Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.2015, Side 9

Bæjarins besta - 13.05.2015, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 9 rnar í lífi Hemma múrara verið að fikra okkur áfram. Þann- ig hundar eru ekki til hér á landi, en þeir eru víða til í Evrópu. Þetta er svolítið ný hugsun, nýjar pælingar, þó að hundaþjálfun gangi í grunninn út á það sama.“ – Og hvað heitir hundurinn? „Hann heitir Benni og eigandi hans er Auður Björnsdóttir. “ Við búum reyndar ekki saman ... – Þið Auður hafið heldur betur reynslu af hundum og hunda- þjálfun. „Já, bæði með áratugareynslu.“ – Er það rétt sem ég heyrði að þið Auður búið saman núna? „Nei, við búum reyndar ekki saman, við rekum sitt hvort heim- ilið, en við erum að rugla saman reytum. Ætli það megi ekki segja að við séum kærustupar, eða hvernig maður á að orða það!“ – Samstarf ykkar Mikka var frægt. Ertu enn með leitarhund? „Nei, ég hef ekki verið með leitarhund í nokkuð mörg ár. Ég hef reyndar alltaf átt hund, en ekki leitarhund lengur.“ Því má bæta við, að Auður er ekki heldur með leitarhund leng- ur. Hún hefur verið að þjálfa hjálparhunda fyrir fatlað fólk og líka er hún um þessar mundir með tvo hunda í þjálfun fyrir blinda. Nokkuð djúp spor í sálartetrinu Eitt af því sem Hermann fékkst við í tómstundum um langt árabil var þjálfun leitar- og björgunar- hunda, enda þrautreyndur björg- unarsveitarmaður. Afrek Mikka hans við leit og björgun eftir snjó- flóðin skelfilegu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 urðu lands- kunn. „Erfiðustu atvikin í lífi mínu eru þegar mamma dó og síðan áföllin miklu í Súðavík og á Flat- eyri. Þetta voru heimabæir okkar hjónanna beggja. Þetta tók mikið á, því að maður þekkti mjög vel til á báðum stöðum. Segja má að Flateyrarflóðið hafi tekið ennþá meira á mann, því að þar náðum við björgunar- menn kannski ekki eins góðum árangri að bjarga fólki á lífi og við náðum þó í Súðavík. Þessir atburðir held ég að hafi markað nokkuð djúp spor í sálartetrinu.“ Tvíburarnir orðnir sextán ára Hermann og fyrrverandi eigin- kona hans, Jenný Elfa Árnadóttir, upprunnin í Súðavík, eiga saman tvo syni. Það eru tvíburarnir Þor- steinn Ýmir og Patrekur Darri, orðnir sextán ára gamlir. „Eftir skilnaðinn hef ég verið með annað hvort annan drenginn minn eða báða. Í dag er Patrekur Darri hér fyrir vestan og byrjaður í bakaranámi en Þorsteinn Ýmir er hjá mömmu sinni í Reykjavík í skóla.“ Svettið, leið til að líta í eigin barm Nokkur undanfarin ár hefur Hermann lagt stund á svett, eins og það er kallað. Hvers vegna fór hann að iðka þetta, sem til skamms tíma hefur verið fram- andi á Íslandi? „Ástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta er kannski fyrst og fremst út af öllum þessum heilsubresti. Þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi um lífið og sjálfan sig. Þetta er ein af mörgum leiðum sem menn geta prófað til þess einmitt að líta í eigin barm með gagnrýnum hætti og kynnast sjálfum sér betur, bæði andlega og líkamlega.“ Svett er andleg og líkamleg hreinsun, ættuð frá frumbyggjum Norður-Ameríku. Athöfnin felst í því að fólk situr í hringlaga tjaldi sem hitað er upp með stein- um sem hafa verið hitaðir í eldi og bornir inn í tjaldið þannig að þátttakendur svitna afskaplega (þaðan er nafngiftin komin). Set- ið er í tjaldinu í sirka fjórum sinn- um tuttugu mínútur (að minnsta kosti hér) og kyrjað. Áhrifin sem eftir standa eru líkamleg vellíðan og friðsæld hugarins. Komin eru eitthvað um fjögur- fimm ár síðan Hermann fór fyrst í svett í Reykjavík og síðan aftur eitthvað um ári síðar. Kannski sjá hrafnar betur „Í framhaldi af því ákváðum við að prófa þetta hérna fyrir vestan, því að það eru ansi margir sem hafa áhuga á þessu og eru að skoða sjálfa sig. Til okkar hefur komið töluverður fjöldi af fólki í svett. Guðmundur Konráðsson sem er með mér í þessum félags- skap og hefur stundað svett í fjöldamörg ár og farið í svett víða um heim hefur aðallega stýrt

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.