Bæjarins besta - 13.05.2015, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Krossgötur
Segja má Hermann B. Þor-
steinsson á Ísafirði, yfirleitt kall-
aður Hemmi múrari, hafi kúvent
lífi sínu á allra síðustu árum.
Sumarið 2013 eða fyrir tæpum
tveimur árum sagði hann skilið
við gamla fyrirtækið sitt og vinn-
ur núna að nýju og stóru verkefni
á allt öðrum vettvangi. Hermann
og eiginkona hans skildu en núna
á hann kærustu þó að enn haldi
þau hvort sitt heimilið. Hann er
ekki lengur með leitarhund held-
ur eru hann og kærastan hans að
þjálfa upp hund til annars verk-
efnis, fyrsta hundinn sem ætlaður
til slíks hér á landi. Og hann
þjáist af sjúkdómi sem fyrir
nokkrum árum fór að segja til
sín fyrir alvöru og tekur frá hon-
um bæði tíma og orku.
Hermann Björn Þorsteinsson
er 45 ára, sem sagt maður á besta
aldri. Hann er fæddur og uppalinn
á Flateyri og byrjaði barnungur
að vinna eins og algengt var í
sjávarplássunum fyrir vestan og
miklu víðar. Á unglingsaldri fór
hann suður og byrjaði þar að
læra múrverk, kom síðan til Ísa-
fjarðar átján ára gamall og hefur
átt þar heima síðan.
Ásamt Mikka, leitarhundinum
sínum, varð Hermann landskunn-
ur fyrir sameiginlega framgöngu
þeirra félaga í björgunarstörfun-
um eftir snjóflóðin hörmulegu í
Súðavík og á Flateyri á sínum
tíma.
Hermann er búsettur í Fífu-
tungu 7, í nýjasta hverfinu inni í
firði á Ísafirði, en það er einmitt
hugmyndum og framtakssemi
hans einna mest að þakka að það
byggðarhverfi varð að veruleika.
Alltaf með einhver plön
Í frétt á bb.is þann 1. ágúst
2013 segir:
Hermann Þorsteinsson, einn
af stofnendum stærsta verktaka-
fyrirtækis Vestfjarða, Vestfirskra
verktaka, hefur selt eignarhlut
sinn [þriðjungshlut] í fyrirtækinu
og tengdum félögum til meðeig-
enda sinna, þeirra Garðars Sig-
urgeirssonar og Sveins Inga
Guðbjörnssonar. Þremenning-
arnir stofnuðu félagið fyrir 10
árum.
Hermann segir enga sérstaka
ástæðu fyrir því að hann selji
hlut sinn í fyrirtækinu. Hann seg-
ist verða félögum sínum innan
handar um óákveðinn tíma. Her-
mann hefur verið í bygginga-
bransanum frá árinu 1990 en
hann rak áður fyrirtækið Múr-
kraft ehf. á Ísafirði. „Ég er alltaf
með einhver plön. Það eru mörg
og skemmtileg tækifæri á þessu
svæði,“ segir Hermann, sem var
ófús til að gefa upp hvað hann
tæki sér fyrir hendur.
En núna skal Hermann spurð-
ur: Hvers vegna fórstu út úr fyrir-
tækinu og hvað ertu að gera
núna? Er komið að því núna að
þú sért tilbúinn að gefa það upp?
„Ég var búinn að vera lengi í
byggingageiranum og langaði að
breyta til, auk þess sem heilsan
hefur ekki verið góð. Það voru
nú aðalástæðurnar. Síðan urðu á
þeim tíma ákveðnar breytingar í
mínu lífi, við konan mín vorum
að skilja og þess háttar, og þetta
var einfaldlega hluti af þessu upp-
gjöri öllu.“
Perlur fjarðarins
„Það sem ég er að gera núna?
Ég er í samkrulli við tvo gamla
Flateyringa, Guðmund Konráðs-
son og Halldór Bragason, og einn
aðfluttan, Bryndísi Sigurðardótt-
ur. Við erum að reyna að finna
sameiginlega sýn allra heima-
manna og ferðaþjóna í Önundar-
firði til að markaðssetja fjörðinn
sem vænlegan stað til að heim-
sækja. Við höfum rætt mikið við
fólkið hér í Önundarfirði um það
hvert sé helsta aðdráttarafl svæð-
isins og ætlum að reyna að „branda“
fjörðinn.
Þetta er helsta viðfangsefni
mitt um þessar mundir, að efla
ferðaþjónustu í Önundarfirði.
Núna í febrúar stofnuðum við
félag sem heitir Perlur fjarðarins
og höfum verið hægt og sígandi
að vinna að þessu verkefni síðan.
Við fengum styrk frá Vaxtar-
samningi Vestfjarða, sem hjálp-
aði mikið til að farið var af stað.“
Því má skjóta hér inn, að styrkj-
um til atvinnumála kvenna var
úthlutað fyrir stuttu. Meðal þrjá-
tíu og þriggja verkefna sem styrki
fengu að þessu sinni voru tvö
vestfirsk, annað þeirra einmitt
verkefnið Perlur fjarðarins á
Flateyri, sem fékk eina milljón
króna „til markaðssetningar á
markaðssetri fyrir Önundarfjörð,
samþættingar og samvinnu ferða-
þjónustufyrirtækja í firðinum“.
Meira um það síðar í þessu við-
tali.
Væntanlega gengið
með sóríasis alla tíð
„Hluti af þessum breytingum
öllum hjá mér núna síðustu árin
er líka að ég fékk sóríasis og
mikla verki í liði. Einnig fékk ég
brjósklos og fór í aðgerð vegna
þess fyrir jólin 2013 og er enn að
glíma við bakverki og verki niður
í fót. Ég hef verið að glíma við
þetta í nokkur ár. Sennilega er ég
búinn að vera með þetta í mörg ár
í tánöglum en það var alltaf talað
um að þetta væri fótasveppur.
En svo fór þetta að koma fram
víðar og varð ansi svæsið. Þegar
ég fékk greiningu á þessu var
sagt að væntanlega hefði ég geng-
ið með sóríasis alla mína tíð án
þess að hann kæmi fram fyrr en
svona seint. Það er basl að eiga
við þennan sjúkdóm, eins og auð-
vitað alla aðra sjúkdóma. Þetta
tekur frá manni bæði tíma og
orku.“
Byrjaði bráðungur
að vinna ýmis störf
Eins og áður sagði er Hermann
upprunninn á Flateyri. Faðir hans
er Þorsteinn Guðbjartsson, venju-
lega kallaður Steini á Hesti, frá
Efrihúsum á Hesti í Önundarfirði.
Móðir Hermanns hét Sigrún Bern-
ódusdóttir.
„Hún dó þegar ég var ellefu
ára, þannig að á uppvaxtarárun-
um þurfti maður svolítið að sjá
um sig sjálfur. Við vorum þrjú
systkinin, ein hálfsystir sem þá
var tólf ára og albróðir sem var
þriggja ára. Það kom talsvert í
hlut okkar eldri systkinanna að
hjálpa til á heimilinu og aðstæð-
urnar voru kannski svolítið öðru-
vísi en gengur og gerist.“
Mjög snemma byrjaði Her-
mann að vinna, byrjaði að hjálpa
til í sláturhúsi þegar hann var
sjö-átta ára gamall. Á sumrin var
hann mikið í sveit hjá Halldóri
Mikkaelssyni í Breiðadal í Ön-
undarfirði þangað til vinnan í slát-
urhúsinu tók við á haustin. Þegar
hann komst á unglingsár fór hann
að vinna við að beita og í frysti-
húsinu og fór síðan á sjó.
Nám hjá Ella Skafta
og stofnun Múrkrafts
Hermann var einn vetur í Hér-
aðsskólanum á Reykjum í Hrúta-
firði og síðan tvo vetur í Héraðs-
skólanum í Reykjanesi við Ísa-
fjarðardjúp. Eftir það fór hann til
Reykjavíkur og byrjaði ári síðar
eða 1986 að læra múrverk hjá
Helga Rafnssyni múrarameist-
ara. Um páskana 1987 fluttist
hann aftur vestur, settist að á
Ísafirði og hélt áfram í múrara-
náminu hjá Elíasi Skaftasyni og
kláraði það 1990.
Strax upp úr því fór hann að
vinna sjálfstætt sem múrari,
stofnaði fyrirtæki sem hét Múr-
kraftur og vann einn í því fram til
1995. Jafnframt var hann í meist-
aranámi og útskrifaðist það sama
ár. Þá tóku sig saman í ákveðnu
verkefni fjórir múrarar á Ísafirði,
auk Hermanns þeir Elías Skafta-
son, Örn Sveinbjarnarson og Jón
Þorláksson, en þeir höfðu allir ver-
ið að vinna sjálfstætt hver um sig.
Garða-múr og
Vestfirskir verktakar
Á þessum tíma var verið að
byggja kirkjuna á Ísafirði og þeir
félagar tóku sig saman og inntu
múrverkið við hana af hendi. Upp
úr því stofnuðu þeir fyrirtækið
Garða-múr, þannig að segja má
að kirkjan hafði sameinað þá.
Auk múrverks var Garða-múr
með hellulagnir og fleira sem
snýr að frágangi garða. Það fyrir-
tæki var starfandi fram til ársins
2000. Þá fluttist Örn til Reykja-
víkur, félaginu var splittað upp
en Hermann fór aftur að vinna
einn í Múrkrafti, sem hann hafði
átt allan tímann, með þeirri und-
antekningu að Pétur Albert Sig-
urðsson var með honum í hálft
annað ár. Þessi lota Hermanns í
Múrkrafti stóð fram á árið 2003.
Þá um haustið tóku sig saman
þrír iðnaðarmenn á svæðinu, auk
Hemma múrara smiðirnir Garðar
Sigurgeirsson í Súðavík og Sveinn
Ingi Guðbjörnsson á Ísafirði, og
stofnuðu Vestfirska verktaka ehf.
Segja má að þar hafi runnið sam-
an starfsemi þriggja fyrirtækja,
Múrkrafts, Eiríks og Einars Vals
hf. á Ísafirði, þar sem Sveinn
Ingi starfaði áður, og GS trésmíði,
sem Garðar átti og rak í Súðavík.
Þegar Hermann seldi þriðj-
ungshlut sinn í Vestfirskum verk-
tökum fyrir tæpum tveimur árum
var góður gangur hjá fyrirtækinu
og er enn. „Eftir hrunið var róð-
urinn þungur um tíma eins og
víðar en fyrirtækið stóð það samt
vel af sér. Fyrirtækið hefur alla
tíð notið þeirrar gæfu að hafa
næg verkefni og ekki síst að hafa
góðan mannskap. Þetta blessaðist
allt vel og menn stóðu keikir eftir
þessar hremmingar,“ segir Her-
mann.
Þjálfar hund til
að finna húsasvepp
– Hvað hefurðu verið að gera í
millitíðinni frá því að þú seldir
hlut þinn í Vestfirskum verktök-
um, fyrir utan undirbúningsvinnu
við Perlur fjarðarins?
„Ég var að vinna að ýmsum
verkefnum, bæði sem iðnaðar-
maður og líka hef ég verið að auka
þekkingu mína á sviði heilsu-
húsa með tilliti til loftunar, raka
og myglusvepps í húsum, eða
húsasvepps.
Meðal annars hef ég sótt
námskeið hjá Húsum og heilsu,
fyrirtæki sem sérhæfir sig í skoð-
un og rannsóknum á húsnæði
með tilliti til raka og þeirra lífvera
sem vaxa við þær aðstæður. Svo
nýtist auðvitað líka reynsla iðn-
aðarmannsins varðandi það hvern-
ig hús eru uppbyggð.“
Jafnframt hefur Hermann verið
að prófa sig áfram að þjálfa hund
til þess að finna húsasvepp. Er sú
þjálfun langt á veg komin?
„Nei, það má segja að hún sé
bara á byrjunarstigi. Við höfum