Bæjarins besta - 13.05.2015, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 15
Lausn á síðustu krossgátu
Sudoku þrautir
Þjónustuauglýsingar
Góuholt 14
Til sölu er fallegt og mikið endurnýjað, sex
herbergja, 166,3m² einbýlishús á einni hæð í
Holtahverfinu á Ísafirði. Að auki er viðbygging,
alls 18,6m² sem ekki eru skráðir hjá FMR. Sam-
tals 184,9m². Verð: 29,9 milljónir króna.
Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson lögg.
fasteignasali í síma 896 2312 eða á netfanginu
ss@landmark.is.
Eva Margrét
besti ungi
leikmaðurinn
Eva Margrét Kristjánsdóttir
leikmaður 1. deildar liðs kvenna
hjá KFÍ var valin í úrvalslið deild-
arinnar á uppskeruhátíð Körfu-
knattleikssambands Íslands sem
fram fór á föstudag. Hún var einn-
ig á meðal sex kvenna sem keppt-
ust um að vera valinn besti leik-
maður deildarinnar. Fyrir valinu
varð leikmaður Stjörnunnar,
Bryndís Hanna Hreinsdóttir.
Eva Margrét var hins vegar
valin besti ungi leikmaður síðasta
keppnistímabils.
Hreinsunarátak
í Bolungarvík
Bolungarvíkurkaupstaður býð-
ur garðeigendum aðstoð í tengsl-
um við vorverkin í garðinum.
Afklippur af trjám og runnum og
annar garðaúrgangur verður fjar-
lægður garðaeigendum að kostn-
aðarlausu mánudaginn 25. maí,
þriðjudaginn 26. maí og mánu-
daginn 1. júní. Garðaúrgangur
ætti að vera í pokum, en trjá-
greinar bundnar saman og stað-
settur þannig að hann sé vel að-
gengilegur starfsmönnum.
Garðeigendur eru hvattir til að
halda sér þeim afklippum af viðju
og víðirunnum sem aðrir garð-
eigendur gætu nýtt sér til gróður-
setningar. Föstudaginn 22. maí
stendur bærinn fyrir hreinsunar-
átaki sem Bolvíkingum er boðið
að taka þátt í . Að venju verður
grillað að átakinu loknu.
Engi fyrir lista-
menn og nýsköpun?
Til skoðunar er að nýta hús-
eignina Engi við Seljalandsveg á
Ísafirði undir listsköpun. Húsið
komst í eigu Ísafjarðarbæjar eftir
langt og strangt uppkaupaferli í
kjölfar ákvörðunar um að reisa
varnargarða í Eyrarfjalli. Heils-
ársbúseta í Engi er ekki heimil
þar sem húsið er utan varnar-
garðanna.
Atvinnu- og menningarmála-
nefnd hefur skoðað húsið að
beiðni Gísla Halldórs Halldórs-
sonar bæjarstjóra en hann bað
nefndina að skoða möguleika á
nýtingu hússins. Nefndin er að
skoða hvort að ráðlegt sé að nýta
húsið fyrir listamenn eða nýsköp-
un.