Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 7
GREIÐENDUR FASTEIGNAGJALDA
ATHUGIÐ!
Álagningarseðill fasteignagjalda 2015 verð-
ur ekki sendur út á pappírsformi. Greið-
endur geta flett honum upp á vefsíðunni
www.island.is eða með því að smella á
hnappinn „Bæjardyr - reikningar“ á for-
síðu heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Nánari
leiðbeiningar um innskráningu má fá með
því að smella á hnappinn „Álagning fast-
eignagjalda“ hægra megin á forsíðu heima-
síðu Ísafjarðarbæjar, www.isafjordur.is.
Seðillinn verður þó sendur til íbúa fædda
1946 og fyrr. Þá er hægt að óska eftir að
fá seðilinn sendan á pappírsformi með því
að senda tölvupóst á innheimta@isafjordur.is
eða hringja í síma 450 8000. Athygli skal
vakin á að ekki er veittur staðgreiðsluaf-
sláttur í ár.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir félaga-
og félagasamtaka um styrk til greiðslu á
fasteignagjöldum. Styrkurinn er að hámarki
130.000 krónur og skal umsóknum skilað
fyrir lok febrúar. Umsóknareyðublöð má
nálgast á vef Ísafjarðarbæjar eða á bæjar-
skrifstofunni, Hafnarstræti 1.
Opnað hefur verið fyrir umsókn um lækk-
un á fasteignaskatti til elli- og örorkulíf-
eyrisþega. Umsóknir vegna fráfalls maka
á árinu 2014 skal skilað fyrir lok febrúar.
Umsóknareyðublöð fást á vef Ísafjarðar-
bæjar eða á bæjarskrifstofunni, Hafnar-
stræti 1.
Ísafjarðarbær hefur boðið út
gatnagerð og lagnaframkvæmdir
á Hlíðarvegi á Ísafirði. Um er að
ræða síðari áfanga endurbygg-
ingar Hlíðarvegs, en árið 2005
var gatan endurgerð frá Bæjar-
brekku að Hallabrekku.
„Það má segja að það sé búið
að bíða eftir því að fara í að klára
Hlíðarveginn frá því 2006-07.
Gatan er eiginlega handónýt og
það þarf að skipta um allt efni í
henni,“ segir Jóhann Birkir
Helgason bæjartæknifræðingur.
Skipt verður um lagnir í götunni
og lagt tvöfalt kerfi í stað ein-
falds. „Þá eru niðurföllin aðskilin
frá skólpi frá húsum. Vatn úr
niðurföllum má fara beint niður í
fjöru en skólpi er dælt lengra út á
Skutulsfjörðinn,“ segir Jóhann
Birkir.
Verkið felst í endurgerðar Hlíð-
arvegs, lagnir, uppúrtekt, fylling-
ar, neðra- og efra burðarlag,
gangstéttir og lýsingu. Í götunni
er einfalt holræsakerfi og skal
leggja tvöfalt kerfi. Helstu stærð-
ir verksins eru: Gröftur í götu-
stæði: 4.100 m³. Holræsalagnir:
1.200 m. Vatnslagnir: 500 m.
Hellulögn: 600 m². Útboðsgögn
verða til sýnis og sölu frá og með
16. janúar og verklok eru 1. októ-
ber 2015.
– smari@bb.is
Hlíðarvegur endurgerður
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar
hefur tekið ákvörðun um að leik-
skóldadeildin Eyrarsól verði ekki
starfrækt næsta vetur. Á deildinni
hafa fimm ára börn úr báðum
leikskólum Ísafjarðar verið síð-
asta veturinn áður en þau fara í
grunnskóla. Gísli Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar, segir að árgangurinn sem
hefði átt að fara á Eyrarsól sé of
stór til að hann komist fyrir á 2.
hæð Sundhallar Ísafjarðar þar
sem Eyrarsól hefur verið til húsa
í þau tvö ár sem deildin hefur
verið starfrækt.
„Við leituðum leiða til að koma
árganginum fyrir með því að nýta
hús í grenndinni en það var á
endanum ekki talið ásættanlegt
af starfsmönnum,“ segir Gísli
Halldór. Næsta vetur klára fimm
ára börn leikskólagöngu á sínum
leikskólum, þ.e. Sólborg og
Eyrarskjóli. Gísli Halldór segir
ekki útilokað að við þetta gæti
myndast biðlisti í skamman tíma.
„Miðað við fjölda barna sem
við vitum af í bænum, og þá er ég
ekki bara að tala um börn sem
hafa pantað leikskólapláss, þá er
ekki hægt að útiloka að það verði
eitt til fimm börn á biðlista vorið
2016,“ segir Gísli Halldór. Hann
bætir við að í maí 2016 fari stór
árgangur úr leikskólunum og þá
þurrkist biðlistar út miðað við
þær forsendur sem unnið er með.
„Ef það verða verulegar breyt-
ingar á forsendum þá verður
brugðist við.“
Hann hefur fundið fyrir því að
foreldrar sjái eftir fimm ára deild-
inni. „Þetta hefur verið vinsæll
kostur og fólk sér eftir þessu.
Eyrarsól var hugsuð sem tveggja
ára tilraun og þetta verður haft í
huga í framtíðarpælingum um
leikskólamál,“ segir Gísli Hall-
dór Halldórsson.
– smari@bb.is
Árgangurinn of stór fyrir Eyrarsól
Segir Gísla Halldór koma sök á aðra
Díoxínmengun fannst víða í
Engidal, ólíkt því sem Gísli Hall-
dór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa-
fjarðarbæjar, hefur haldið fram.
Þetta kemur fram í grein Jóns
Gíslasonar, forstjóra Matvæla-
stofnunar í Fréttablaðinu á laug-
ardag. Jón segir að Gísli Halldór
hafi komið fram með rangfærslur
um afleiðingar mengunar frá
Funa. „Í stað þess að gera hreint
fyrir sínum dyrum neitar hann
bótaskyldu, býður þó einhverjar
bætur fyrir mengunartjón, en
reynir um leið að koma sök á
aðra,“ skrifar Jón. Í Fréttablaðinu
í síðustu viku sagði Gísli Halldór:
„Það kann að hljóma undarlega,
en ég hef aldrei séð gögn sem
sýna fram á díoxínmengun í
þessu kjöti úr Engidal, marktækt
yfir mörkum. “
Jón tekur undir með Gísla
Halldóri að þetta hljómi undar-
lega því að mengun hafi fundist
víða: „Upphaf málsins má rekja
til greiningar MS á mjólkursýni
sem sýndi mengun af díoxíni og
skyldum efnum yfir hámarks-
gildi. Mengunin var staðfest af
Matvælastofnun. Framleiðandi
stöðvaði í varúðarskyni dreifingu
osta sem gátu verið úr mjólk úr
Engidal og Matvælastofnun
stöðvaði dreifingu mjólkur frá
býlinu þar sem mengun var stað-
fest. Mengun mældist einnig í
nautakjöti marktækt yfir hámarks-
gildi. Framleiðandi innkallaði í
varúðarskyni nautakjötsafurðir
og neytendur voru upplýstir. Sýni
af lambakjöti sýndu að tvö voru
eðlileg miðað við bakgrunnsgildi
fyrri mælinga, lítil hækkun var í
tveimur, en meiri í þremur og þar
af eitt yfir hámarksákvæði, þó
ekki marktækt. Þetta hengir bæj-
arstjórinn sig á. Þar sem mæling-
in sýndi ekki marktæka niður-
stöðu yfir hámarksgildi, þá gæti
mengunin verið minni. Með
sömu rökum gæti mengunin einn-
ig verið meiri! Eigum við þá að
láta sem ekkert sé?“
Gísli Halldór sagði í sömu frétt
í Fréttablaðinu að MAST hafi
valdið uppnámi með því að banna
dreifingu á kjöti úr Engidal og
með því að innkalla kjöt frá Evr-
ópu. Jón segir að sláturleyfishaf-
inn hafi innkallað kjötið frá
Evrópu og að MAST hafi ekki
heimildir til þess. „Matvæla-
stofnun gat hins vegar ekki
heimilað dreifingu afurða nema
fyrst færu fram viðamiklar mæl-
ingar. Mengun búpenings með
díoxíni er ekki dýrasjúkdómur
og því ekki forsendur til að fyrir-
skipa slátrun. Vandamálið er
uppsöfnun mengunarefna sem
skila sér í mjólk og kjötafurðir.
Hefði slátrun verið fyrirskipuð
hefði bótaskylda að líkindum
færst á ríkið. Af því varð ekki og
auðvelt að skilja gremju þeirra
sem sitja uppi með eigið meng-
unartjón,“ segir í grein Jóns.
Jón segir að Gísli Halldór reyni
að koma sök á aðra og spyr hvort
ekki sé rétt að staldra við og
spyrja hver hafi valdið og borið
ábyrgð á menguninni og hvers
vegna Funa hafi verið lokað.
Hann lýkur greinni með því að
segja: „Það er mikilvægt ef vart
verður mengunar að brugðist sé
við gagnvart mengunarvaldi og
að réttur neytenda til upplýsinga
og öruggra afurða sé virtur.
Matvælastofnun og fyrirtæki hafa
axlað þessa ábyrgð og það gerði
Ísafjarðarbær með lokun brenn-
slunnar. Undir bótum standa svo
þeir sem ábyrgir voru fyrir meng-
uninni.“
– smari@bb.is
Engidalur og Funi meðan sorpbrennslustöðin var enn í rekstri.