Bæjarins besta - 07.01.2004, Síða 3
3MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004
Við hitum upp!
25% afslátturaf öllumvörum 8. 9.og 10. janúar
Útsala hefst
12. janúar af
völdum vörum
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi
Fagnar undirtektum forsætisráð-
herra við löggjöf um hringamyndun
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Framsóknar-
flokksins í Norðvesturkjör-
dæmi segist fagna undirtektum
forsætisráðherra, sem komu
fram í áramótaávarpi hans, við
hugmyndum um að setja lög-
gjöf gegn hringamyndun. Til-
laga Kristins um málið var
samþykkt á flokksþingi fram-
sóknarmanna í febrúar á síð-
asta ári. Hann segir þetta verða
eitt af stóru málunum á vor-
þingi en eins reiknar hann með
líflegum umræðum um spari-
sjóðamálið, sjávarútveginn og
stofnun háskóla á Vestfjörð-
um.
Í samþykkt flokksþingsins
er kveðið á um að undirbúin
verði löggjöf gegn hringa-
myndun og ráðandi markaðs-
stöðu í einstökum atvinnu-
greinum. M.a. verði athugað
„hvort ekki sé rétt að kveða á
um skiptingu markaðsráðandi
fyrirtækja“, eins og segir í
samþykktinni. „Ég spái því að
þetta verði eitt af stóru málun-
um á vorþinginu því mönnum Kristinn H. Gunnarsson.
er ljóst að samþjöppunin er
orðin svo mikil í mörgum at-
vinnugreinum að samkeppni
er vart raunhæf að óbreyttu.
Þannig verður að grípa til ráð-
stafana svo samkeppnisþjóð-
félagið virki eins og til er ætl-
ast“, segir Kristinn.
Hann álítur að í löggjöfinni
eigi að takmarka mjög ráðandi
aðila á fjármálamarkaði, s.s. í
bankastarfsemi, til beins
eignarhalds í öðrum at-
vinnugreinum hvort sem
það er í sjávarútvegi á fjöl-
miðlamarkaði eða á öðrum
sviðum. „Það þarf að vera
valddreifing í þjóðfélaginu
og þessi löggjöf þarf að
stuðla að því að ná slíkum
markmiðum.“
Hann segir að í sparisjóða-
málinu sé tekist á um
frekari samþjöppun á
fjármálamarkaði eða
hvort að koma eigi í
veg fyrir hana. Stóru
átakamálin í sjávar-
útvegi séu tengd
sama stefi, sam-
þjöppuninni sem býr til stór
fyrirtæki með mikil völd á fá-
um stöðum. „Við sjáum beina
skírskotun til Vestfjarða þar
sem samþjöppunin hefur dreg-
ið þrótt úr svæðinu eins og sjá
má af nýlegum fréttum um
fækkun ársverka“, segir Krist-
inn.
Þásegir hann uppbyggingu
menntamála
á Vest-
fjörðum verða í brennidepli
en það sé eitt allra stærsta
framfaramál gamla fjórðungs-
ins. „Það verður mikið kapp
lagt á að ljúka því fyrir lok
þings í vor þ.e. að fá ákvörðun
um stofnun háskóla á Vest-
fjörðum. Að auki verði lögð
áhersla á að tryggja stöðug-
leika í útgerð dagabáta með
því að gólf í fjölda daga sem
þeir megi róa. „Þetta er mikið
hagsmunamála dagasjómanna
og margir á Vestfjörðum sem
eiga mikið undir því.“
Loks telur hann að fiskveiði-
stjórnunin verði mikið til um-
ræðu. Ekki hafi tekist að fá
fram sæmilega sátt um málið
og áfram verði tekist á um
breytingar á kerfinu. „Á Vest-
fjarðamiðum er veiddur fjórð-
ungur alls þorsks sem veiddur
er við landið, nær þriðjungur
alls ýsuaflans og tæplega
helmingur alls steinbítsaflans.
Við hljótum að gera kröfu til
þess að auðlind Vestfjarða
verði nýtt til að styrkja búsetu
og atvinnulíf á Vestfjörðum
með sömu rökum og samstaða
er um að nýta vatnsorku Aust-
firðinga til atvinnuuppbygg-
ingar þar“, sagði Kristinn H.
Gunnarsson í samtali við blað-
ið. – kristinn@bb.is
Lögreglan á Ísafirði
Metár í fangavistun
Árið 2002 var metár í
fangageymslum lögreglunn-
ar á Ísafirði. Þá voru 102
settir inn og hafa ekki verið
fleiri á 10 ára tímabili sam-
kvæmt ársskýrslu Sýslu-
mannsins á Ísafirði fyrir árið
2002. Næst flestir voru settir
inn árið 1996 eða 101 og 100
á árinu 1993. Fæstir voru settir
inn á árinu 1999 eða 43. Karl-
menn eru í meirihluta þeirra
sem hafa gist fangageymslur-
nar öll árin. Á árunum 1992 til
2002 voru 722 karlar settir inn
en 68 konur.
Útsend sektarboð hjá lög-
reglunni á Ísafirði voru 589 á
árinu 2002 sem er í meðal-
lagi miðað við síðustu ár
fimm ár, heldur fleiri en á
árinu 2001 þegar 541 sektar-
boð var sent út og heldur
færri en á árinu 1999 þegar
þau voru 659, samkvæmt
skýrslu sýslumannsins.
– kristinn@bb.is
01.PM5 12.4.2017, 09:003