Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 15.01.2015, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 María Júlía liggur undir skemmdum Fyrrum björgunarskip Íslend- inga, María Júlía, hefur um nokk- urt skeið legið við bryggju við Sundahöfn á Ísafirði og þar áður við höfnina á Þingeyri. Skipið tilheyrir Byggðasafni Vestfjarða sem hefur á langtímaáætlun að gera skipið upp og reka sem fljót- andi siglingasafn. „Það hefur staðið til í tólf ár að gera Maríu Júlíu upp,“ segir Björn Baldurs- son safnvörður. „Fjárskortur stendur helst í vegi fyrir fram- kvæmdunum og á meðan liggur María Júlía undir skemmdum í höfninni, þetta er bara kapphlaup við tímann og veðuröflin. Það hefur verið í umræðunni að vinna með Hollvinafélagi Húna á Akur- eyri að viðgerðum á Maríu Júlíu en okkur skortir fjármagn til að starta því samstarfi. En Hollvina- félag Húna hefur bæði mannskap og aðstöðu svo við horfum björt- um augum til samstarfs með þeim,“ segir Björn. „Þegar hætt var að gera Maríu Júlíu út til fiskjar var hún enn vel haffær og í góðu ástandi. Kvikn- aði þá sú hugmynd hjá safnvörð- unum á Hnjóti og á Ísafirði að kanna hvort söfnin gætu samein- ast um rekstur skipsins enda má segja að minjasvæði Vestfjarða sé ekki síður hafið, eyjarnar og landmið af sjó. Snemma sumars 2003 barst eigendum skipsins kauptilboð frá Suður Afríku. Var þá ákveðið að söfnin skyldu freista þess að ganga inn í kauptilboðið með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið sögu- legt gildi fyrir Íslendinga auk þess sem skipfræðilegt gildi þess er mikið. Með hjálp þingmanna úr Svokallaður hugmyndafundur var nýlega haldinn á Ísafirði í tengslum við stefnumótun Minja- stofnunar Íslands. Á fundinum var einnig sett á stofn minjaráð fyrir Vestfirði en hlutverk þess er að hafa umsjón með minja- vörslu í landinu. Minjastofnun fer m.a. með eftirlit með forn- minjum, friðuðum húsum og mannvirkjum. Það vinnur einnig að stefnumörkun í málaflokknum sem og skráningu og varðveislu upplýsinga. Tilgangurinn með minjaráðunum er að mynda öflugt bakland fyrir þjóðminja- vörsluna og efla tengsl við fólk sem lætur sig þessi mál varða. Í flestum landshlutum hefur verið starfandi minjavörður sem stýrir starfi minjaráðanna, en slíkur hef- ur ekki verið á Vestfjörðum frá 2011. Nú stendur hins vegar til að bæta úr því og á næstunni verður starf minjavarðar Vest- fjarða auglýst. Í Minjaráði Vestfjarða eru auk tilvonandi minjavarðar Vestf- jarða þau Jón Sigurpálsson safn- stjóri Byggðasafns Vestfjarða og Steinunn Kristjánsdóttir pró- fessor í fornleifafræði við HÍ sem eru tilnefnd af Þjóðminjaverði, Guðrún Stella Gissurardóttir for- stöðumaður þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vestfjörð- um og Ingibjörg Emilsdóttir hótelstjóri á Hólmavík sem til- nefnd eru af Fjórðungssambandi Vestfjarða og Jón Jónsson þjóð- fræðingur og menningarfulltrúi Vestfjarða og Nanna Sjöfn Pét- ursdóttir skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar sem tilnefnd eru af Minjastofnun. – sfg@bb.is Sjö manns í Minjaráði Vestfjarða kjördæminu var gert heiðurs- mannasamkomulag við eigendur skipsins um að söfnin fengju að- stoð þess opinbera við að ganga inn í kauptilboðið. Þannig var komið í veg fyrir sölu skipsins úr landi og svigrúm skapað til að kanna rekstrargrundvöll þess sem fljótandi safns,“ segir á vef safns- ins. María Júlía er fyrsta björgun- arskip Vestfirðinga og hún var einnig notuð í landhelgisstríðinu 1958 eins og kemur fram á síðu Byggðasafnsins. Skipið var síðan notað sem hafrannsóknarskip á milli stríða og björgunaraðgerða. Skipið er 137 brúttósmálestir að stærð og 27,5 m að lengd, smíðað í Danmörku og kom hingað til lands snemma vors 1950. Auk þess að vera útbúið til björgunarstarfa var það hannað til að gegna fjöl- þættu hlutverki á sviði hafrann- sókna og strandgæslu. Það hafði lengi verið baráttu- mál sjómanna, slysavarnafólks og fleiri á Vestfjörðum að fá björgunarskip fyrir landshlutann. Fyrstu krónurnar sem söfnuðust til smíða á Maríu Júlíu voru á Patreksfirði. Það var þegar sr. Einar Sturlaugsson hvatti til söfn- unar á björgunarskútu fyrir Vest- firði árið 1933. Það var svo ekki fyrr en 17 árum síðar að draumur sr. Einars varð að veruleika. Í Árbók Slysavarnarfélags Íslands 1950 segir svo um jómfrúarsigl- ingu Maríu Júlíu til Vestfjarða. „Á Vestfjörðum var skipinu fagnað á hverri höfn og því búin hin prýðilegasta móttaka. Með í för var forseti Slysavarnafélags- ins og fulltrúar slysavarnadeild- anna á Vestfjörðum. Er skipið fór fram hjá Bjargtöngum afhenti Þórður Jónsson frá Hvallátrum forseta Slysavarnarfélagsins kr. 1000,00 gjöf í minningarsjóð um Gest Jónsson bróður hans frá for- eldrum Gests, systkinum og öðr- um vandamönnum, en tilgangur sjóðsins skyldi vera að verðlauna skipverja á „Maríu Júlíu“ fyrir björgunarafrek.“ Fleiri Vestfirðingar lögðu fram mikið fé til skipsins, en stærst var þó gjöf hjónanna Maríu Júlíu Gísladóttur og Guðmundar Br. Guðmundssonar kaupmanns á Ísafirði, sem árið 1937 gáfu mestallar eigur sínar í björgunar- sjóð. Það þótti því vel við hæfi, þegar skipið var loks komið til landsins, að nefna það eftir Maríu Júlíu. Björgunarskipið María Júlía þjónaði hlutverki sínu vel og er talið að áhafnir hennar hafi bjargað um tvö þúsund manns- lífum á þeim árum sem hún var við þess háttar störf. Árið 1968 var María Júlía seld einkaaðilum og var eftir það gerð út til fisk- veiða, ýmist frá Patreksfirði eða Tálknafirði, allt til ársins 2003 þegar henni var lagt. – sfg@bb.is Mikill áhugi er hjá Byggðasafninu að gera Maríu Júlíu að fljótandi siglingasafni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.