Bæjarins besta - 01.04.2015, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2015
Sælkeri vikunnar er Þóra Björk Elvarsdóttir frá Ísafirði
Paella með kínóa og mangókremi
Það sem mér finnst skemmti-
legast við að elda mat er að
gefa öðrum að borða og þetta
Paella, sem ég ætla að gefa
ykkur uppskrift af, hefur komið
hverjum þeim á óvart sem
smakkað hefur, sem eykur enn
á gleði mína við að elda mat.
Það skemmir heldur ekki fyrir
að uppskriftin er góð fyrir
kroppinn, en hún er fengin úr
einni af bókum Þorbjargar Haf-
steinsdóttur. Svo ætla ég að
gefa ykkur uppskrift af synd-
samlega góðri súkkulaði-hrá-
köku sem ég held að svíki eng-
ann. Ég verð samt að taka fram
að ég reyni eftir fremsta megni
að nota alltaf lífrænt hráefni,
þó dýrara sé, því þeir sem það
hafa prófað vita að maturinn
verður bæði bragðmeiri og
bragðbetri fyrir vikið. Og það
sem mér finnst það allra besta
við að borða mat er að vita að
hann er bæði hollur og án allra
þeirra aukaefna sem kroppur-
inn þarf ekki á að halda.
Paella með kínóa
og mangókremi
2 dl kínóagrjón, þurristuð í
potti en það þarf að hræra í á
meðan þau eru ristuð þar til
þau fara að „poppa“ en þá eru 8
dl af vatni hellt yfir og suðan
látin koma upp. Lækkað í hitan-
um, lokið sett á og látið krauma í
25 mínútur, eða þar til grjónin
verða mjúk án þess að þau verið
grautarkennd. Það þarf að hafa
auga með grjónunum því þau
mega ekki brenna við né klístrast
saman. Þegar vatnið er að verða
búið af þeim þarf að taka þau af
hellunni og setja svolitla ólífuolíu
yfir þau.
1 poki þýddar rækjur, steiktar
í olífuolíu og smátt skornum hvít-
lauk, í ½ mínútu á hvorri hlið.
Tekið af og sett til hliðar meðan
grænmetið er græjað.
1 kúrbítur, þveginn og flysjað-
ur langsum með grænmetisflysj-
ara
½ fennikka í fíngerðum striml-
um
1 rauð paprika, fyrst skorin
langsum og svo í langa granna
strimla.
½ tsk fennikufræ
Salt og nýmalaður pipar
Saffranduft á hnífsoddi eða
nokkrir saffranþræðir (má sleppa)
Ólífuolía og kókosolía sett á
pönnu með grænmetinu og krydd-
inu og það svitað þar til það mýk-
ist en tekið af pönnunni áður en
það verður slappt.
Settu aðeins meiri olíu á pönn-
una og ristaðu þar 1 tsk af gurke-
meje og settu kínóagrjónin út á
pönnuna svo þau fái á sig gulan
lit. Settu þau svo á fat, grænmetið
yfir og rækjurnar þar ofan á. Þetta
er svo toppað með safa úr hálfri
sítrónu og berkinum (ef sítrónan
er lífræn og ljúf).
Magnókrem
1 þroskað mangó sem er flysj-
að og skorið í bita (má líka nota
frosna mangóbita sem búið er að
þýða).
6-8 msk kaldpressuð jómfrúar
repjuolía
3-4 msk sítrónusafi
Gróft sjávarsalt
2 hnífsoddar vanilluduft
Öllu blandað saman með töfra-
sprota þar til áferðin verður
rjómakennd og mjúk.
Súkkulaði-hrákaka
Kökubotn:
250 gr pekan hnetur
150 gr döðlur
80 gr gróft kókosmjöl
60 ml kókosolía
20 gr kakóduft
Ögn sjávarsalt
Setjið allt í matvinnsluvél og
maukið. Smyrjið hringform (sem
hægt er að taka botninn af og er
ca 26 cm í þvermál) og þrýstið
deginu upp að miðjum hliðum
formsins. Látið það bíða í ísskáp
eða frysti á meðan fyllingin er
löguð.
Fylling:
250 gr kasjúhnetur sem lagðar
hafa verið í bleyti í 4-6 klst
(vatninu hellt af).
85 gr kakóduft
250 ml vatn
100 ml agavesiróp
120 ml kókosolía
1 tsk vanilluduft
Setjið allt í matvinnsluvél og
þeytið þar til silkimjúkt.
Smyrjið fyllingunni á botninn
og frystið yfir nótt.
Taka þarf kökuna út nokkru
áður en hún er borin fram þar
sem hún getur orðið nokkuð
hörð undir tönn nýkomin úr
frysti. Frábært er að skreyta
hana með ferskum berjum og
ávöxtum og jafnvel bera fram
með rjóma eða heimagerðum
ís.
Verði ykkur að góðu.
Ég skora á elskulegu systur
mína hana Hrafnhildi Ýr Elv-
arsdóttur að vera næsti sæl-
keri vikunnar.
Góð fasteigna-
sala á Vestfjörðum
Góð fasteignasala hefur verið
á Vestfjörðum undanfarin miss-
eri og virðist sem framhald verði
þar á. „Það hefur verið góð sala,
það er vorfílingur í fólki. Það
vantar samt íbúðir á eyrinni og í
kringum eyrina,“ segir Guð-
mundur Óli Tryggvason, fast-
eignasali hjá Fasteignasölu Vest-
fjarða á Ísafirði. Samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins er nokkuð um
að eldra fólk sé að minnka við
sig og það yngra að stækka við
sig. Verð fasteigna er aðeins á
uppleið og fer að mestu eftir stað-
setningu og ástandi eigna.
Gott einbýlishús á Ísafirði fer
á ca. 120 þúsund krónur á fer-
metra og jafnvel meira eftir
ástandi eignarinnar. Svipað verð
á íbúðum á eyrinni á Ísafirði.
Stöðugt ástand er í Bolungarvík
en þar munu mörg hús vera til sölu
sakvæmt upplýsingum blaðsins.
Að sögn Guðmundar Óla er einn-
ig góð sala á suðurfjörðunum þ.e.
á Patreksfirði, Tálknafirði og á
Bíldudal.