Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.01.2005, Page 16

Bæjarins besta - 05.01.2005, Page 16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk www.bb.is – daglegar fréttir á netinu Lögreglan stöðvaði för karlmanns á þrítugsaldri Tekinn með fíkniefni Á fimmtudag í síðustu viku stöðvaði lögreglan á Ísafirði för karlmanns á þrítugsaldri og stúlku á sautjánda ári á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði sem virtust vera að koma ak- andi innan úr Ísafjarðardjúpi. Grunur lék á um að ökumaður væri með fíkniefni í fórum sínum, en hann hefur áður komið við sögu vegna fíkni- efnamála. Við leit í bifreiðinni fundust tæp 4 grömm af ætluðu amfetamíni og tæp 3 grömm af ætluðum kannabisefnum. Stúlkunni var ekið til síns heima og komið í hendur for- eldris, að leit lokinni. Tilkynn- ing um afskipti lögreglunnar af stúlkunni verður send barna- verndaryfirvöldum, eins og lög gera ráð fyrir. Karlmann- inum var sleppt að leit og yfirheyrslu lokinni. Athygli vekur að um er að ræða sama aðila og var stöðv- aður í Álftafirði aðfaranótt 21. desember sl. Þá var hann, ásamt fleirum, að koma ak- andi frá Reykjavík. Þá fund- ust um 50 grömm af kanna- bisefnum við þá handtöku. – bb@bb.is ir að tekið hafi verið tillit til þeirra sjónarmiða að aðeins megi úthluta byggðakvótanum til fiskiskipa. Guðni segist vonast til þess að tillagan verði samþykkt í sjávarútvegsráðu- neytinu en sveitarstjórnum bar að skila tillögum um úthlutun fyrir 1. janúar. Lárus G. Valdimarsson seg- ir það auðvitað vekja furðu að hvorki ráðuneytismenn, ef marka megi viðtal við ráðu- neytisstjóra á bb.is, né fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar hafi áttað sig á útlínum helstu leik- reglna við úthlutun byggða- kvóta. „Eru þó allir þessir að- ilar sérstakir áhugamenn um þann óskapnað sem þetta stjórnkerfi, og allur umbún- aður þess, er orðinn. Ég vona nú að allur þessi vandræða- unnar Kambs á Flateyri og Ís- landssögu á Suðureyri. Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar seg- tonna byggðakvóta sem kom í hlut Ísafjarðarbæjar verði út- hlutað til báta og skipa sem landa afla sínum til Fiskvinnsl- Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti með sex samhljóða atkvæðum að leggja til við sjávarútvegsráðuneytið að 120 gangur í bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar í máli þessu kenni stjórnvöldum að horfa í fram- tíðinni til einstakra svæða við aðgerðir sem þessar en ekki til einstakra byggðarlaga á sama svæði. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að sveitarstjórn skuli gert að mismuna þegnum sínum eins og alltof oft hefur orðið raunin við úthlutun byggðakvóta“, segir Lárus. Aðspurður segist Lárus ef- ast um að máli þessu sé lokið með samþykkt bæjarstjórnar. „Því miður sýnist mér stjórn- sýslan vera með þeim hætti í þessu máli að við hana verði eflaust gerðar athugasemdir. Hvort þær athugasemdir koma úr ráðuneytinu eða frá ein- staklingum eða fyrirtækjum skal ég ekkert um segja.“ – hj@bb.is Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. Samþykkt að úthluta byggðakvóta til skipa sem landa hjá Kambi hf. og Íslandssögu ehf Íbúar í þremur húsum við Dísarland í Bolungarvík ákváðu á sunnudagskvöld að fara ekki að tilmælum al- mannavarnarnefndar Bol- ungarvíkur um að yfirgefa hús sín. Dvöldu því átta íbúar í þremur húsum sem nefndin óskaði eftir að yrðu rýmd. Gylfi Þór Gíslason, varð- stjóri í lögreglunni í Bolung- arvík segir það mjög leitt að fólk skuli ekki hlíta tilmælum sem þessum. Hann segist hafa heyrt þá skýringu hjá íbúum að lítil hætta væri á snjóflóðum eins og veðurspá hljóðaði um kvöldið. Það hafi hinsvegar verið mat Veður- stofu Íslands að rétt væri að rýma þar sem mikilli snjó- komu var spáð. Gylfi segir að lögreglan hafi ekki treyst sér í neinar aðgerðir gagnvart því fólki sem kaus að yfirgefa ekki hús sín. Sem kunnugt er fjarlægði lögreglan einn íbúa við Dísarland úr húsi sínu síðast- liðinn vetur þegar hús voru rýmd vegna snjóflóðahættu. Gylfi sagði að þar sem engin viðurlög væru við óhlýðni sem þessari ætti lögreglan erfitt um vik. „Við upplýst- um fólk um stöðu mála en meira treystum við okkur ekki til þess að gera. Þarna er um fullorðið fólk að ræða sem vill ekki hlíta tilmælum yfirvalda og þar við situr.“ – hj@bb.is Íbúar við Dísarland í Bolungarvík Neituðu að yf- irgefa hús sín Dísarland er efsta gatan í Bolungarvík. Fjölmenni var við ára- mótabrennu á Hauganesi Áramótabrenna Sigurðar Sveinssonar frá Góustöðum og lærisveina hans var á Hauganesi á sunnudag. Henni hafði þá verið frestað í tví- gang vegna veðurs og ófærðar. Mun slíkt afar fátítt í áratuga sögu brennuhalds þeirra félaga í Skutulsfirði. Mikill snjór hafði sest í brennuna en Sigurður og félagar voru fljótir að ná upp dampi. Fjölmenni var viðstatt brennuna að vanda og einnig var Björgunarfélag Ísafjarðar með flugeldasýningu. Þegar þetta er ritað hafði ekki tekist að kveikja í brennu þeirra Hnífsdælinga og var óákveðið hvenær það yrði næst reynt. – hj@bb.is 01.PM5 6.4.2017, 09:1916

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.