Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 15 Lausn á síðustu krossgátu Sudoku þrautir Þjónustuauglýsingar smáar Til leigu er 4ra herb. íbúð á jarð- hæð að Urðarvegi 45, sem fyrst. Aðeins reyklaust fólk kemur til greina. Uppl. í síma 845 0031. Sigurgeir sem- ur við BÍ/Bol Sigurgeir Sveinn Gíslason leik- maður BÍ/Bolungarvíkur hefur endurnýjað samning sinn við félagið og spilar því með liðinu á næsta tímabili. Sigurgeir hefur spilað með BÍ/ Bolungarvík allan sinn meistara- flokksferil og á að baki 208 deildar- og bikarleiki fyrir félag- ið. Það er mikil gleðitíðindi fyrir alla stuðningsmenn BÍ/Bol að þessi reynslumikli varnarmaður haldi áfram með félaginu. Söngurinn mun óma í Súðavík Starfsfólk og nemendur Súða- víkurskóla mæta til nýrrar annar með bjartsýni og gleði að vopni að því er segir á vefsíðu skólans. „Nú þegar hjól skólavinnulífsins eru farin að snúast á nýju ári lítum við björtum augum fram á veginn. Starfsfólk skólans hefur einsett sér að þétta raðirnar og vinna sameiginlega að lausnum þeirra mála sem upp koma, aldrei sem fyrr.“ Þá var ákveðið að stofna til samsöngs allra deilda, nemenda og fullorðinna á föstudögum. Æf- ingar fara fram í hverri deild þann daginn og á leikskóladeildinni hina daga vikunnar. Þrír kennarar sjá um að stýra verkefninu sem verður án efa til þess að efla samkennd og vellíðan bæði kenn- ara og nemenda í Súðavíkurskóla. Fækkar um 10 í Ísafjarðarbæ Íbúum Ísafjarðarbæjar fækkaði um tíu á síðasta ári. Fyrsta dag síðasta árs voru 3.639 íbúar í sveitarfélaginu en 1. janúar síð- astliðinn voru þeir 3.629. Hægir þar umtalsvert á íbúafækkun frá fyrra ári, en árið 2013 fækkaði íbúum um 109. Á sunnanverðum Vestfjörðum hefur orðið viðsnúningur á nei- kvæðri byggðaþróun og má þar nefna að stuttu fyrir jól var því fagnað í Vesturbyggð að íbúar sveitarfélagsins eru komnir yfir þúsund íbúa múrinn og eru 1.003. Íbúafjöldinn í Vesturbyggð fór niður fyrir 1.000 árið 2006 og hélst undir eitt þúsund allt þar til í fyrra.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (15.01.2015)
https://timarit.is/issue/413440

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (15.01.2015)

Aðgerðir: