Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.04.2015, Page 16

Bæjarins besta - 01.04.2015, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015 Starfsmenn óskast ÍAV óskar eftir að ráða bílstjóra og verkamenn til starfa við gerð ofanflóðavarna á Ísafirði í sum- ar. Mikil vinna í boði. Nánari upplýsingar gefur Jón Gunnar í síma 660 8126. þess að jafnréttishreyfingin var ekki komin eins vel á veg og núna í dag, þá komst maður kannski upp með meira en stelpurnar.“ – Ertu þá kannski karlremba? „Nei, ég held að ég kæmist ekkert upp með það!“ segir Helgi og hlær. „Ég er líka svo vel giftur, það er búið að siða mig svo vel til!“ Giftust eftir 25 ára sambúð Eiginkona Helga er Vilborg Halldórsdóttir frá Ísafirði, eins og áður hefur komið fram. „Við erum búin að vera saman í bráð- um þrjátíu og átta ár, Vilborg var tvítug og ég nítján ára þegar við kynntumst. Við giftum okkur svo loksins árið 2002 eftir tuttugu og fimm ára sambúð og höfum verið gift síðan.“ Börn þeirra Vilborgar og Helga eru þrjú. Elstur er Orri, 36 ára, búsettur í Singapore þar sem hann er að ljúka mastersnámi. Hann býr þar ásamt kærustu sinni og fyrsta barnabarni þeirra Vilborg- ar og Helga. Í miðjunni er Björn Halldór, 31 árs, búsettur í London ásamt kærustu sinni, sem er þar við nám, en sjálfur er hann út- skrifaður úr Listaháskóla Íslands sem tónskáld. Yngst barnanna þriggja er Hanna Alexandra, rúmlega tvítug. Hún er stúdent frá MH en er núna á fimm mánaða ferðalagi um Ameríku. Mér finnst rigningin góð En hverfum núna í lokin aftur í tímann og rifjum upp gamlan og góðan texta. Húsið er að gráta alveg eins og ég. Það eru tár ár rúðunni sem leka svo niður veggina. Gæsin flýgur á rúðunni, eða er hún að fljúga á auganu á mér? Ætli húsið geti látið sig dreyma, ætli það fái martraðir? Hárið á mér er ljóst, þakið á húsinu er grænt, ég Íslendingur, það Grænlendingur. Mér finnst rigningin góð, la-la-la-la-la, o-ó. Mér finnst rigningin góð, la-la- la-la-la, o-ó. Einu sinni fórum við í bað og ferðuðumst til Balí. Við heyrðum í gæsunum og regninu. Það var í öðru húsi, það var í öðru húsi. Það var í öðru húsi, það á að flytja húsið í vor. Mér finnst rigningin góð, la- la-la-la-la, o-ó ... – Viðtal: Hlynur Þór Magnússon. Ljósmynd: Spessi. Eftirspurn eftir raforku hér- lendis eykst með hverju árinu eins og fréttir af kísilverum, gagnaverum og stækkunum ál- vera bera með sér. Orkubú Vest- fjarða fylgist með þessari þróun á markaði í ljósi þess að einungis 40% af raforkuþörf Vestfjarða er framleidd í fjórðungnum. Sölvi R. Sólbergsson, framkvæmda- stjóri orkusviðs Orkubúsins, seg- ir stefnu fyrirtækisins vera að minnka vægi raforku í húsakynd- ingu. „Við erum að sigla inn í nýja tíma. Byggðalínuhringurinn er sprunginn og veruleg eftirspurn eftir orku. Við stefnum t.d. að því leynt og ljóst að losa okkur úr rafmagni á Suðureyri af því að þar erum við með þennan grunn sem er heita vatnið,“ segir Sölvi. Í dag er heitt vatn í Súgandafirði leitt í kyndistöð sem er kynt með rafmagni eða olíu eftir atvikum. Framtíðin liggur að sögn Sölva í að nota lághitavatn í varmadælur og minnka mikilvægi rafmagns í orkuþörfinni verulega. „Hvað varðar aðra staði þá er ekki búið að útiloka að það finnist lághiti í nægilegu magni á öðrum þéttbýl- isstöðum. Við þurfum að fara markvisst í að finna lághita sem er hægt að setja inn á varmadælur. Við vitum af lághita á Ísafirði og í Bolungarvík og það er berghiti á Patreksfirði en ekki fundist vatn. Ég á von á því að það fari eitthvað að gerast í þessu á næsta ári og það verði settir peningar í Orkusjóð,“ segir Sölvi. Fyrir liggur hjá Orkubúinu bora eftir vatni á Laugum í Súg- andafirði. „Það eru tvær holur þar og er búið að afskrifa aðra. Fyrr en seinna þurfum við að koma upp annarri holu en það ekkert ákveðið um tímasetningar enn. Núna er verið að fara í gegn- um staðsetningar á holu,“ segir hann. – smari@bb.is Leitað verði markvisst að lághita Sveitarfélögin við Djúp, Aldrei fór ég suður og fyrirtæki á svæð- inu standa fyrir svokallaðri heim- komuhátíð laugardaginn 4. apríl. Hátíðinni er ætlað að kynna þau fyrirtæki sem starfa á norðan- verðum Vestfjörðum og þau tækifæri sem felast í því að taka vinnuna með sér vestur. Einnig verður kynning á öðrum þáttum sem hafa áhrif á búsetu, hvað hefur breyst á síðustu 20 árum og hvað það er sem gerir samfé- lagið fyrir vestan að góðum stað til að búa á. Tilgangur heim- komuhátíðar er einnig að sýna íbúum svæðisins, brottfluttum og aðkomufólki fjölbreytileika at- vinnulífsins og hversu mikla möguleika nútímasamfélagið hefur upp á að bjóða. Allir þátttakendur fá pláss á opna svæðinu í Háskólasetri Vest- fjarða. Þátttakendur hafa frjálsar hendur með hvernig þeir nýta plássið, hvort sem er með kynn- ingarstöndum, tölvum eða öðrum tækjum en þátttakendum er uppá- lagt að reyna að hafa plássið eins spennandi og kostur er, til dæmis með gagnvirkum leiðum. Á dag- skrá heimkomuhátíðar verða auk kynninga frá þátttakendum svo- kallaðar örkynningar og hug- myndahorn. Á örkynningum verða ýmis verkefni sem eru í gangi á svæðinu kynnt og á hug- myndahorni geta allir sem sækja hátíðina komið með hugmyndir að starfi eða þjónustu sem væri hægt að hefja á svæðinu. – smari@bb.is Heimkomuhátíð á páskum Heimkomuhátíð til að heilla og lokka nýja íbúa vestur.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.