Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620
Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.
Blaðamenn: Sæbjörg Freyja Gísladóttir, 843 0077, sfg@bb.is
Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili
á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Ritstjórnargrein
Enn vofir hún yfir
Spurning vikunnar
Hvort nýtir þú þér flug eða bíl til að ferðast milli landshluta?
Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur
látið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.
Alls svöruðu 499.
Flug sögðu 73 eða 15%
Bíl sögðu 426 eða 85%
Umræðan um flutning ríkisstofnana frá höfuðborginni er ekki ný af
nálinni. Og eins og réttilega hefur verið á bent viðgekkst um tveggja alda
einstefna flutnings ríkisstofnana í hina áttina, öllu sem talinn var fengur
í var troðið niður í þéttbýlinu, sem varð höfuðstaður landsins. Tilraunir
til bakfærslna flestar í skötulíki, þótt við hafi borið að för hafi verið til
fjár. Marga putta þarf þó ekki til halds og trausts við talningu þeirra.
Umræðan um flutning Fiskistofu til Akureyar, og lokun útibúsins á
Ísafirði, og nú síðast fyrirhugaðan flutning Landhelgisgæslunnar gefur
BB ástæðu til að rifja upp frá fyrri tíma aðkomu að slíkum málum,
ábendingum um nýjar stofnananir, að hluta til. Í leiðara BB í okt. 2002,
var tilvitnun í vefsíðugrein Einars K. Guðfinnssonar, núv. forseta Alþing-
is, þar sem hann fjallaði m.a. um veiðarfærarannsóknir og veiðieftirlit:
,,Fyrir nokkrum árum gerði ég ásamt mörgum góðum mönnum tilraun
til þess að uppbygging veiðarfærarannsókna færi fram á Ísafirði, undir
forustu Hafrannsóknastofnunar og í samvinnu við fyrirtæki á þessu
sviði. Ástæðan var einföld. Slík þekking var þá ekki til staðar nema
næsta takmörkuð innan stofnunarinnar. Á Ísafirði var hins vegar búsettur
sérmenntaður maður á þessu sviði, sem hafði áhuga ´að sinna þessu
verkefni, en með einu skilyrði þó. Hann fengi að búa og starfa fyrir vest-
an. Fyrir lá að fyrirtæki á svæðinu voru tilbúin að veita þesu máli braut-
argengi. Og alþekkt er að innan Netagerðar Vestfjarða hefur byggst upp
mikil þekking á veiðarfærarannsóknum. Fátt virtist rökréttara en að
þarna yrði byggt upp lítið vísindasamfélag, sem starfaði út frá höfuð-
stöðvum Hafró í Reykjavík.“ Á þetta var ekki hlustað. Veiðarfærarann-
sóknir? Hvað hafði fiskveiðiþjóðin Íslendingar, með slíkt að gera? Um
veiðieftirlitið var sömu söguna að segja. Hin ósýnilega hönd vanans,
eins og EKG orðaði það, réð för.
Landhelgisgæslan á Ísafjörð, var fyrirsögn leiðara BB 9. Júlí 1997. Á
Ísafirði eru öll skilyrði til að taka við Landhelgisgæslunni. Höfnin með
þeim bestu á landinu. Ísfirsk fyrirtæki fyllilega í stakk búin til að þjón-
usta skip Gæslunnar. En, það sem mest er um vert: Þó varðskipin séu á
flandri í kringum landið þá er það í vetrarveðrum á miðunum úti fyrir
Vestfjörðum sem mest á reynir. Þá er ekki verra að heimahöfnin sé
nærri. BB hvatti hagsmunaðila, bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, þingmenn
og sjómannasamtök, til dáða. Allt kom fyrir ekki. Í sjónvarpsþættinum
,,Hringborðið“ (RUV) komst fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins svo að orði
að ekki hefði verið tekið mark á viðvörunum hans í kvótamálinu sökum
þess að þær birtust í leiðurum Moggans. Horft til stærðarmunar og áhrifa-
valds (Moggans og BB) eru viðbrögðin við skrifum BB um flutning
Landhelgisgæslunnar á sínum tíma kannski ekki til að býsnast yfir. Nú
er öldin önnur. Landhelgisgæslan umræðuhæf.
Hin ósýnilega hönd vanans vofir þó sem fyrr yfr Vestfirðingum. s.h.
Hefur aldrei séð gögn
sem sýna díoxínmengun
Gísli Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir
sveitarfélagið ekki viðurkenna
skaðabótaskyldu vegna díoxín-
mengunar frá sorpbrennslunni í
Engidal þótt bærinn ætli að taka
þátt í að bæta tjón bænda á svæð-
inu. „Það kann að hljóma undar-
lega, en ég hef aldrei séð gögn
sem sýna fram á díoxínmengun í
þessu kjöti úr Engidal, marktækt
yfir mörkum. Þvert á móti sá ég
á sínum tíma skýrslur frá danska
rannsóknaraðilanum, sem sýndu
að mengun í kjöti var í öllum
tilfellum undir mörkum. Það er
einmitt af þessum ástæðum sem
Ísafjarðarbær hefur aldrei viður-
kennt að vera valdur að því tjóni
sem varð,“ segir Gísli í samtali
við visir.is.
Búpeningur í Engidal var felld-
ur í kjölfar díoxínmengunar sem
barst frá sorpbrennslunni Funa.
Stöðinni, sem hafði verið á und-
anþágu, var lokað í árslok 2010.
Gísli segir að fróðlegt væri að
sjá frumskýrslur með mengun-
arupplýsingum frá Matvæla-
stofnun (MAST). „Ástæða þess
að slátra þurfti búpeningi í Engi-
dal var bannið sem MAST hafði
sett á kjötið og uppnámið sem
MAST olli með því að innkalla
íslenskt lambakjöt frá Evrópu.
Eina leið sláturleyfishafa og
bænda til að losna úr þeirri
klemmu var að útrýma gripunum
í Engidal og tjónið stafaði af því,“
segir bæjarstjórinn.
Ekki fengust svör frá MAST
að því er segir á visir.is en í
skýrslu stofnunarinnar um fram-
tíð búskapar í Engidal segir að
díoxín hafi mælst yfir mörkum í
sýnum sem tekin voru úr kjöti af
svæðinu í desember 2010. Díoxín
hafi áður mælst yfir mörkum í
mjólk. Ísafjarðarbær hefur nú
samþykkt gagntilboð Kristjáns
Ólafssonar á Kirkjubóli IV um
bætur vegna tjóns sem hann varð
fyrir. Í september síðastliðnum
var gengið frá samkomulagi um
bætur til Karls Bjarnasonar í
Neðri Hjarðardal II. Samkomu-
lag við Steingrím Jónsson í Efri-
Engidals, er enn ófrágengið. „Við
bíðum enn formlegra viðbragða
frá Steingrími við tilboði okkar
sem lagt var fram fyrir löngu
síðan,“ segir Gísli.
Að sögn Gísla ákvað Ísafjarð-
arbær þrátt fyrir málavexti að
bjóða bændunum bætur þannig
að þeir þyrftu ekki að sitja sjálfir
uppi með allt tjónið. „Engu að
síður viðurkennir Ísafjarðarbær
ekki bótaskyldu í málinu,“ undir-
strikar bæjarstjórinn. Eins og
fram kom í Fréttablaðinu vildi
Ísafjarðarbær ekki upplýsa um
þær bætur sem bæjarráðið sam-
þykkti að greiða fyrir jól. Það
mál varðar bæturnar til Kristjáns.
„Ástæða þess að ekki er upplýst
um bæturnar að sinni er að við
teljum okkur þurfa leyfi frá Krist-
jáni. Við eigum enn eftir að fá
afstöðu Kristjáns til þess,“ segir
Gísli Halldór Halldórsson.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi
Ísafjarðar segir að vandamálið
varðandi dioxín mengunina sem
mældist, hafi verið að á þessum
tíma voru engin sett takmörk á
díoxínmengun sem Funi þurfti
að uppfylla. Sama á við um aðrar
sorpbrennslur á landinu, en vegna
smæðar þeirra fengu þær allar
undanþágu frá evrópskum reglu-
gerðum varðandi díoxínmengun.
Þetta var meðal annars ein af
ástæðunum að baki því að erfitt
var að loka Funa vegna mengunar
af þessu tagi. Umhverfisstofnun
gat heldur ekki aðhafst í málinu
vegna þess að í starfsleyfi Funa
var ekki tekið til díoxínmengun-
ar, aðeins mengunar vegna þunga-
málma og annars, og hlutfall dí-
oxínmengunar þurfti aðeins að
mæla einu sinni.
– sfg@bb.is
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.