Bæjarins besta - 12.01.2005, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 20058
Tíu ár liðin frá snjóflóð-
inu mannskæða í Súðavík
Snjóflóð eru þær náttúru-
hamfarir sem kostað hafa flest
mannslíf á Íslandi, allt frá land-
námi til okkar daga. En hvers
vegna fara snjóflóð af stað?
Snjóflóð falla þegar þyngd-
arafl jarðar verður samloðun-
arkrafti snjóþekjunnar yfir-
sterkara. Því er ljóst að til þess
að snjóflóðahætta sé sem allra
minnst þarf snjóþekjan að vera
vel samloðandi og hvergi veik
lög að finna.
Þeir þættir sem hafa áhrif á
myndun snjóflóða eru land-
fræðilegir og veðurfarslegir.
Landfræðilegu þættirnir eru
fjöllin og veðurfarslegi þáttur-
inn er snjórinn. Án fjalla og
snævar væru engin snjóflóð.
Lögun og bratti fjalls hafa mik-
il áhrif varðandi snjóflóða-
hættu. Í fjöllum sem hafa 30-
50 gráðu halla falla flest snjó-
flóð. Lögun fjallshlíðarinnar
skiptir einnig máli og þar sem
fjallshlíð er mjög giljum skor-
in getur það aukið snjóflóða-
hættuna til muna. Ef mikið
snjóar á stuttum tíma nær
snjórinn ekki að bindast sem
skyldi og hættan á snjóflóðum
vofir yfir. Undirlagið skiptir
einnig miklu. Ef undirlagið er
ísilagt myndar ísinn góðan
rennslisflöt og falli snjór á ís-
inn getur mikil hætta verið á
ferðum. Hér á landi er algeng-
ast að snjókoma hefjist í köldu
veðri en síðan hlýnar og snjór-
inn tekur að þyngjast. Blautur
og þungur snjór sest ofan á
léttari og burðarminni snjó.
Ef þetta gerist er afleiðingin
oft sú að snjóflóð falla.
Mesta snjóflóðahætta á
Vestfjörðum tengist aftaka-
veðrum af norðri þegar lægðir
ganga norður fyrir land úr
suðri eða austri. Lægðir þessar
beina tiltölulega hlýju lofti að
sunnan með mikilli úrkomu
norður fyrir landið og valda
mikilli snjósöfnun á upptaka-
svæðum margra snjóflóðafar-
vega á Vestfjörðum. Mikil
snjósöfnun getur einnig átt sér
stað í sömu farvegum í lang-
varandi norðaustanátt með
mikilli ofankomu. Áköf úr-
koma í suðaustanátt getur
einnig valdið snjóflóðahættu í
ákveðnum hlíðum sem vita
mót norðri.
Dýpkandi lægð kom upp að
landinu að morgni 15. janúar
1995 og gekk norður með aust-
urströndinni.Varð hún 940 mb
þegar lægst lét og fylgdi henni
bæði mikill vindur og snjó-
koma, fyrst af A en vindáttin
snerist síðan til NA, N og NV.
Safnaðist þá víða mikill snjór
í þær fjallshlíðar sem nutu
skjóls en aðrar hlíðar voru að
mestu auðar.
Súðavík
16. janúar 1995
Mánudaginn 16. janúar
1995 féllu þrjú snjóflóð á þorp-
ið í Súðavík við Álftafjörð og
ollu þar miklu tjóni. Fyrsta
flóðið féll snemma morguns
úr Súðavíkurhlíðinni en síðari
tvö flóðin féllu úr Traðargili
um kvöldið.
Fyrsta snjóflóðið féll kl.
06.17 að morgni mánudagsins
16. janúar og fór niður í gegn-
um mitt þorpið og allt niður
undir höfnina. Flóðið lenti á
20 húsum, þar af 16 íbúðar-
húsum, og mölbraut flest
þeirra en skemmdi önnur. Í
þessum húsum voru þá 48
manns og létust 14 en 34 björg-
uðust, þar af 12 slasaðir.
Björgunaraðgerðir voru mjög
erfiðar, bæði vegna veðursins
og eins vegna þess að veðrið
hindraði að mestu samgöngur.
Ekki var flugfært og vegir voru
allir lokaðir en siglt var á milli
staða við erfiðar aðstæður.
Heimamenn sinntu fyrstu
aðgerðum en síðan komu
björgunarmenn frá Ísafirði og
enn seinna frá öðrum stöðum.
Sá síðasti sem lést fannst 37
tímum eftir að flóðið féll. Öll
húsin í miðjum farvegi flóðs-
ins brotnuðu mjög illa eða
16. janúar 1995 – 16. janúar 2005
02.PM5 6.4.2017, 09:228