Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2004, Page 5

Bæjarins besta - 07.01.2004, Page 5
5MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Rauða kross deildirnar á Vestfjörðum ásamt Sigga Björns, trúbador á Flateyri, standa fyrir styrktartónleikum til hjálpar fórnarlömbum jarð- skjálftans í Íran á kl. 20:30 sunnudagskvöld í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Fjöl- margir tónlistarmenn koma fram og gefa vinnu sína og allur ágóði rennur óskiptur til aðstoðar fólkinu sem lifði af jarðskjálftann. Að sögn Bryndísar Frið- geirsdóttur, starfsmanns Rauða krossins á norðanverð- um Vestfjörðum, hafa starfs- menn og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Íran dreift 92.000 tjöldum sem fólk sem lifði af jarð- skjálftann í Íran dvelur nú í meðfram götum Bam. Bryndís segir Íslendinga halda áfram að bregðast með afbrigðum vel við fjársöfnun Rauða krossins og hafi gefið rúmar 5 milljónir króna, aðal- lega með því að hringja í söfn- unarsímann 907 2020 en einn- ig með framlögum af greiðslu- korti á heimasíðu Rauða kross- ins. – kristinn@bb.is Styrkja fórnarlömb jarðskjálfta í Íran Siggi Björns og Rauði krossinn á Vestfjörðum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Stuðningsfjölskylda Svæðisskrifstofa fatlaðra óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldu í Bolungarvík. Nánari upplýsingar veitir Helga í síma 456 5224. Jeb Ivey, leikmaður KFÍ er besta skyttan í Intersportdeild- inni í körfuknattleik ef tekið er mið af svokallaðri þrennu þ.e. samanlagðri skotnýtingu, nýtingu þriggja stiga skota og vítanýtingu. Þetta kemur fram í samantekt á vefsvæði KFÍ. Skotjafnan svokallaða nær eingöngu til þeirra sem hafa að lágmarki skotið tuttugu skotum, fimm vítaskotum og hitt úr tíu vítum. Jeb fær þá 196,8 stig en í öðru sæti kemur Falur J Harð- arson hjá Keflavík með 195,1 stig og Brenton J Birmingham hjá Njarðvík með 192,2 stig. Margvíslega tölfræði um leik- menn Intersportdeildarinnar er að finna á heimasíðu KKÍ. – kristinn@bb.is Jeb Ivey er besta skyttan Intersportdeildin í körfuknattleik Florinda í Ísafjarðarhöfn. Flutningaskipið Florinda kom til hafnar á Ísafirði á laugardag og losaði um 560 tonn af norskri iðnaðar- rækju sem fer til vinnslu hjá verksmiðjum á svæð- inu. Þá lestaði skipið 260 tonn af afurðum sem fluttar verða til Portúgals og Spánar. Florinda lét úr höfn á sunnudagskvöld og hafði þá samtals 820 tonnum af sjávarafurðum verið umskipað. Kári Þór Jóhannsson, hjá frystigeymslu Vestra við Ísafjarðarhöfn, segir vonir manna standa til þess að fyrsta helgi ársins gefi góð fyrirheit fyrir næstu mánuði ekki síst þegar aflatölur af höfn- unum eru að dala. – kristinn@bb.is 820 tonnum af sjávarafurð- um umskipað í Ísafjarðarhöfn Flateyringar skemmtu sér vel á gamlárskvöld, eins og vonandi flestir landsmenn, þegar þeir kvöddu gamla árið með tilhlýðilegri virðingu og fögnuðu því nýja. Fjölmenni sótti brennuna sem þótti takast vel og fylgdist með litskrúðugri flugeldahríð. Páll Önundarson var á staðn- um og fangaði stemmninguna á Flateyri þegar árið 2003 var að renna sitt skeið á enda og nýtt ár að ganga í garð. – kristinn@bb.is Flateyringar fögnuðu nýju ári með pompi og prakt 01.PM5 12.4.2017, 09:005

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.