Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2005, Side 5

Bæjarins besta - 12.01.2005, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 5 Ökumaður vörubifreiðar sem stöðvaður var á Hestakleif í Ísafjarðardjúpi Sýknaður af ákæru um of mikinn ásþunga Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bílastjóra vöru- bifreiðar af ákæru um að hafa ekið bifreið sinni með of mik- inn ásþunga. Hann var stöðv- aður við akstur eftir Djúpvegi yfir Hestakleif og við vigtun bifreiðarinnar kom í ljós að ásþungi hennar var 3.400 kg. á framási og 4.300 kg. á aft- urási. Ekki var ágreiningur um niðurstöðu vigtunarinnar. Ákærði taldi sig hins vegar ekki yfir auglýstum ásþunga- takmörkunum þar sem við vegamót vegarins upp á Hestakleif var umferðar- merki sem sýndi 5 tonna þungatakmörkun. Lögregla taldi mörkin vera 3.000 kg. á hvorum ás. Fyrir dómi var hins vegar tekist á um hvers tegund um- ferðarmerkis hefði verið við áðurnefnd vegamót. Ákærði hélt því fram að umrætt merki hefði sýnt bifreiðaöxul með fjórum hjólum en ekki tveim- ur hjólum eins og segir í reglugerð. Fram kom í réttin- um að báðar tegundir merkja voru til hjá Vegagerðinni. Starfsmaður Vegagerðarinnar sem setti merkið upp treysti sér ekki til að fullyrða af eða á af hvorri gerðinni merkið var sem hann setti upp. Ákærði krafðist sýknu þar sem bifreið hans hafi ekki ver- ið með ásþunga yfir 5.000 kg. og auk þess sem umrætt merki hefði ekki verið í samræmi við ákvæði reglugerðar um umferðarmerki og notkun þeirra og því ekki falið í sér löglegt boð til vegfarenda um heimila ásþyngd ökutækja. Í dómnum segir að á umrætt umferðarmerki skuli letra há- mark leyfðs ásþunga, en þyngd áss með tvö hjól á ásenda og þyngd tví- eða þríáss skuli vera í samræmi við reglur um þyngd ökutækja. Segir að þetta verði ekki skilið á annan hátt en að vegfarendur geti treyst því að ásþungi samkvæmt nefndu umferðarmerki eigi við um ás með einu hjóli á hvorum ásenda. Var ákærði því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og sakarkostnaður greiddur úr ríkissjóði. Erlingur Sig- tryggsson dómstjóri kvað upp dóminn. Ólafur Hall- grímsson sótti málið af hálfu ákæruvaldsins en ákærði varði sig sjálfur fyrir dómi. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið nýjar dag- setningar vegna samræmd- ra lokaprófa í 10. bekk grunnskóla í vor í kjölfar þeirrar röskunar sem varð á skólahaldi í grunnskólum síðasta haust. „Við fáum því fjóra kennsludaga aukalega sem léttir tölu- vert á spennunni. Þá hefur komið til tals að bæta við kennslustundum og verður tekin ákvörðun um það á sameiginlegum grundvelli skólastjórnenda. Ef af því verður kemur upp sú spurning hvernig fyrir- komulagið verður og hvort fjármagn fáist í það“, segir Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði. Ákvörðun menntamálaráðuneytisins er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna. Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2005 verða eftirfarandi: Íslenska: mánudagur 9. maí. Enska: þriðjudagur 10. maí. Stærðfræði: fimmtudagur 12. maí. Danska: föstudagur 13. maí. Samfélagsfræði: þriðjudagur 17. maí. Nátt- úrufræði: miðvikudagur 18. maí. Öll prófin fara fram frá kl.9 -12. Samræmdu prófunum seinkað um fjóra daga Grunnskólinn á Ísafirði. Hvetjandi hf., eignarhaldsfélag auglýsir eftir umsóknum um kaup félagsins á hlutafé Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að ávaxta hluta- fé með þátttöku í nýsköpun og uppbyggingu atvinnu- tækifæra á norðanverðum Vestfjörðum. Heimasíða félagsins er www.hvetjandi.is og er þar að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um félagið, um- sóknareyðublöð og kröfur félagsins vegna þátttöku þess í verkefnum. Ennfremur er þeim sem áhuga hafa á að kynna sér félagið bent á að hafa samband við framkvæmda- stjóra þess, Eirík Finn Greipsson, Aðalstræti 20, Ísafirði (hús Sparisjóðs Vestfirðinga). Sími 450 4900. Netfang: hvetjandi@snerpa.is Héraðsdómur Vestfjarða er til húsa í Neistahúsinu á Ísafirði. 02.PM5 6.4.2017, 09:225

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.