Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Óskar eftir þingmannafundi um stöðuna á Þingeyri og á Flateyri Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjör- dæmi, hefur óskað eftir þing- mannafundi í kjördæminu þar sem staðan í atvinnumálum á Þingeyri og á Flateyri verði rædd. Lilja Rafney segir að staðan sé grafalvarleg. „Í ljósi þess að öllu starfsfólki var sagt upp hjá fisk- vinnslu Vísis hf í Grindavík um sl. áramót og að engin niðurstaða er enn komin hjá Byggðastofnun um úthlutun byggðakvóta til þessara staða er staða atvinnu- mála á Þingeyri og á Flateyri í mikilli óvissu og atvinnuöryggi fjölda fjölskyldna í uppnámi,“ segir í bréfi hennar til fyrsta og annars þingmanna kjördæmisins, þeirra Gunnars Braga Sveinsson- ar og Einars K. Guðfinnsonar. Lilja Rafney getur þess í bréf- inu að um næstu mánaðamót þarf starfsfólk Vísis á Þingeyri að svara hvort það þiggur vinnu hjá Vísi í Grindavík og Lilja Rafney segir pressuna mikla á fólk að flytjast búferlum nauðugt og fara frá eignum sínum á Þingeyri. Lilja Rafney óskar eftir því að fulltrúar Ísafjarðarbæjar, Verka- lýðsfélags Vestfirðinga, Byggða- stofnunar auk fulltrúa heima- manna verði á fundinum. Í frétt- um RÚV um síðustu helgi gagn- rýndi Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vest- firðinga, Byggðastofnun fyrir að hafa ekki gengist að samkomu- lagi Valþjófs, Arctic Odda og Vísis um veiðar og vinnslu á sér- tækum byggðakvóta Þingeyrar og Flateyrar. Finnbogi sagði að það hafi verið mikið áfall fyrir fólkið í þorpunum þegar Byggða- stofnun ákvað að úthluta ekki byggðakvóta til fyrirtækjanna. Byggðastofnun auglýsti bygg- ðakvóta Flateyrar á ný þegar ljóst var að Arctic Oddi ætlaði að hætta vinnslu á Flateyri, en fyrirtækið var með samning við Byggða- stofnun um nýtingu kvótann. Samkomulag Arctic Odda, Val- þjófs og Vísis var opinberað áður en Byggðastofnun auglýsti bygg- ðakvóta Flateyrar og Þingeyrar lausa til umsóknar. Þrjár umsókn- ir bárust um Flateyrarkvótann, frá Valþjófi, Íslensku sjávarfangi og sameiginleg umsókn átta út- gerða á Flateyri. Byggðastofnun hefur ekki afgreitt umsóknirnar og er verið að kanna möguleika á samstarfi umsækjenda um nýt- ingu kvótans. Sértækur byggðakvóti Þing- eyrar var auglýstur laus til um- sóknar eftir áramót og umsókn- arfrestur er til 21. janúar. Ekki nægjanleg atvinnusköpun í umsókn Valþjófs fyrir Þingeyri Atvinnusköpun í umsókn Val- þjófs um byggðakvóta Þingeyrar var að mati stjórnar Byggðastofn- unar langt frá því að vera nægileg miðað við þær aflaheimildir sem sótt var um. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Byggðastofnun. Í framhaldi af ákvörðun Vísis hf. um að loka vinnslu félagsins á Þingeyri auglýsti Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu 400 þorskígildistonna aflamarks vegna Þingeyrar. Tvær umsóknir bárust. Annars vegar frá Valþjófi ehf. og hins vegar frá Arctic Odda ehf. og samstarfsaðilum sem síð- ar drógu umsókn sína til baka. Af fyrrgreindum ástæðum var um- sókn Valþjófs hafnað og kvótinn auglýstur á ný og er umsóknar- frestur 21. janúar. Í yfirlýsingunni er áréttað að Byggðastofnun „úthlutar“ ekki byggðakvóta, heldur auglýsir í opnu og gegnsæju ferli eftir sam- starfsaðilum um eflingu viðkom- andi byggðar og nýtingu þess aflamarks sem stofnunin hefur til ráðstöfunar í byggðarlaginu. „Hafa ber í huga að þær afla- heimildir sem Byggðastofnun ræður yfir til þessara verkefna eru takmarkaðar og geta ekki ein- ar og sér myndað grundvöll atvinnulífs á viðkomandi stöð- um. Því skipta mótframlög og nýting þeirra til atvinnusköpunar höfuðmáli,“ segir í yfirlýsing- unni. Kvóti Byggðastofnunar á Þing- eyri er 400 þorskígildistonn og á Flateyri hefur stofnunin 300 þorskígildistonn til umráða. Í framhaldi af yfirlýsingu Arc- tic Odda ehf. um að hætta bol- Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps harmar gjaldskrárhækkun Orku- bús Vestfjarða en verð á dreifingu rafmangs í dreifbýli hækkaði um 10% um áramótin. Rafmangs- dreifing í þéttbýli hækkaði um 6%. „Í ljósi bágs ástands á dreifi- kerfi raforku í Súðavíkurhreppi sem og áhugaleysi varðandi framkvæmdir og uppbyggingu á sama dreifikerfi harmar sveitar- stjórn Súðavíkurhrepps þá ákvörð- un OV að hækka verðskrár sínar á áramótum. Sérstaklega bitna þessar verðhækkanir á notendum í dreifbýli,“ segir í bókin sveitar- stjórnar Súðavíkurhrepps. Harma gjaldskrár- hækkun Orkubúsins fiskvinnslu á Flateyri var 300 þorskígildistonna aflamark vegna Flateyrar auglýst að nýju. Þrjár umsóknir bárust. Frá Valþjófi ehf., frá Íslensku sjávarfangi ehf. og sameiginleg umsókn frá út- gerðum á Flateyri. Á fundi stjórn- ar Byggðastofnunar 18. desem- ber s.l. var ákveðið að kanna hvort að hægt væri að koma á samstarfi umsækjenda um nýt- ingu aflamarks Byggðastofnunar á Flateyri. Í yfirlýsingunni kem- ur fram að niðurstöðu er að vænta innan skamms. – smari@bb.is Þingeyri.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (15.01.2015)
https://timarit.is/issue/413440

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (15.01.2015)

Aðgerðir: