Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 07.01.2004, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 07.01.2004, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Vestfirðingurvikunnar Nafn: Gísli Aðalsteinn Hjartarson. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Á Ísafirði 27.10.1947. Atvinna: Starfsmaður Skipstjóra- og stýrimannafél- agsins Byjgunnar á Vestfjörðum, ritstjóri Skutuls, blaðs jafnaðarmanna á Vestfjörðum, rithöfundur og leiðsögumaður í áratugi um óbyggðir Vestfjarðakjálk- ans og víðar. Fjölskylda: Einhleypur og býr einn. Helstu áhugamál: Ritstörf, útivist, skotveiði, ferðalög, góður matur (eins og sjá má á vextinum), stjórnmál og grúsk í gömlum vestfirskum fræðum. Bifreið: Grand Cherokee Limited, árg. 1997. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Nýjustu árgerð af Grand Cherokee, flottustu týpunni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Skipstjóri á heimshöfunum sjö. Uppáhalds matur? Heimasviðin svið og rófustappa og steikt lambalæri að hætti mömmu með sykurbrún- uðum kartöflum, brúnni sósu, grænum baunum og mikilli rabbabarasultu. Versti matur sem þú hefur smakkað? Þykir allur matur góður – alltof góður. Uppáhalds drykkur? Kaffi og af sterkum drykkjum er það Captain Morgan í kók. Uppáhalds tónlist? Kántrí og sígild tónlist. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Sem betur fer bjargaði brennivínið mér frá íþróttabölinu. Uppáhalds sjónvarpsefni? Spaugstofan og náttúru- lífsþættir. Uppáhalds vefsíðan? bb.is er upphafssíðan mín á netinu. Ligg gjarnan á fjölmiðlasíðunum. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Held mikið upp á gamla vestra og fannst alltaf svonefndar „Doll- aramyndir“ bestar. Fallegasti staður hérlendis? Hornvík um sólstöður í miðnætursól. Þessi vík á milli fuglabjarganna miklu, Hælavíkurbjargs og Hornbjargs er engu öðru lík. Fallegasti staður erlendis? Eystribyggð á suður Grænlandi. Ertu hjátrúarfull(ur)? Já og nei, jú dálítið. Uppáhalds heimilistækið? Uppþvottavélin er í fyrsta sæti og síðan sjónvarpið. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að ferðast með góðum félögum um óbyggðir, deila með þeim mat, tjaldi og slarkinu sem fylgir slíkum ferðum. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Óhreinskilni, lygi og fals. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Borða góðan mat og slappa af með glas í hendi með félögunum yfir góðu myndbandi eða spjalli. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Já, en þori ekki að upplýsa um það hér. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Þegar ég stóð á typpinu á Djúpvegi, rétt innan við Eyri í Skötufirði, með dauðan mink í hendinni eftir að hafa vaðið í sjóinn eftir honum og fullur bíll af hlægj- andi kellingum stoppaði hjá mér. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Það er nú svo margt að það væri efni í heila bók upp á a.m.k. 1000 blaðsíður. Annars ræður bæjarstjórinn ekki miklu nema hann sé bæjarfulltrúi og oddviti framboðslista sem hefur hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Lífsmottó? Láta hverjum degi nægja sína þjáningu og taka því sem að höndum ber. Dollara- myndirnar eru og voru alltaf bestar Mikill samdráttur í lönduðum afla á Vestfjörðum á milli ára Samdrátturinn nemur 36% fyrstu níu mánuði ársins Landaður afli á Vestfjörðum dróst saman um rúm 36% á milli ára fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs. Í verðmæt- um talið er samdrátturinn um 20%. Mestur er samdrátturinn í þorski, grálúðu, loðnu og rækju. Samtals var landað 40.330 tonnum á Vestfjörðum fyrstu níu mánuði yfirstand- andi árs. Á sama tíma í fyrra var landað 63.456 tonnum. Aflaverðmæti landaðs afla var tæpir 3,6 milljarðar króna á yfirstandandi ári en var rúmir 4.4 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Samdráttur var verulegur í þorskafla. Í fyrra var landað 20.579 tonnum af þorski en í ár einungis 16.290 tonnum og er það tæplega 21% samdráttur í magni á milli ára. Aflaverð- mæti þorsks minnkaði um rúm 18% á milli ára úr tæpum 2.4 milljörðum í tæpa 2 milljarða. Grálúðuafli minnkaði um 39% á milli ára í tonnum talið, fór úr 2.385 tonnum í 1.455 tonn og verðmæti aflans minn- kaði úr 495 milljónum í 280 milljónir króna sem er um 43% samdráttur á milli ára. Loðnuafli sem landað var í höfnum á Vestfjörðum minnk- aði úr 26.180 tonnum í fyrra í 8.012 tonn í ár sem er um 70% samdráttur og verðmæti loðnuaflans minnkaði úr 192 milljónum króna í 55 milljónir króna sem gerir einnig um 70% samdrátt. Rækjuafli minnkaði á milli ára úr 7.043 tonnum í 5.627 tonn sem er um 20% samdrátt- ur en í verðmætum talið var samdrátturinn rúm 24%. Ekki var samdráttur í öllum tegundum. Þannig jókst stein- bítsafli úr 4.578 tonnum í 5.663 tonn sem er aukning um tæp 24% og í verðmætum talið var aukningin í steinbít úr 370 milljónum króna í 463 millj- ónir króna sem jafngildir 20 % aukningu. – hj@bb.is Landað við höfnina í Bolungarvík. Stjórn KFÍ hefur skrifað undir samning við banda- rískan leikmann, Shon Eilen- stein sem er 206 cm á hæð. Hann hefur auk heimalands- ins leikið í Frakklandi. Eftir því sem kemur fram á heimasíðu KFÍ er hann feikilega sterkur undir körf- unni. – hj@bb.is Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar Nýr leikmaður Um þriðjungur foreldra barna í Grunnskólanum á Ísafirði hefur hlustað á börn sín segja frá einelti í skólan- um. Einungis 40% foreldranna brást við með því að hafa sam- band við einhvern af starfs- mönnum skólans. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var meðal foreldra barna í skólan- um á foreldradegi fyrir skömmu. Nær allir foreldrarnir sem svöruðu eða 96% höfðu rætt við börn sín um eineltis- mál og 94% höfðu orðið varir við aukna umræðu um eineltis- mál. Alls bárust 143 svarblöð en yfir 300 heimili standa að skól- anum. Á heimasíðu GÍ segir að fremur dræm svörun dragi e.t.v. úr áreiðanleika könnun- arinnar en niðurstöðurnar gefi vísbendingar um stöðu mála. Í skýrslunni segir að einelti í skólanum sé því miður þekkt. Fullyrða megi að starfsfólk skólans hafi almennt lagt sig fram um að uppræta einelti í skólanum og tekist það nokk- uð vel. Hins vegar megi ávallt gera betur. Skólinn hefur tekið þátt í aðgerðaráætlun samkvæmt svokölluðu Olweusarkerfi ásamt grunnskólunum á Flat- eyri og Suðureyri frá árinu 2002. Sagt er frá niðurstöðum könnunarinnar á heimasíðu GÍ. – kristinn@bb.is Þriðjungur foreldra barna í Grunnskólanum á Ísafirði Hefur hlustað á börn sín segja frá einelti í skólanum Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði Steypa upp nýtt fjölbýlishús Verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði hófu uppsteypu á veggjum nýs átta íbúða fjölbýlishúss við Wardstún á laugardag. Lið- lega áratugur er síðan nýtt fjölbýlishús var byggt á Ísa- firði og er því um tímamót að ræða. Þáttaskilin hljóta að teljast enn athyglisverðari þar sem steypuvinnan hefst um há- vetur, þ.e. 3. janúar. Verkið gekk vel fyrir sig og vonast smiðirnir til að geta steypt annan áfanga í næstu viku ef hlákan helst. – kristinn@bb.is Steypuvinna í fullum gangi. Ljósm: Þorsteinn J. Tómasson. 01.PM5 12.4.2017, 09:006

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.