðspurður segir Halldór að hún hafi verið skipulögð undir stórar verslunar- og/eða þjón- ustubyggingar. „Hugmyndin er sú að stór hús, eins og mál- arablokkin, Hótel Ísafjörður, Stjórnsýsluhúsið og fleiri rammi inn gamla bæinn“, segir Halldór. – halfdan@bb.is Húsið við Hafnarstræti 17 á Ísafirði Rifið í nánustu framtíð ef ekki finnst kaupandi Húsið við Hafnarstræti 17. 01.PM5 6.4.2017, 09:1913

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.