Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.07.2015, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 30.07.2015, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Norðursigling hefur siglingar í Jökulfirði Norðursigling á Húsavík ætlar að hefja skíðaferðir í Jökulfirði næsta vor. Ferðirnar verða í sam- starfi við Auroru Arktika á Ísa- firði. Fyrirtækin ætla að vinna saman að markaðssetningu og framkvæmd ferðanna. Í fréttatil- kynningu segir Heimir Harðar- son, skipstjóri og einn af eigend- um Norðursiglingar, að samstarf- ið komi báðum fyrirtækjum til góða. Norðursigling muni nýta seglskipið Donnu Wood í þessar ferðir næsta vor en hún er liðlega 31 metra langt tvímastra eikar- skip sem var smíðað 1918 en breytt í farþegaskip 1990. Skipið sem bættist í flota Norðursigl- ingar fyrr á þessu ári er með 7 fullbúnar káetur fyrir farþega og stóran matsal. „Allur aðbúnur um borð í Donnu Wood er með besta móti og tilkoma skipsins gerir fyrirtækjunum kleift að auka gæði og bjóða betri aðbúnað í slíkum ferðum en hingað til hefur verið hægt,“ segir Heimir Harð- arson. Sigurður Jónsson, eigandi Aur- ora Arktika, segir að skíðaferðir Auroru hafi gengið ákaflega vel en að ákveðin eftirspurn hafi alltaf verið eftir meira plássi og auknum þægindum sem hægt verði að bjóða upp á með stærra skipi. „Aurora er 60 feta segl- skúta sem upphaflega var notuð í kappsiglingum í kringum hnött- inn. Hún er orðin heimsþekkt sem „færanlegur fjallakofi“ og mið- stöð fyrir frábæra náttúruupplifun víða um norður Atlantshaf. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að bjóða upp á skíðaferðir með henni,“ segir Sigurður. Hafnarstjórn Ísafjarðar- bæjar ætlar ekki að taka til- boði í stál vegna fyrirhug- aðrar þybbu á Mávagarði. Ástæðan er óljós aðkoma ríkisvaldsins að verkinu. Þrjú tilboð bárust en einugis eitt stóðst kröfur sem eru gerðar til gæða og styrkleika stálsins. Tilboðið var frá G. Arasyni og hljóðaði upp á tæpar 14 milljónir króna. Í bókun hafnarstjórnar segir að samgönguyfirvöld geti ekki fríað sig frá því að klára mannvirkið með viðundandi hætti þannig að hægt verði að taka olíuskip upp að hafn- arkantinum með öruggum hætti gagnvart skipi og um- hverfi og eins og staðan er í dag vantar mikið upp á það. Mávagarðurinn eins og hann er í dag er mannvirki sem stenst ekki þær kröfur sem gera verði til hans. Hafnar- stjórn beinir þeirri áskorun til samgönguyfirvalda að taka þetta mál sérstaklega til skoðunar við afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu sam- gönguáætlunar 2015-2018 sem liggur óafgreitt í Al- þingi. Þybba er stuðkantur sem heldur við skut stórra skipa sem leggjast upp að Máva- garði. Í stífum sunnan- og vestanáttum má lítið út af bregða svo stóru olíuskipin missi ekki skutinn upp í grjótið við Mávagarð. – smari@bb.is Tilboði hafnað vegna skorts á fjármagni Á þessari mynd sést vanda- málið sem við er að etja. Í lok annars ársfjórðung þessa árs bjuggu 330.610 manns hér á landi, 166.170 karlar og 164.440 konur. Landsmönnum fjölgaði um 870 frá áramótum. Erlendir ríkisborgarar voru 25.090 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 212.120 manns. Íbúar á Vest- fjörðum eru 6.930 í lok ársfjórð- ungsins og breytist fjöldi þeirra ekkert milli fjórðunga. Einu mann- fjöldabreytingar hjá sveitarfélög- unum á Vestfjörðum eru fækkun íbúa í Bolungarvík um 10 og sama fækkun í Reykhólahreppi en íbúum Vesturbyggð fjölgaði um 10 og sama fjölgun var í Ár- neshreppi. Á landinu voru brottfluttir ein- staklingar með íslenskt ríkisfang 120 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 470 fleiri en þeir sem fluttust frá land- inu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslensk- ra ríkisborgara en þangað fluttust 170 manns á 2. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 480 íslenskir ríkisborg- arar af 680 alls. Af þeim 570 erlendu ríkisborgurum sem flutt- ust frá landinu fóru flestir til Póllands, 140 manns. Flestir aðfluttir íslenskir ríkis- borgarar komu frá Danmörku (140), Noregi (120) og Svíþjóð (100), samtals 360 manns af 550. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 340 til landsins af alls 1.050 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 60 erlendir ríkisborgarar. Íbúum fjölgar í Vesturbyggð Héraðsdómur Vestfjarða hefur á síðustu átta mánuðum mildað refsingar í þremur alvarlegum málum vegna seinagangs við rannsókn lögreglunnar á Vest- fjörðum og langrar málsmeðferð- ar ákæruvaldsins. Í nóvember á síðasta ári var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Vestfjarða dómur í nauðgunarmáli. Nauðgunin var kærð til lögreglu í maí 2012 og ákæra var gefin út í mars 2014, tæpum tveimur árum síðar. Í dómi Héraðsdóms segir: „Vegna alvarleika málsins getur dómur- inn ekki metið fullnægjandi þá skýringu lögreglu að drátt á með- ferð málsins megi rekja til mikils álags. Vegna þess dráttar sem orðið hefur á meðferð málsins, og ákærða verður ekki um kennt, þykir rétt að fresta fullnustu 21 mánaðar af refsingunni og skal hún falla niður að liðnum.“ Mað- urinn var dæmdur í 24 mánaða fangelsisrefsingu. Í maí var kveðinn upp dómur vegna vörslu á barnaklámi. Brot- ið telst stórfellt og var maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af voru 12 mánuðir skilorðs- bundnir. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að rannsókn málsins tók um tvö ár, hófst í febrúar 2013 og ákæra var gefin út í janúar 2015. Í dómi segir að gera verði þá kröfu að meðferð mála sem þessara hjá lögreglu og ákæruvaldi verði lokið á mun skemmri og að ákærða verði á engan hátt kennt um hversu lang- an tíma málsmeðferðin tók. Í síðustu viku var maður dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir tilraun til fjársvika með því að kveikja í húsi á Patreksfirði í því skyni að svíkja út trygging- arbætur. Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fang- elsi og þótti rétt að skilorðsbinda alla refsinguna sökum þess að málsmeðferð tók tæp fjögur ár. Íkveikjan var í júlí 2015 og gögn málsins bera með sér að rannsókn málsins hafi að mestu lokið á árinu 2011. Ákæra var gefin út í apríl á þessu ári. „Ekki hafa kom- ið fram fullnægjandi skýringar á því hvers vegna meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi dróst eins og raunin varð. Ákærða verður ekki kennt um þennan drátt og verður því fullnustu refs- ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða. – smari@bb.is Dómar ítrekað mildaðir vegna seinagangs lögreglu

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.