Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
í tvígang afgreitt lyfseðilsskyld
lyf án þess að á þeim tíma væri
fyrir hendi gildur lyfseðill, eða
það sem í daglegu tali hefur verið
kallað að „afgreiða lyf út á vænt-
anlegan lyfseðil“. Um var að
ræða sýklalyf og kalklyf fyrir
nautgripi. Í framhaldi af þessum
dómi skrifaði Jónas grein sem
birtist á vefnum bb.is og sagði
þar meðal annars:
„Vissulega er það engin rétt-
læting á broti að líklega hafi
nánast allir apótekslyfjafræðing-
ar, sem ekki eru nýútskrifaðir,
gert það sama. Það er vissulega
ekki heldur nein afsökun fyrir
broti að áralöng hefð sé fyrir
slíkri afgreiðslu, en sú er nú raun-
in. Ef einstaklingur kemur í
apótek utan opnunartíma heilsu-
gæslustöðvar og hyggst leysa út
lyfseðil en í ljós kemur að lyfseðill
fyrir lyfinu sem viðkomandi
vantar er útrunninn eða fullnýtt-
ur, þá hefur verið hefð fyrir því
að bjarga viðkomandi þótt það
sé vissulega ekki samkvæmt laga-
bókstafnum. Viðkomandi ein-
staklingur verður sér svo úti um
lyfseðil um leið og hann nær sam-
bandi við lækni og sá lyfseðill er
nýttur til að klára umrædda af-
greiðslu.“
Einnig sagði Jónas í grein
sinni, að honum þætti ótrúlega
vænt um þann stuðning sem hann
hefði fundið í bænum sínum og í
bæjarfélögunum í kring.
„Mér hefur eiginlega þótt enn-
þá vænna um þessi viðbrögð fólks
í ljósi þess að ég fór út í blessaða
pólitíkina. Það hefði nefnilega
verið eitthvað svo „týpískt“ að
nýta sér þessi vandræði mín til
að klekkja á pólitískum andstæð-
ingi, en ég hef hvergi orðið var
við það. Þannig hefur stuðning-
urinn sem ég hef fundið verið
algjörlega óháður því hvort um
Sælkeri vikunnar eru Guðrún M. Ásgeirsdóttir og Magnús Valsson á Ísafirði
Kjúklingasalat og grískt jógúrt
Eftir allar veislurnar og jóla-
boðin nú um hátíðarnar er gott
að fá sér eitthvað létt í matinn.
Salatið er oft á boðstólnum á
okkar heimili, það er einfalt að
útbúa það og tekur ekki langan
tíma. Fyrir þá sem ekki hafa
fengið nóg af sætindum og
rjóma, látum við fylgja uppskrift
af desert sem var prófaður um
jólin.
Kjúkklingasalat
að hætti Rúnu
Fyrir marga.
Kjötið:
Kjúklingabringurnar skornar
í litla bita og steiktar á pönnu.
Kryddaðar með kjúklinga-
kryddi,-þegar kjötið hefur lokast
er hellt út á pönnuna BBQ honey
mustard (eða aðrar tegundir af
BBQ sósu ) og kjúklingurinn
látinn malla þar til hann er tilbú-
inn.
Salat:
Klettasalat eða annað gott salat
Kirsuberjatómatar skornir í
tvennt, 1 box
Agúrka 1 stk
Rauðlaukur 1 stk
Avakadó ( ég nota mangó ) 1
stk
Ristaðar furuhnetur
Fetaostur ( ekki setja olíuna
með )
Jarðarber- mjög mikilvægt, 1
box
Tortilla flögur
Grænmetið skorið í hæfilega
bita og blandað saman.
Sósan:
2dl olía, (nota olíuna af fetaost-
inum eða einhverja aðra sem til
er )
1 dl Balsamedik
1 dl Dijon sinnep
2 dl sýróp
Marður hvítlaukur
Þetta er frekar stór uppskrift-
hægt er að minnka hana allt niður
í matskeiða mælingar, bara að
passa hlutföllin. Grænmeti og
kjúklingi blandað saman og sósan
sett yfir. Engin sérstök hlutföll
milli grænmetis og kjöts, bara
eins og hverjum þykir gott. Nammi-
namm :
Grísk jógúrt með hunangi
og pistasíuhnetum
500 ml grísk jógúrt
250 ml rjómi, þeyttur
1 tsk vanilludropar
Fljótandi hunang
100 gr pistasíuhnetur,
saxaðar
Granateplafræ
1. Takið fjögur glös og hellið í
þau botnfylli af hunangi.
2 . Blandið varlega saman
grískri jógúrt, þeyttum rjóma og
vanilludropum.
3. Látið jógúrtblönduna var-
lega yfir hunangið í botni glas-
anna .
4. Setjið smá af hunnangi yfir
jógúrtblönduna og endið á
pistasíuhnetum og granat-
eplafræjum.
Verði ykkur að góðu. Við
skorum á Guðjón Helga Ól-
afsson og Jónu Hólmbergs-
dóttur að koma með næstu
uppskrift.
sé að ræða andstæðinga eða sam-
herja í pólitíkinni og það hefur
mér þótt ótrúlega vænt um. Ég er
kannski barnalegur, en ég vil trúa
því að við sem störfum í pólitík
séum öll að reyna að gera það
sem við erum sannfærð um að sé
best fyrir samfélagið, í þessu til-
felli bæinn okkar. Þar með eigi
ekki að velta sér upp úr persónu-
legum vandræðum pólitískra
andstæðinga, en þannig eru hlut-
irnir því miður ekki alltaf.“
fræðinni, þá hóar skólameistari
bara í mig. Mér finnst það ákaf-
lega gefandi að kenna, en svo er
líka annað í þessu:
Að vinna í apóteki í dag er allt
öðruvísi en fyrrum. Núna er engin
lyfjaframleiðsla lengur í apótek-
um. Í lyfjafræðinámi er maður
að læra mjög mikið í efnafræði
og skyldum greinum, sem maður
notar síðan sáralítið. Og það sem
maður notar mjög lítið, því
gleymir maður.
Þegar maður er hins vegar að
kenna þessar greinar, þá verður
maður auðvitað að rifja kunnátt-
una upp og halda henni við, því
að ekki vill maður standa á gati
frammi fyrir nemendum. Ég segi
stundum að ég búi við þau for-
réttindi að vera í launaðri endur-
menntun! Kennslan brýtur líka
upp daginn og gerir hann fjöl-
breyttari. Mér finnst þetta mjög
gaman.“
– Hlynur Þór Magnússon.
Forréttindi að vera í
launaðri endurmenntun
Alveg frá því mjög fljótlega
eftir að Jónas kom vestur hefur
hann verið í stundakennslu í
Menntaskólanum á Ísafirði.
„Mér finnst það óskaplega
skemmtilegt. Ég hef verið að
kenna lyfhrifafræði, eins og það
heitir, á sjúkraliðabraut, og síðan
hef ég verið að kenna ýmsa
áfanga í efnafræði. Ef það vantar
kennara í einhvern áfanga í efna-