Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015
Unnar Steinunnar Kristjánsdóttur
frá Bæ í Súgandafirði – Hlíf II Ísafirði
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu
Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun á Ísafirði og
starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fyrir góða umönnun.
Aðstandendur
gestum Edinborg Bistro.
Furðufatadagur verður í Tungu-
dal og á Seljalandsdal á föstudag-
inn langa. Löng hefð er fyrir því
að fjölskyldan skemmti sér sam-
an í dölunum tveimur þennan
dag og er fólk hvatt til að mæta
uppáklætt. Kveikt verður á grilli
um hádegi og börnin geta málað
sig við undirleik tónlistar og sæl-
gæti mun venju samkvæmt rigna
af himni. Íþróttaálfurinn og Solla
stirða munu heimsækja Tungudal
af þessu tilefni. Kl. 10 hefst svo-
kölluð helgiganga frá Kirkjubóli
í Valþjófsdal í Önundarfirði að
Holti og frá kl. 13-16 verður list-
rænn sölumarkaður á vegum Fé-
lags vestfirskra listamanna í
skátaheimilinu á Ísafirði.
Páll Óskar skemmtir ungviðinu
í Edinborg kl. 16 á föstudaginn
langa. Klukkustund síðar sýnir
leikdeild Höfrungs á Þingeyri
Galdrakarlinn í OZ í félagsheim-
ilinu og Kómedíuleikhúsið sýnir
Gísla Súrsson og Grettir í Arnar-
dal kl. 20. Á sama tíma hefjast
órafmagnir tónleikar AFÉS í
Ísafjarðarkirkju þar sem fram
koma fjölmargir listamenn. Á
sama tíma hefst tónlistarveisla í
Húsinu sem standa mun til kl.
04. Þar koma fram Sigríður Thor-
lacius, Snorri Helgason, Bjartey
og Gígja úr Ylju, hljómsveitin
Hörmung, Smiths Tribute og
hljómsveitin Boogie Trouble.
Síðan mun DJ Matti á Rás 2
halda uppi stuðinu til kl. 04. Svo-
kallaður bræðingur hefst í Ísa-
fjarðarbíói kl. 22. Þar koma fram
Saga Garðarsdóttir, Hugleikur
Dagsson og Kæsti safírinn. Á
miðnætti hefst síðan stórdans-
leikur með Helga Björns og
SSSól í Krúsinni og stuðdans-
leikur með Páli Óskari í Edin-
borgarhúsinu.
Laugardaginn 4. apríl verður
boðið upp á íþrótta- og leikjadag
í Íþróttamiðstöð Þingeyrar, Pop-
Up markaður verður í anddyri
Dekurstofu Dagnýjar og páska-
eggjamót HG, sem ætlað er
börnum fæddum 2003 eða síðar,
hefst á Seljalandsdal og í Tungu-
dal kl. 13. Opið hús verður í
Safnahúsinu á Ísafirði frá kl. 13-
16, páskaleikur verður í Náttúru-
gripasafninu í Bolungarvík frá
kl. 13-17 og svokallaðir súputón-
leikar verða í Krúsinni frá kl. 14-
16. Svokölluð heimkomuhátíð
stendur yfir í Vestrahúsinu frá
kl. 15:00-16:30. Þar munu fyrir-
tæki kynna starfsemi sína. Hátíð-
in er ætluð öllum þeim sem hafa
áhuga á að búa á norðanverðum
Vestfjörðum.
Aldrei fór ég suður hátíðin
hefst á Grænagarði kl. 17 og
stendur til miðnættis. Þar kemur
fram fjöldi tónlistarmanna sem
getið er um í annarri frétt. Presi-
dent Bongo úr Gus Gus skemmtir
í Krúsinni frá kl. 23 og stórdans-
leikur með Sniglabandinu hefst
á miðnætti í Edinborgarhúsinu. Í
Húsinu mun DJ Óli Dóri sjá um
að skemmta lýðnum.
Dagskrá sunnudagsins (páska-
dags) hefst kl. 14 með garpamóti
í svigi í Tungudal og í göngu á
Seljalandsdal. Tónlistarveisla
verður í Húsinu frá kl. 16-18 þar
sem fram koma Valdimar Guð-
mundsson, Snorri Helgason,
Bjartey og Gígja úr Ylju og
Sigríður Thorlacius. Biggi Ol-
geirs skemmtir í Félagsheimilinu
í Bolungarvík frá miðnætti og
vinsælasta hljómsveit landsins
AmabaDama lokar páskunum
með partíballi í Krúsinni. Snigla-
bandið verður á Edinborg.
svæðin í Tungudal og á Selja-
landsdal verða opin frá kl. 10-21
og kl. 11 hefst árlega páskaeggja-
mót KFÍ og Nóa Síríus í íþrótta-
húsinu á Torfnesi.
Á hádegi hefst síðan skíða-
skotfimi á Seljalandsdal og frá
kl. 13-17 verður boðið upp á
páskaleik í Náttúrugripasafninu
í Bolungarvík. Um er að ræða
þrautaleik sem ætlaður er börnum
að fjórtán ára aldri. Um kaffi-
leytið hefst síðan snjóbretta-
keppni í Tungudal. Upphitunar-
kvöld Aldrei fór ég suður hefst í
Krúsinni kl. 20 og á Hótel Ísafirði
verður boðið upp á tónlistarveislu
þar sem fram koma Bjartey og
Gígja úr Ylju, Sigga T. Snorri
Helga og Valdimar úr samnefndri
hljómsveit. Þá verður boðið upp
á sögukvöld í Kaupfélagi Súg-
firðinga og Biggi Olgeirs skemmt-
ir í Húsinu. DJ Rebel skemmtir
Ísafjarðar masserar frá Ísafjarð-
arkirkju að Silfurtorgi ásamt fé-
lögum úr Skíðafélagi Ísfirðinga.
Á Silfurtorgi verður boðið upp á
heitt kakó og pönnukökur og því
næst tekur við sprettganga Núps.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði
fimmtudaginn 2. apríl. Skíða-
Mikið verður um að vera á Ísa-
firði um páskana líkt og endra-
nær. Skíðavikan er fastur punktur
í tilverunni yfir hátíðarnar sem
og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég
suður. Skíðavikan á Ísafirði verð-
ur sett kl. 16:30 miðvikudaginn
1. apríl á Silfurtorgi. Lúðrasveit
Fjölbreytt dagskrá um páskana