Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 01.04.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Leita skýringa á hruni refastofnsins Refastofninn á Hornströnd- um hrundi síðastliðið sumar og er ástand hans svipað og það var á áttunda áratug síðustu aldar þegar hann var í lág- marki. Í byrjun síðasta sumars virtist allt með felldu en í júlí og ágúst var hins vegar orðið ljós að got hafði misfarist hjá mörgum pörum sem hafði aldrei gerst frá því rannsóknir hófust. Ester Rut Unnsteins- dóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og fyrrum forstöðumaður Melrakkasetursins í Súðavík, fjallaði nýlega á Hrafnaþingi NÍ um refastofninn á Horn- ströndum. Hugsanleg skýring sem vísindamenn vinna með er að veðurlag síðla vetrar og vorhret gætu hafa haft neikvæð áhrif á varp fugla og þar með óbein áhrif á tímgun refa. Fundist hefur mikið magn kvikasilfurs í tófum við ströndina á Íslandi. Verið gæti að mengun sé meiri á þessu svæði en annars staðar þar sem uppistaða fæðunnar eru sjófuglar og sjórekin spen- dýr, og ekki er hægt að útiloka sjúkdóma. Þá bendir margt til þess að ágangur ferðamanna hafi neikvæð áhrif á afkomu yrðlinga á svæðinu. Önnur ljósmóðir sinnir ómskoðunum Ljósmóðir sem venjulega hef- ur farið til Ísafjarðar tvisvar sinn- um í mánuði til að ómskoða barns- hafandi konur hefur verið leyst af hólmi, og mun önnur ljós- móðir sinna ómskoðunum á svæðinu frá og með næsta mán- uði. Sú er búsett í Reykjavík og mun því einnig þurfa að ferðast vestur til að sinna ómskoðunum. Frá þessu er greint á mbl.is. Eins og greint hefur verið frá kom- ust ófrískar konur á Vestfjörðum ekki í ómskoðun á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða á Ísafirði frá því í nóvember 2014 fram í fe- brúar á þessu ári, og hafa nokkr- ar þurft að fljúga suður til að komast í sónar. Ástæðan er sú að ljósmóðirin sem venjulega hefur komið þangað tvisvar í mánuði hefur ekki komist vegna veðurs. Nú hefur ljósmóðirin, Ásthildur Gestsdóttir, sagt starfi sínu lausu frá og með 1. apríl og ríkti mikil óvissa um framhaldið fyrr í mán- uðinum. Ásthildur á eftir að koma einu sinni áður en hún hættir, en að sögn Þrastar Óskarssonar, for- stjóra Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða, tekur hin ljósmóðirin við strax í apríl og verður því ekkert rof á þjónustunni. Ljósmóðirin mun koma tvisvar sinnum í mán- uði eins og Ásthildur gerði, en Þröstur segir komurnar þó einnig munu ráðast af því hversu mikil þörfin verður. Hann segir nýju ljósmóðurina þekkja vel til, þar sem hún hafi leyst af hjá Heil- brigðisstofnun Vestfjarða áður. Í samtali við mbl.is fyrr í mán- uðinum sagði Þröstur að stefnt væri að því að ljósmóðir sem er á svæðinu myndi læra að ómskoða og taka við af Ásthildi. Hann segir þetta ennþá stefnuna, en þar sem þjálfun í ómskoðun geti tekið yfir ár hafi verið nauðsyn- legt að fá aðra ljósmóður til að sinna ómskoðunum á meðan. „Það er langtímaverkefni. Við byrjum á þessu og síðan tekur hitt sinn tíma,“ segir hann. Mikil umræða myndaðist í kjölfar óvissunnar sem var uppi fyrr í mánuðinum, og var meðal annars rætt um málið á Alþingi. Lýsti Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, þar yfir áhyggjum af stöðu barnshafandi kvenna á Vestfjörð- um. Þá var samþykkt ályktun á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðar- bæjar, þar sem kom fram að ástandið á heilbrigðisstofnuninni væri óásættanlegt með öllu og afturhvarf mörg ár aftur í tím- ann. Voru aðilar málsins hvattir til að leita allra leiða til að hægt yrði að bjóða upp á ómskoðanir á heimaslóðum, svo verðandi mæður þyrftu ekki að ferðast til Reykjavíkur í slíka skoðun. „Þetta voru mikil ósköp og það er mikið búið að kalla „úlfur, úlfur,““ segir Þröstur. Hann seg- ir umræðuna þó ekki hafa breytt neinu þar sem þetta hafi verið forgangsverkefni frá upphafi. Þá segir hann engin rof hafa orðið af mannavöldum, þar sem veður hafi verið það eina sem setti strik í reikninginn. Nú sjái hann hins vegar fram á að starfsemin kom- ist í góðar horfur. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.