Bæjarins besta - 12.01.2005, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 11
10 ár liðin frá snjóflóðinu mikla í Súðavík
Lífið heldur áfram í Súðavík
– viðtal við
Ómar Már
Jónsson, nú-
verandi sveitar-
stjóra í Súðavík
Ómar Már Jónsson er Súð-
víkingur sem kom aftur. Stýrir
nú sveitarfélaginu sem hann
ólst upp í. Hann hefur borið
með sér ferska vinda í samfé-
lagið við Djúp. Lætur finna
fyrir sér og gerir það vel.
Stendur á sínu eins og fólk
hefur orðið vart við vegna
ýmissa mála. Hann hefur tekið
upp mál sem kollegar hans í
stærri sveitarfélögum hafa
ekki treyst sér til. Hann er
bjartsýnn og hefur trú á sínu
samfélagi.
Nú þegar 10 ár eru liðin frá
hinum mannskæðu flóðum var
eðlilegt að ræða við Ómar Má
um gamla tímann og þann
nýja. Hvernig hlutirnir breytt-
ust og hvernig fólki hefur
gengið að vinna úr vandamál-
um sínum.
– Nú ert þú Súðvíkingur sem
fluttir í burtu en komst aftur.
Þú hefur því upplifað þetta
samfélag fyrir og eftir flóð.
Berðu saman samfélagið fyrir
og eftir. Hvað hefur til dæmis
breyst?
„Súðavík hefur alltaf átt
stóran hlut í hjarta mínu, allt
frá því að ég fór að muna eftir
mér sem smápolla hér í Súða-
vík. Umhverfið og samfélagið
var paradís fyrir okkur krakk-
ana. Hér var nóg að gera í
bryggjuveiði, kofasmíði, bol-
taleikjum og mörgu fleiru.
Stundum var svo mikið að ger-
ast að það voru á tíðum vand-
ræði að fá mann til að matast
og sofa.“
Eitthvað kallaði
„Árið 1986 flutti ég til
Reykjavíkur til að fara í Stýri-
mannaskólann og ílentist svo
fyrir sunnan allt þar til við
flytjum til Súðavíkur haustið
2002, að undanskildu einu ári
sem við bjuggum á Ísafirði.
Þrátt fyrir að ég hafi alltaf
kunnað vel við mig í Reykja-
vík fann ég alltaf þörf að koma
reglulega vestur í heimsókn.
Það var eitthvað hér fyrir vest-
an sem kallaði á mig og skipti
þá ekki máli hvort það var um
vetur eða sumar, ég hlýddi
kallinu. Ég tel að umhverfið
og náttúrufegurðin hafi skapað
þetta aðdráttarafl og einnig
hafði það áhrif að foreldrar
mínir voru og eru búsettir í
Súðavík.
Á uppvaxtarárunum var
maður ekki mikið að velta því
fyrir sér hvernig sveitarfélagið
væri rekið, hvort það væri með
jákvæða eða neikvæða rekstr-
arafkomu eða hvort þjónusta
við íbúana væri betri eða verri
en í öðrum sveitarfélögum.
Það fór þó ekki fram hjá nein-
um á þessum árum að samfé-
lagið var öflugt. Atvinnulífið
blómlegt og um nokkurra ára
skeið var alltaf þörf á meira
vinnuafli en samfélagið gat út-
vegað. Því var fengið vinnuafl
annars staðar frá, allt að 30
manns, sem bjuggu hér mis-
lengi og hjálpuðu til við að
gera verðmæti úr þeim afla
sem barst á land.“
Flóðin breyttu miklu
„Flóðin sem féllu á Súðavík
16. janúar 1995 breyttu miklu
í lífi fólks, bæði hér í Súðavík
og annars staðar. Það getur
verið erfitt að koma orðum að
því hvaða áhrif þessir atburðir
höfðu á íbúana og samfélagið
og þá sem stóðu næstir þeim
sem fórust. Hver og einn túlkar
það á sinn hátt.
Samanburður fyrir og eftir
flóð sýnir þó nokkrar grund-
vallarbreytingar sem hafa orð-
ið. Einum og hálfum mánuði
fyrir flóð, eða 1. desember
2004, bjuggu í Súðavík 227
manns. Í flóðinu 16. janúar
1995 létust 14 manns, sem hjó
stórt skarð í samfélagið. Í kjöl-
far flóðanna fluttu um 30
manns frá Súðavík sem má að
mestu rekja til flóðanna. Þann-
ig má því segja að um 20%
fækkun hafi orðið í Súðavík á
þessum tíma. Íbúatalan hefur
nokkurn veginn staðið í stað
frá þeim tíma en í dag búa um
180 manns í Súðavík.
Einnig finnst mér að breyt-
ing hafi orðið á hugsunarhætti
margra hér, sem ég tel að megi
að mörgu leyti rekja til flóð-
anna 1995. Fyrir flóð var mik-
ill hraði á öllu hér, eins og svo
oft er með Íslendinga. Við
leiðumst út í það að vera í
kapphlaupi við tímann og
kannski of oft gleymum við
okkur í því. Eftir snjóflóðin
var eins og tíminn hefði verið
stöðvaður um skeið. Á þessum
örlagaríku tímamótum tel ég
að flestir hafi endurskoðað líf
sitt, metið upp á nýtt og komist
að þeirri niðurstöðu, að lífið
sé ekki eins sjálfsagður hlutur
og margur hafði haldið. Við
vorum illilega minnt á það að
enginn er eilífur og enginn veit
ævi sína fyrr en öll er.
Ég tel einnig að samheldni,
nærgætni og umhyggja hvers
fyrir öðrum hafi aukist í kjöl-
farið á flóðunum. Náttúruham-
farir sýna okkur hvað við meg-
um okkur lítils gegn Móður
náttúru. Það er á slíkum stund-
um sem við sýnum hvað sterk-
ast samheldni og umhyggju
fyrir náunganum. Ég trúi því
að þetta sé enn til staðar þó að
nú séu 10 ár liðin.“
Þorpin tvö
„Önnur mikil breyting varð
á þorpinu vegna flóðanna, sem
felst í því að nú samanstendur
þorpið af tveimur byggðum,
innri og ytri Súðavík eða
,,nýju” og ,,gömlu” Súðavík,
eins og sumir kalla byggðirnar.
Ytri Súðavík er einungis nýtt
á sumrin þar sem hún er á
um tíma töldum við að mun
stærri hluti byggðarinnar hefði
farið undir flóð en raunin var.
Við komumst í land rétt fyrir
hádegi og því tók ég þátt í
atburðarásinni þennan dag og
næstu daga á eftir.“
Uppbyggingin
– Í kjölfar flóðanna var
ákveðið að byggja upp þorpið
á nýjum stað. Er þeirri vinnu
lokið?
„Já, það má segja það. Síð-
asta húsið sem byggt var hér í
innri Súðavík var þjónustu-
húsið Álftaver sem var tekið í
notkun í desember 2001. Í því
er öll þjónustustarfsemi Súða-
víkur – skrifstofa Súðavíkur-
hrepps, matvöruverslun, veit-
ingastaður, sparisjóðurinn,
póstafgreiðsla og heilsugæslu-
sel. Þeirri vinnu sem sneri að
því að kaupa upp allar húseign-
ir í ytri byggðinni með styrk
Ofanflóðasjóðs lauk formlega
þegar síðasta húsið í ytri
byggðinni var keypt upp í mars
árið 2004.“
– Þú nefndir hvernig hugs-
unarhátturinn hafi breyst.
Hvað með bæjarbraginn, hefur
hann breyst?
„Já, ég er ekki frá því að
hann hafi gert það. Sambæri-
legir atburðir þeim sem hér
gerðust eru sem betur fer fá-
tíðir. Það var ekki bara höggv-
ið stórt skarð í samfélag Súða-
víkur heldur allrar þjóðarinnar.
Það er víða söknuður til staðar.
Margir misstu mikið, allt of
mikið. Oft hefur maður leitt
hugann að þeim sem misstu
hvað mest. Það hlýtur að þurfa
sterk bein til að bera þá byrði
sem það er að missa sér ná-
kominn á þennan hátt.
Lífið heldur þó áfram, ný
verkefni taka við. Ég er nokk-
uð viss um að þau sem fórust
hefðu viljað að þeir sem eftir
lifðu myndu leita leiða til að
fá sem mest út úr lífinu og
njóta þess á sem bestan hátt.
Þannig tel ég að þessir atburðir
hafi breytt miklu, bæði fyrir
okkur sem einstaklinga og
einnig fyrir samfélagið í heild
sinni.“
– Liggja þessir atburðir á
fólki?
„Þeir gera það, mismikið þó.
Maður heyrir af erfiðum tíma-
bilum hjá mörgum, eins og
þegar fregnir berast af ham-
förum annars staðar. Eða þegar
tíðarfar verður eins og það hef-
ur verið hér undanfarið, mikil
ofankoma, mikill vindur og
fregnir af snjóflóðahættu víða.
Þá rifjast upp atriði sem geta
verið keimlík þeirri atburðarás
sem hér átti sér stað 1995. Það
sækir á og getur valdið vanlíð-
an.“
Fylgja hefði
þurft fólkinu betur
– Var talað út um hlutina
eða á eftir að ræða eitthvað í
botn?
„Það er alltaf eitthvað sem
er órætt eftir svona áföll. Það
á einnig við hér. Margt gerðist
bæði fyrir flóðin hér í Súðavík,
og síðan dagana og vikurnar á
eftir, sem gaf tilefni til skoð-
anaskipta. Ég gæti trúað að
margir sem áttu um sárt að
binda eftir flóðin hafi ákveðið
að halda sig nokkuð til hlés
þar sem um tíma fór fram mjög
hávær umræða í fjölmiðlum.
Það er mitt álit að sú umræða
hafi verið um tíma of beitt og
á köflum óréttlát. Einnig fann
maður mikið fyrir því hvernig
mörgum leið þegar ákveðið
var að hefjast handa við að
gera minningarlund til minn-
ingar um þá er fórust en það
var gert í samvinnu og samráði
við marga aðstandendur.
Vinnan við undirbúning hófst
snemma árs 2003 og var gerð
hans að mestu lokið í nóvem-
ber 2004.
Sú vinna tók á marga og var
hreint og beint erfið á köflum.
Nokkur mál komu þar upp sem
varð að vinna úr og ég tel að
það hafi náðst að langmestu
leyti að finna farsælar lausnir
á þeim málum. En ég tel að
einhverjir eigi enn eftir að
vinna úr sínum málum vegna
þess sem hér gerðist. Hver og
einn verður að finna hjá sjálf-
um sér hvernig best er að gera
það.
Oft hefur maður leitt hugann
að þeirri áfallahjálp sem veitt
var eftir flóðin hér. Það er mín
skoðun að það hefði mátt
fylgja þeim aðstandendum
sem misstu hvað mest mun
betur eftir en gert var og að-
stoða þá við að fóta sig á ný í
lífinu við breyttar aðstæður.
Einnig er ég viss um að ef
sambærilegt áfall dyndi yfir í
dag, þá yrði áfallahjálp til
þeirra sem þess þyrftu með
öðrum hætti en hún var eftir
flóðin 1995. Mikil vinna fór í
gang eftir flóðin til að byggja
upp áfallahjálpina. Sú áfalla-
hjálp sem veitt er í dag fær
góða dóma og talið er að við
Íslendingar stöndum mörgum
þjóðum framar í þeim málum.
Það sem hér gerðist 16. jan-
úar 1995 var stór viðburður á
landsvísu og breytti lífi marg-
ra. Hans verður minnst á
spjöldum sögunnar, hvort sem
okkur líkar það betur eða verr.
Við höfum lært mikið af þess-
um atburði og tel ég að við
eigum að vera opin fyrir um-
ræðu um þessi mál ef þörf er á
því. En tilgangurinn með þeirri
umræðu ætti fyrst og fremst
að vera persónulegur fyrir
hvert og eitt okkar með það
markmið að öðlast betri líðan
og sálarró vegna þess sem hér
gerðist.“
– Halldór Jónsson.
hættusvæði.
Vegna þessara breytinga
hefur starfsemi samfélagsins
breyst mikið. Fyrir flóðin var
Súðavík sjávarþorp sem bygg-
ði afkomu sína á veiðum og
vinnslu og tengdri þjónustu.
Um þetta snerist daglegt líf að
stærstum hluta árið um kring.
Núna má að mörgu leyti líkja
Súðavík við strandhéruð á sól-
arströndum Spánar, þar sem
allt breytist á vorin þegar
ferðamannatíminn byrjar. Frá
hausti til vors snýst lífið hér
um rækjuveiðar og vinnslu en
á vorin þegar ferðmannatím-
inn byrjar margfaldast íbúa-
fjöldi Súðavíkur. Verslun og
þjónusta taka kipp og samfé-
lagið fer í allt annan gír.
Þannig hefur Súðavík vegna
staðsetningar sinnar og sér-
stöðu stimplað sig inn sem eft-
irsóknarverður sumardvalar-
staður, ákjósanlegur til dvalar
fyrir innlenda og erlenda
ferðamenn sem sækja Vest-
firði heim.
Undanfarin sumur hefur
Súðavík einnig þótt góður
staður til að halda ættarmót.
Slíkum samkomum hafa fylgt
allt að 450 manns í einu. Gestir
Sumarbyggðar hf. í Súðavík
eru allt að 150-200 manns í
viku hverri á sumrin og setja
stóran svip á mannlífið. Þegar
mest hefur verið hefur mann-
fjöldi í Súðavík farið úr 180 í
um 700 manns. Þetta ætti sér
ekki stað nema með tilkomu
ytri Súðavíkur sem sumardval-
arstaðar.
Mér finnst einnig að Súð-
víkingar séu almennt sáttir við
breytinguna sem verður á
sumrin og bíði jafnvel hvers
sumars með eftirvæntingu.
Það fer gott orð af gestrisni
Súðvíkinga gagnvart sumar-
búum og ferðamönnum og
þannig finnst mér samfélagið
hafa aðlagast vel breyttum að-
stæðum. Ég tel það eitt af okk-
ar styrkleikamerkjum hvað við
erum samstiga að taka vel á
móti þeim sem sækja okkur
heim.“
Um borð í Bessa
– Eins og áður kom fram
varstu ekki búsettur í Súðavík
þegar flóðin féllu.
„Nei, við vorum þá búsett á
Ísafirði. Við höfðum búið þar
frá því um haustið og ætlunin
var að flytja aftur suður haustið
eftir til að halda áfram því
námi sem ég var í. Laufey
konan mín var um þetta leyti
að vinna á Ísafirði en ég var á
skipverji á Bessa ÍS-410.
Þegar fyrra flóðið féll á
Súðavík vorum við staddir í
Ísafjarðardjúpi á leið í land.
Það var mikið áfall að fá fregn-
irnar. Fyrstu fréttir af atburð-
unum voru frekar óljósar og
02.PM5 6.4.2017, 09:2211