Bæjarins besta - 13.05.2015, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Versnandi rekstur Ísafjarðarbæjar
Rekstrarniðurstaða A-hluta
bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar var
neikvæð um 25 milljónir króna á
síðasta ári. Fjárhagsáætlun gerði
ráð fyrir 52 milljóna króna af-
gangi samanborið við 187 millj-
ónir króna árið 2013. Ársreikn-
ingur Ísafjarðarbæjar var sam-
þykktur á bæjarstjórnarfundi í
gær. Rekstrarniðurstaða A og B
hluta er jákvæð um 78 milljónir
sem er 29 milljónum krónum
meira en fjárhagsáætlun gerði ráð
fyrir. A og B hluti skiluðu 302
milljóna króna afgangi árið 2013.
Til A-hluta telst bæjarsjóður sem
sinnir starfsemi sem að hluta eða
öllu leyti er fjármögnuð með skatt-
tekjum. Til B-hluta teljast stofn-
anir og fyrirtæki í meirihlutaeigu
Ísafjarðarbæjar og eru reknar sem
fjárhagslega sjálfstæðar einingar.
Heildartekur Ísafjarðarbæjar
og stofnana voru í fyrra 3.520
milljónir og lækka úr 3.598 millj-
ónum árið 2013. Veltufé frá
rekstri lækkar um 252 milljónir
króna milli ára, var 443 milljónir
árið 2013 en 191 milljón í árs-
reikningi 2014. Veltufé frá rekstri
segir til um fjárfestingargetu
sveitarfélagsins og sömuleiðis
getu þess til að greiða niður
skuldir. Skuldir Ísafjarðarbæjar
hækkuðu á síðasta ári um rúmar
500 milljónir króna og heildar-
skuldir bæjarsjóðs og stofnana
eru 5,8 milljarðar, þar af eru líf-
eyrisskuldbindingar 1,1 milljarð-
ur. – smari@bb.is
39 milljóna
króna sekt
fyrir skatta-
lagabrot
Héraðsdómur Vestfjarða
hefur dæmt athafnamann á
Ísafirði til að greiða 39
milljónir króna í sekt fyrir
skattalagabrot á árunum
2006 – 2011. Í ákæru Em-
bættis sérstaks saksóknara
var honum gefið að sök að
hafa á tímabilinu ekki staðið
skil á virðisaukaskatti að
fjárhæð 19 milljónir króna.
Ákærði gekkst við brotun-
um og leit dómurinn til þess
við ákvörðun refsingar.
Hann gerði þá kröfu að hann
yrði dæmdur til vægustu
refsingar er lög leyfa og
refsing verði að öllu leyti
skilorðsbundin.
Auk sektargreiðslu er
hann dæmdur í sex mánaða
fangelsi en refsingin fellur
niður að tveimur árum liðn-
um að uppfyltum ákvæðum
um almennt skilorð. Hann
hefur fjórar vikur til að
greiða sektina og skal ella
sitja í fangelsi í sex mánuði.
Ákærði hefur tvisvar áður
verðið sakfelldur í Héraðs-
dómi Vestfjarða fyrir brot
gegn skattalögum. Árið
2005 var hann dæmdur til
11 milljóna króna sektar og
í sex mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi og 2008 var hann
dæmdur til greiðslu 11 millj-
ónar króna sektar og í 2ja
mánaða skilorðsb. fangelsi.