Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2004, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 07.01.2004, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ræstingar Hjá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ er nú laus 100% staða starfsmanna í ræst- ingu. Vinnutími er frá kl. 07:30 til 15:30 alla daga. Frí er annan hvern þriðjudag, annan hver föstudag og aðra hverja helgi. Laun eru samkvæmt kjarasamningu Verka- lýðsfélags Vestfirðinga og stofnanasamningi HSÍ. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Öllum umsóknum verður svarað er ráðið hefur ver- ið í starfið. Frekari upplýsingar gefur Guðrún Krist- jánsdóttir, ræstingarstjóri í síma 450 4500. Fjórfalt meira magn fíkniefna haldlagt árið 2003 miðað við árið á undan Besti árangur lögreglunnar til þessa Lögreglan á Ísafirði hefur lagt hald á fjórfalt magn fíkni- efna á árinu 2003 miðað við árið á undan að sögn Hlyns Snorrasonar, lögreglufulltrúa. Hann segir árangurinn þann besta sem sést hafi hjá embætt- inu bæði í að upplýsa mál og í haldlagningu efna. Á árinu lagði lögreglan hald á 334,34 g af ætluðum fíkni- efnum samanborið við 80,03 g á árinu 2002 ef ýmis óskil- greind efni s.s. íblöndunarefni og lyfseðilsskyld lyf eru ótalin. Í fyrra lágu 29 mál að baki en þau eru 24 í ár. Málin eru því fimm færri en lagt er hald á meira magn í hverju þeirra. „Okkur hefur tekist enn betur en á fyrri árum að upplýsa um dreifinguna, þ.e. ná til sölu- mannanna. Það skiptir máli að geta klippt á þá starfsemi“ segir Hlynur. Hann segir lang stærstan hluta vera kannabisefni og hlutfallslega meira hafi verið haldlagt af kannabisefnum en verið hafi. Hlynur segir eðli- legt að fólk spyrji í framhald- inu hvort fíkniefnaneysla sé að aukast á svæðinu? „Við teljum að ástandið sé nokkuð svipað og verið hefur en em- bættið er alltaf að leggja meiri áherslu á þennan málaflokk samhliða forvörnum. Lögregl- an er að leggja meiri vinnu í að grafa dýpra í hvert mál og embættið í heild er að verða sterkara í þessari vinnu“, segir Hlynur. Hann segir greinilegt að hin- um almenna íbúa standi ekki á sama. „Oftar en ekki fáum við upplýsingar frá þeim sem vilja leggja málefninu lið, sem er mjög dýrmætt. Þetta er sam- vinnuverkefni lögreglunnar og almennings.“ Aðspurður um hvort telja megi að minna magn fíkniefna sé í umferð í kjölfar árangurs lögreglunnar segir hann að al- mennt hafi inngrip lögreglu í fíkniefnamálum þau áhrif að slá svolítið á ástandið. „Það má segja að ástandið verði hlutlaust í smá tíma en síðan lifnar það við aftur. „Þetta er eins og með illgresi, ef menn taka til í lóðinni þá er hún flott og fín í einhvern tíma en síðan sprettur illgresið upp aftur nema menn séu í sífellt að taka til. Lögreglan hérna er farin að finna að afskiptin og áherslan sem hefur verið lögð í þennan málaflokk er farin að skila sér í betri unglingamenningu. Þegar við finnum svo jákvæða svörun í þessum málaflokki þá er ofsalega gaman að lifa og við eflumst frekar en hitt“, sagði Hlynur Snorrason. – kristinn@bb.is Kannabisefni sem lögreglan hefur lagt hald á. Stormasamt á árinu og góð rækjuveiði í Ísafjarðardjúpi? Hin gamalreynda völva tímaritsins Vikunnar spáir stormasömu veðri á Vestfjörðum og Vestur- landi á árinu og af vett- vangi sjávarútvegsmála segir hún miklar breyt- ingar verða á kvótamál- um og hjá smábátaút- gerðinni. Að hennar sögn verða rækjumiðin í Ísafjarðardjúpi gjöfulli en áður. Margir munu kætast ef sú spá rætist því á yfirstandandi vertíð eru miðin lokuð en rækjustofn- inn í Djúpinu þykir í sögu- legu lágmarki. Völvan seg- ir Íslendinga verða sífellt meira í umræðunni á heimsvísu vegna þeirrar dulúðar sem svífur yfir landinu. Hún segir Vest- firðina koma sterkt inn á því sviði vegna fræðaseturs og menningarmála. „Vest- firðirnir eiga eftir að byggja upp menningar- setur, mögulega tengt stjörnuspeki og verður á öðrum grunni en tíðkast hefur. Útlendingar koma í myndina þar og þetta á eft- ir að laða ferðamenn að“, sagði völvan í spá sinni. Framtíðarspár munu seint teljast óskeikular hvort sem fjallað er um veður eða fjármál, hvað þá framtíð þjóðarinnar almennt. Má þó telja hina bestu skemmtun að rýna í spá völvunnar og verður forvitnilegt að fylgjast með hvort rækjuveiðin glæðist og hvort vindur muni blása kröftuglega á árinu. Sameining á döfinni? Á aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum sem haldinn var á gamlárs- dag, var samþykkt að kanna vilja félagsmanna til sameiningar við Félag ís- lenskra skipstjórnarmanna sem nýverið var stofnað með sameiningum nokk- urra félaga skipstjórnar- manna. Viðhöfð verður póstkosning þar sem allir félagar geta tekið þátt. Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Bylgjan var stofnað 16. október 1921. Núver- andi formaður félagsins er Skarphéðinn Gíslason. – hj@bb.is Varaform- aðurinn féll Á aðalfundi Sjómannafé- lags Ísfirðinga sem haldinn var á öðrum degi jóla féll Níels R Björnsson mat- sveinn, í kosningu til áframhaldandi setu í vara- formannsstólnum. Ómar Helgason skipverji á Júlíusi Geirmundssyni ÍS- 270 bauð sig einnig fram til varaformanns og var kjör- inn með 11 atkvæðum gegn 6 atkvæðum Níelsar. Níels hlaut síðan kosningu sem meðstjórnandi. Aðrir í stjórn eru Brynjólfur Bjarnason gjaldkeri, Pétur Guðmundsson ritari og Sævar Gestsson sem var endurkjörinn formaður. Starfandi fólki hefur fækkað um 320 undanfarin 5 ár sam- kvæmt tölum Hagstofu Ís- lands. Árið 1998 voru 4.880 manns starfandi einstaklingar á Vestfjörðum en voru 4.560 á árinu 2002. Nemur fækkunin um 6,5 %. Á sama tíma hefur starfandi fólki fjölgað um 7,2 % á landinu öllu og um 10,8 % á höfuðborgarsvæðinu. Ef litið er á skiptingu milli aldursflokka kemur í ljós að í tveimur aldursflokkum hefur starfandi fólki í fjórðungnum fjölgað. Í aldursflokknum 45- 49 ára hefur þeim fjölgað um 20 %, úr 440 manns í 530 manns og í aldursflokknum 55-59 ára hefur fjölgað um 11% úr 270 í 300 manns. Í öllum öðrum aldursflokkum hefur starfandi fólki á Vest- fjörðum fækkað eða fjöldinn staðið í stað. Á aldrinum 20-45 ára sem oft er talinn aldur virkustu starfsáranna, þegar fólk er að koma þaki yfir höfuðið og koma börnum sínum á legg, hefur starfsfólki fækkað um tæp 11 % úr 2.670 í 2.380 manns. Á sama tíma hefur þeim aldurhópum fjölgað um tæp 10% á höfuðborgarsvæð- inu. Sem dæmi má einnig nefna að í aldursflokknum 35- 39 ára hefur orðið um 21 % fækkun starfandi fólks á Vest- fjörðum á meðan fólki í þeim aldurflokki fjölgaði um 9,5 % á höfuðborgarsvæðinu. Starfandi fólki fækkaði um 3% á Norðurlandi Vestra og Austfjörðum. Á Suðurnesjum fjölgaði um 7%, 6% á Suður- landi og 5% á Vesturlandi. – hj@bb.is Hefur fækkað um liðlega 300 frá 1998 Starfandi fólki á Vestfjörðum Ísafjarðarkaupstaður mánudaginn 5. janúar 2004. 01.PM5 12.4.2017, 09:007

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.