Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.2015, Síða 6

Bæjarins besta - 13.05.2015, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Fangelsi fyrir hættulega líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 25 ára karlmann í sex mán- aða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsrárás, með því að hafa aðfararnótt laugardagsins 20. september 2014, við veitinga- staðinn Edinborgarhúsið á Ísa- firði, slegið mann með gleríláti í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra skurði vinstra megin á andliti. Ákærði mætti við þingfestingu málsins og viðurkenndi þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru. Farið var með málið samkvæmt ákvæðum 164. gr. laga nr. 88/ 2008 um meðferð sakamála og það tekið til dóms án frekari sönn- unarfærslu eftir að sækjandi og verjandi ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði og ákvörðun viður- laga. Um málavaxtalýsingu er skírskotað til ákæru. Játning ákærða fær fulla stoð í gögnum málsins. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögn- um málsins að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur árið 1990. Samkvæmt vottorði saka- skrár ríkisins hefur hann fimm sinnum síðan árið 2008 gengist undir sektargerð eða verið dæmd- ur til refsingar. Það sem hér skipt- ir máli er að hann var með dómi Héraðsdóms Reykjaness 9. jan- úar 2009 dæmdur í eins mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir brot gegn 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var hann með dómi Héraðsdóms Suðurlands 13. mars 2009 dæmd- ur í tveggja mánaða fangelsi skil- orðsbundið í tvö ár fyrir brot gegn 244. gr. almennra hengingarlaga. Voru brot þau sem ákærði var þá sakfelldur fyrir talin vera hegningarauki vegna þeirra brota sem ákærði var sakfelldur fyrir með dómi 9. janúar 2009 og gekkst undir með sektargerð 12. mars 2008 vegna brots gegn lög- um um ávana- og fíkniefni. Ákærði stóðst skilorð dómsins frá 13. mars 2009 og verður því, með vísan til 61. gr. almennra hegningarlaga, ekki talið að dóm- urinn hafi ítrekunaráhrif á ákvör- ðun refsingar nú. Við ákvörðun refsingar ákærða er litið til ský- lausrar játningar hans og afleið- inga brotsins og hættueiginleika verknaðarins, sbr. 2. og 3. tölu- liður 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Fresta skal fullnustu refsingar- innar og skal hún falla niður að tveimur árum liðnum frá upp- kvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð. Ákærði greiðir allan sakarkostað málsins, 20.000 krónur. – bb@bb.is Hagnaður tíunda árið í röð Afkoma Orkubús Vestfjarða var óviðunandi á síðasta ári að mati Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra. Hagnaður fyrir skatta nam 112,3 milljónum króna samanborið við 278 millj- ónir árið 2013. Fyrirtækið skilar hagnaði 10 árið í röð. Í árskýrslu fyrirtækisins segir Kristján Har- aldsson orkubússtjóri að afkoman sé óviðunandi, hvort sem horft er til fjárfestingarþarfar eða ávöxt- unar eigin fjár þess. Afkoman er mun slakari en áætlanir gerðu ráð fyrir og segir Kristján að það skýrist af kostnaðarauka vegna skerðingar Landsvirkjunar á af- hendingu á orku fyrir hitaveitu- katla. Í lok febrúar í fyrra boðaði Landsvirkjun skerðingu á raforku inn á katla hitaveitna Orkubúsins vegna óvenjulágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum sínum. Þessi skerðing stóð í rúma tvo mánuði. Orkubúið þurfti að kynda hita- veitur sínar með olíu að mestu meðan þetta ástand varði og varð aukinn kostnaður Orkubúsins um 200 milljónir króna af þessum sökum. Rekstrartekjur hækkuðu milli ára, fóru úr 2.117 milljónum árið 2013 í 2.208 milljónir árið 2014. Eignir Orkubúsins í árslok 2014 voru alls 6.962 milljónir og heildarskuldir alls 1.350 millj- ónir. Eigið fé nam því alls 5.612 milljónum sem er um 81 % af heildarfjármagni. Afskriftir árs- ins voru 265 milljónir króna. Á árinu 2014 var 779 milljón- um varið til fjárfestinga, þar af voru tengigjöld og vinna greidd af öðrum 23,2 millj. kr. Helstu framkvæmdir voru bygging nýrra aðveitustöðva í samvinnu við Landsnet, á Ísafirði og í Bolung- arvík og framkvæmdir vegna endurnýjunar Fossárvirkjunar hófust. Allar fjárfestingar voru kostaðar af eigin fé fyrirtækisins eða greiddar af þeim sem þeirra óskuðu. – smari@bb.is Færri kom- ast en vilja Vegna anna hjá Landhelg- isgæslunni þarf að fresta hreinsunarferð á Hornstrand- ir um viku. Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsinga- fulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir það eðlilega vera forsendu fyrir ferðinni að koma rusli sem safnast í burtu af staðn- um og lykilatriði að fá Land- helgisgæsluna með í verk- efnið. „Við höfum fengið svar um að þeir ætla að hjálpa okkur, en eru því miður uppteknir á þeirri helgi sem lagt hafði verið upp með. Við verðum því að fresta hreinsuninni um viku og ætlum að fara laugardaginn 30. maí,“ segir hann. Hugmyndin er að fara snemma morguns þann 30. maí og týna saman rusl yfir daginn, grilla á staðnum og koma til baka um kvöldið. Nákvæmlega hvenær komið verður til baka er óvíst, en það verður eftir kvöldmat. Aðsóknin hefur verið fram- ar vonum og búið er að fylla alla báta. „Það er frábært að vita til þess að fólk hafi svona mikinn áhuga á að gjalda landinu til baka það sem það hefur gefið okkur,“ segir Hálf- dán Bjarki. Síðustu misseri hefur Vél- smiðja ÞM á Hnífsdalsvegi smíð- að grindur og palla fyrir sérút- búna Toyota Hilux jeppa sem notaðir eru á Suðurskautslandinu. „Þetta eru grindur undir sex hjóla Hilux jeppa frá Arctic Trucks. Við erum búnir að smíða nokkrar grindur og palla fyrir þá,“ segir Haraldur Hákonarson járnsmið- ur. Hiluxarnir sem fara á Suður- skautið eru engir venjulegir jeppar eins og sést á meðfylgjandi mynd enda aðstæður þar afar erfiðar. Aðspurður hvað valdi að Arctic Truck láti smíða grind- urnar vestur á fjörðum segir Har- aldur það hafa byrjað þegar hann vann fyrir fyrirtækið í Noregi. „Svo erum við bara svona klárir,“ segir hann og hlær. Fyrir utan verkefni fyrir Arctic Truck er nóg að gera í járnsmíð- inni. „Það er alveg vitlaust að gera hjá okkur. Við erum fjórir í fullu starfi og svo grípur pabbi ennþá í þetta og mamma er enn með bókhaldið,“ segir Haraldur. Fyrir þá sem ekki vita eru for- eldrar hans þau Þröstur Marsell- íusson og Halldóra Magnúsdóttir. Arctic Trucks smíðar bílana á grunni Toyota Hilux. Breytingin felur í sér að skipt er um grind í bílunum og sett í ný grind sem Arctic Trucks hefur hannað. Þá eru gerðar miklar breytingar á drifbúnaði og yfirbyggingu auk þess sem í bílunum eru fjölmarg- ar sérhæfðar lausnir, þar með talið 6 hjóla drif fyrir 44 tommu dekk. Burður bílsins er þrefald- aður og olíutankar taka 650 lítra. Arctic Tucks hefur nú þegar breytt á þriðja tug bíla til notkunar á Suðurskautslandinu sem eru í notkun hjá mörgum af stærstu pólarstofnunum heims. Grindur í Suðurskautsjeppa smíðaðar á Hnífsdalsveginum Hafþór Ingi Haraldsson járnsmiður við pall sem fer á sex hjóla Hilux frá Arctic Trucks.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.