Bæjarins besta - 12.01.2005, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 3
Nokkrar breytingar hafa
orðið á kennaraliði skólans
sem er nú fjölmennara en
nokkru sinni áður. Síðastliðið
haust hófu tíu nýir starfsmenn
störf við skólann, sjö kennarar,
bókavörður, fjármálastjóri og
námsráðgjafi. Nú um áramótin
bættust fjórir nýir kennarar við
hópinn, þar af einn í fullu starfi
en fjórir í hlutastörfum. Þetta
eru Gunnar Páll Eydal sem
kenna mun raungreinar í stað
Kristins Harðarsonar sem er
að hætta. Svavar Þór Guð-
mundsson mun kenna frönsku
í hálfu starfi í stað Brynjars
Viborg sem verður í veikinda-
leyfi til vors. Þá koma inn fjórir
nýir stundakennarar, Dóra
Hlín Gísladóttir sem kennir
stærðfræði, Hákon Þorleifsson
sem kennir tölvutækni og svo
valgreinakennararnir Sigurrós
Eva Friðþjófsdóttir sem kenna
mun dans og Elín Ólafsdóttir
matreiðslukennari.
– hj@bb.is
Á laugardag voru braut-
skráðir 23 nemendur frá
Menntaskólanum á Ísafirði. Í
þeim hópi voru átta stúdentar,
ellefu vélaverðir með vélstjórn
1. stigs, einn vélstjóri af 2.
stigi, einn vélsmiður, einn
húsasmiður og einn meistari í
vélasmíði. Á sama tíma í fyrra
útskrifuðust 15 nemendur frá
skólanum. Í máli Ólínu Þor-
varðardóttur skólameistara
kom fram að aðsókn að skól-
anum hefur farið stigvaxandi
á undanförnum fjórum árum
og hefur skólinn undanfarin
tvö ár þurft að forgangsraða
umsóknum þannig að ekki
komust allir að sem vildu.
Við skólasetningu höfðu
borist 445 umsóknir saman-
borið við 379 árið áður. Af
349 dagskólanemum gengu
338 til prófs sem þýðir að
brottfall haustannar er 6% og
bendir það að sögn Ólínu til
þess að sá árangur sem skólinn
hefur náð við að minnka brott-
fall sé orðinn varanlegur. Sem
dæmi nefndi hún að haustið
2001 hafi brottfall verið 17,4%
en hafi síðan legið á bilinu
4,5-6,5%.
Þá kom fram hjá skólameist-
ara að nokkrar breytingar
hefðu orðið á húsakynnum
skólans. Tvær nýjar kennslu-
stofur voru í haust settar upp
til bráðabirgða í mötuneytis-
álmu heimavistarinnar auk
þess sem nú er að ljúka endur-
bótum á neðri hæð suðvestur-
álmu heimavistarinnar. Þar er
nú verið að taka í notkun tíu
rúmgóð herbergi með nýjum
húsbúnaði og snyrtingu sem
fylgir hverju herbergi. Þá hefur
tækjabúnaður skólans tekið
stórstígum framförum og er
þess ekki langt að bíða að allar
kennslustofur skólans verði
búnar skjávarpa og tölvu.
Útskriftarnemar úr MÍ ásamt Guðmundi Einarssyni og Ólínu Þorvarðardóttur. Mynd: Birgir Þór Halldórsson.
Aðsókn að skólanum fer stigvaxandi
Á þriðja tug nemenda útskrifuðust frá Menntaskólanum á Ísafirði
Undirbúningur er hafinn
fyrir tónlistarhátíðina Aldrei
fór ég suður sem haldin verð-
ur á Ísafirði um komandi
páska. Eins og mönnum er í
fersku minni var hátíðin
haldin í skíðaviku Ísfirðinga
í fyrra og þótti takast með
eindæmum vel.
„Þetta tókst svo vel í fyrra
að það var ákveðið að telja í
aftur“, segir Rúnar Óli Karls-
son, einn þeirra sem skipar
undirbúningsnefnd hátíðarinn-
ar. „Við stefnum á að hafa
þetta með svipuðu sniði og í
fyrra, blanda saman vestfirsk-
um hljómsveitum og stærri
nöfnum annars staðar frá. Við
reynum að hafa þetta heimilis-
legt og bjóðum alla velkomna.
Sama staðsetning og í fyrra er
inni í myndinni“, segir Rúnar,
en um síðustu páska var hátíð-
in haldin á neðri hæð Sindra-
bergs á Ísafirði.
„Það standa yfir viðræður
við hljómsveitir. Það er
greinilega mikill áhugi með-
al tónlistarmanna, bæði
heimamanna og að sunnan.
Þá er verið að reyna að fá
erlenda listamenn til að
koma fram og eru margir
þeirra mjög jákvæðir fyrir
þessu“, segir Rúnar Óli.
Reynt að fá erlenda listamenn
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin í annað sinn um páskana
Breytingatillögur meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar kynntar á blaðamannafundi
„Hækkanir á gjaldskrám nauð-
synlegar til að tryggja þjónustu“
Reiknað er með töluverðum
hækkunum á gjaldskrám sam-
kvæmt fjárhagsáætlun Ísa-
fjarðarbæjar sem verður til
seinni umræðu í bæjarstjórn á
fimmtudag. Forystumenn
meirihluta bæjarstjórnar segja
hækkanir á gjaldskrám tryggja
að þjónusta við bæjarbúa hald-
ist jafn góð og hún hefur verið.
Þeir telja nauðsynlegt að mjög
fljótlega komist niðurstaða í
viðræður ríkis og sveitarfélaga
um tekjuskiptingu því tekjur
sveitarfélaga verði að aukast
frá því sem nú er til þess að
mæta kröfum íbúa um aukna
þjónustu.
Á fréttamannafundi sem
haldinn var á mánudag kynntu
Guðni Geir Jóhannesson for-
maður bæjarráðs Ísafjarðar-
bæjar og Halldór Halldórsson
bæjarstjóri helstu þætti í fjár-
hagsáætlun bæjarins sem verð-
ur til seinni umræðu í bæjar-
stjórn á fimmtudag. Í máli
þeirra kom fram að rekstrar-
kostnaður bæjarins hækkar
mikið á þessu ári og sem dæmi
má nefna að launakostnaður
verður um 100 milljónum
króna hærri en á síðasta ári
þrátt fyrir tillögu um fækkun
stöðugilda um 7 á árinu.
Kostnaðaraukning verður
mest á fræðslu- og félagssviði
þar sem nýverið hefur verið
samið við kennara og leik-
skólakennara um talsverðar
launahækkanir.
Í tillögum meirihluta bæjar-
stjórnar eru lagðar til töluverð-
ar hækkanir á gjaldskrám. Að
sögn forystumanna meirihlut-
ans er almennt miðað við 4%
hækkun. Margar gjaldskrár
taka mun meiri hækkunum.
Þar má fyrst nefna að lagt er
til að leikskólagjöld hækki um
10% á árinu en hádegisverður
og hressing um 4%. Í félags-
legri heimaþjónustu verður
lágmarksgjald fellt niður en
gjald fyrir hvern tíma hækkað
um 50%. Gjald fyrir aksturs-
þjónustu fatlaðra og öryrkja
hækkar töluvert. Leiga á íbúð-
um á Hlíf I verður hækkuð um
25% í áföngum og gjald fyrir
heilsdagsskóla hækkar um
25%.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hækkar álagningar-
stofn fasteignagjalda nokkuð
ásamt því að fasteignamat á
Ísafirði hækkar um 10%.
Munu því fasteignagjöld á Ísa-
firði hækka um allt að 22% af
ákveðnum eignum. Af öðrum
gjöldum má nefna að aflagjald
verður hækkað úr 1,28% í
1,4%. Við fyrri umræðu var
gert ráð fyrir að aflagjald
hækkaði í 1,6%.
Í samtali við bb.is á dögun-
um sagði formaður bæjarráðs
Ísafjarðarbæjar að tillögur um
álagningarstofn fasteigna-
gjalda yrði endurskoðaður á
milli umferða í ljósi hækkunar
fasteignamats á Ísafirði um
10%. Niðurstaðan varð samt
sú að tillögur um hækkun
álagningarstofns eru óbreyttar.
Eins og áður sagði breyttust
tillögur um hækkun aflagjalds
á milli umræðna og er nú ekki
gert ráð fyrir jafn mikilli hækk-
un og við fyrri umferð. Guðni
Geir segir að fyrri tillaga hafi
sætt töluverðri gagnrýni frá
sjávarútvegsfyrirtækjum og
ákveðið hefði verið að taka
tillit til þeirrar gagnrýni.
Aðspurðir hvort ekki hefði
komið fram viðlíka gagnrýni
á boðaðar hækkanir á öðrum
gjöldum sögðu forsvarsmenn
meirihlutans svo ekki vera og
því hefði ekki verið talin
ástæða til þess að breyta þeim
tillögum. Á undanförnum ár-
um hefur hlutfall íbúa í yngri
aldursflokkum bæjarins verið
að lækka. Um skeið hafa leik-
skólagjöld í Ísafjarðarbæ verið
með þeim allra hæstu á land-
inu. Aðspurðir hvort boðaðar
hækkanir á leikskólagjöldum
nú ásamt hækkun á öðrum
gjöldum virkuðu ekki neikvætt
á það fólk sem hefði í hyggju
að setjast hér að sögðu for-
svarsmenn meirihlutans svo
ekki vera. Þjónusta væri mjög
góð í Ísafjaðrarbæ og fyrir
hana þyrfti að greiða. Til þess
að tryggja áfram þessa góðu
þjónustu þyrfti nú að grípa til
þess ráðs að hækka gjaldskrár
eins og flest önnur sveitarfélög
væru að gera.
Við fyrri umræðu um fjár-
hagsáætlun var gert ráð fyrir
sölu eigna að fjárhæð 100
milljónir króna. Meirihluti
bæjarstjórnar leggur til við
seinni umræðu að sala eigna
nemi 60 milljónum króna.
Ekki hefur verið tekin ákvörð-
un um hvaða eignir verði seld-
ar. Fram hefur komið í fréttum
að nefnd hefur verið sala íbúða
á Hlíf 1. Ekkert hefur þó verið
ákveðið í því sambandi.
Halldór Halldórsson bæjar-
stjóri segir ýmsar hugmyndir
hafa komið upp um hugsan-
legar eignasölur en ekkert væri
ákveðið í því efni. Bærinn ætti
ýmsar fasteignir sem hægt
væri að selja. Guðni Geir Jó-
hannesson formaður bæjarráðs
nefndi að sveitarfélög hefðu á
sumum stöðum verið að selja
veitufyrirtæki svo sem vatns-
veitur og skoða mætti þann
möguleika hér t.d. með því að
kanna þann möguleika að selja
Orkubúi Vestfjarða vatnsveit-
ur bæjarins.
Við fyrri umræðu um fjár-
hagsáætlun var gert ráð fyrir
að rekstrargjöld yrðu 152
milljónir króna umfram tekjur
og að veltufé til rekstrar yrði
0,4 milljónir króna. Við seinni
umræðu er gert ráð fyrir að
rekstargjöld umfram rekstrar-
tekjur verði 107 milljónir
króna og að veltufé frá rekstri
verði 45 milljónir króna.
Á fréttamannafundinum
varð forystumönnum meiri-
hlutans tíðrætt um tekjuskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga og
nauðsyn þess að niðurstaða
fengist úr viðræðum um hugs-
anlega breytingu hennar. Að-
spurðir hversu lengi sveitarfé-
lög gætu beðið lengi eftir nið-
urstöðu úr þeim viðræðum í
ljósi versnandi afkomu þeirra
sögðu þeir mjög brýnt að já-
kvæð niðurstaða fengist í þeim
viðræðum sem allra fyrst.
Bæjarfulltrúar Samfylking-
arinnar sátu blaðamannafund-
inn og tilkynntu þar að þeir
myndu ekki leggja til neinar
breytingartillögur við fjár-
hagsáætlunina.
– hj@bb.is
02.PM5 6.4.2017, 09:223