Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.01.2004, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 07.01.2004, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 engri tíma“ son sem sá um það starf var mjög hvetjandi í okkar garð. Iðulega ef til stóð að halda einhver námskeið á sviði lista þá kom hann þeim til okkar.“ Kerfið léttara en á stærri stöðum – Nú hafa komið upp hug- myndir um að þið bjóðið í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði upp á undanfaranám að námi í Listaháskóla Íslands, hvernig er það mál statt? Margrét: „Jú það er næsta verkefni hjá okkur. Í vor skrif- uðum við undir samning þess efnis að bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar ætlaði að styðja okkur í að fá það í gegn. Þetta snýst náttúrlega allt um peningamál- in, að sveitarstjórnirnar greiði það sem þeir beri og ríkið sjái um sitt. Við sóttum um að fá styrk frá Menntamálaráðu- neytinu eins og Myndlistar- skólinn á Akureyri, Mynd- listarskólinn í Reykjavík ogMyndlistarskólinn í Kópa- vogi. Þáverandi ráðherra vildi ekki fallast á að við værum með sambærilega kennslu í boði og þessir skólar en við viljum meina að við getum það. Við viljum bjóða upp á fasta kennslu. Það eru nem- endur að fara héðan af því þeir eiga ekki möguleika á að stunda MÍ með listnám sem braut.“ – Að Listaháskólanum eru vissar inntökukröfur en það er eins og ekki hafi verið gert ráð fyrir að fólk gæti uppfyllt þær kröfur utan Akureyrar og Reykjavíkur. Jón: „Nei það er nákvæm- lega þannig.“ Margrét: „Þó er gaman að geta þess að það eru nemendur héðan í framhaldsnámi í Lista- háskólanum en síðan veit ég af menntaskólanemum sem ætla að færa sig um set af því þeir komast ekki á hönnunar- eða listabraut við MÍ. Skóla- meistari MÍ rekst náttúrlega á sömu veggi og við í ráðuneyt- inu hvað þetta mál snertir. En þetta er næsta baráttumál.“ Jón: „Þetta er samfélagslegt mál og snýst um að geta haldið fólki hérna lengur.“ – Hafið þið getað átt sam- starf við aðra landshluta um uppbyggingu kennslunnar? Margrét: „Við vorum í sam- bandi við Akureyringa og ætl- uðum að vera í samfloti við þá um að fá balletkennsluna út á land. Það var mjög athyglis- vert því það kom í ljós að Akureyrarbær er það mikið stærri en Ísafjarðarbær að hlut- irnir virtust ganga mikið hægar fyrir sig og vera þyngri í vöfum þar en hér. Skólastjóri List- dansskólans hafði uppi hug- myndir um að senda kennara út á land og þegar Katarina Pavlova, sem hafði kennt hér, hætti síðasta vor þá leitaði ég til hans. Að sama skapi var áhugi á Akureyri og formaður menningarmálanefndar þar hefur samband við mig upp á að við þrýstum í sameiningu á ráðuneytið að veita Listdans- skólanum samþykki fyrir að senda kennsluna út á land. Það þurfti ekki meira til. Verkefnið átti ekki að þýða aukin útgjöld fyrir skólann því við áttum að sjá um að taka á móti kennurunum og útvega húsnæði. Á endanum hringdi ég í Einar Odd Kristjánsson, alþingsmann, og spurði hvort hann væri ekki til í að hringja í Tómas Inga Olrich, mennta- málaráðherra, og biðja um samþykkið – losna frá línuívil- nun í smástund og hugsa um litlar ballerínur í staðinn. Það gekk í gegn. Við vorum búin að reyna að fara beint í ráðu- neytið og mættum eintómum hindrunum þar. Það gerðist ekkert hjá Akur- eyringum í málinu en þar voru fimmtíu nemendur tilbúnir að byrja. Þeir sögðust einfaldlega þurfa að bíða og sjá, kerfið það þyngra en hjá okkur að málið tæki miklu lengri tíma. Ég held líka að það sé óhætt að segja að þingmennirnir okkar hafa sýnt málefnum skólans og Edinborgarhússins mikinn skilning.“ Framkvæmdir framundan Jón: „Það er svo gaman t.d. á vatnslitanámskeiðunum þeg- ar maður fær til sín fólk sem hefur aldrei dýft pensli í lit. Allt í einu rennur upp fyrir því að það getur búið eitthvað til.“ Margét: „Eins er gaman að fylgjast með krökkunum sem byrja í keramikkennslu í 8. bekk og síðan eru þau farin að skila frá sér góðum nytjahlut- um innan fárra missera. Þannig skilar þetta stúss sér á endan- um.“ – Er það jafnvel niðurstaðan að fyrstu tíu árin hafi farið í að fá viðurkenningu fólksins og kerfisins? Pétur: „Já ætli það ekki, við höfum a.m.k. lært mikið í þol- inmæði á þessum tíu árum en viðgangur skólans hefur líka haldist í hendur við vöxt við uppbyggingu húsnæðisins.“ Margrét: „Nú erum við ein- mitt komin á það stig að að- staðan er orðin fullþröng, þeg- ar er t.d. gítarnámskeið, söng- námskeið og píanókennsla í gangi allt í einu þá er fullmikið um að vera á sama punktinum og helst til mikill hávaði. Þann- ig þurfum við að geta betrum- bætt aðstöðuna með meiri hljóðeinangrun og slíku.“ Pétur „Fljótlega á næsta ári verður farið að bjóða út fram- kvæmdir í húsinu á grundvelli samkomulagsins um menn- ingarhús á landsbyggðinni. Auðvitað er þetta ótrúlegur árangur á ekki lengri tíma. Við náttúrlega gerum ekki neitt nema hafa fólkið með okkur og því er ástæða til að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessari uppbyggingu“, sagði Pétur Guðmundsson einn af frumkvöðlunum að baki Lista- skóla Rögnvaldar Ólafsonar og félagar hans taka undir. Margrét: „Hann var ekki hræddur við neitt og kunni tökin á að ganga frá svona málum. Hjónin Margrét Gunnarsdóttir og Jón Sigurpálsson. Lögreglan á Ísafirði Fíkniefnamálum fjölgar á milli ára Fíkniefnamálum hjá lög- reglunni á Ísafirði fjölgaði úr 19 árið 2001 í 34 árið 2002 samkvæmt ársskýrslu Sýslumannsins á Ísafirði. Heildarmagn haldlagðra efna dróst hins vegar saman úr rúmlega 125 gr. árið 2001 í rúm 90 gr. árið 2002. Önundur Jónsson, yfirlög- regluþjónn, segir að almennt sé umfang fíkniefnamála að aukast hjá embættinu. Tvö mál hafi komið upp á árinu 2001 þar sem mjög mikið magn fíkniefna hafi verið haldlagt sem geri það óvanalegt í sam- anburði. Mest var tekið af kannabis- efnum eða rúmlega 32 gr. Þá var lagt hald á tæp 32 gr. af sveppum, 20 E-pillur, lið- lega hálft gr. af kókaíni, rúm 15 gr. af amfetamín og rúm 11 gr. af óskilgreindum efn- um sem Önundur segir í flestum tilvikum vera ýmis lyfseðilsskyld lyf í höndum þeirra sem ekki hafa fengið þeim ávísað. – kristinn@bb.is Störfum við fiskveiðar á Vestfjörðum Hefur fækkað um 36,5% frá árinu 1998 Störfum við fiskveiðar hefur fækkað allra starfa mest á Vestfjörðum á síðustu árum samkvæmt tölum Hag- stofu Íslands. Þau voru 850 árið 1998 en voru 540 á árinu 2002. Af öðrum störfum má nefna að störfum í landbún- aði fækkað um 10 og voru á síðasta ári um 200. Störfum í fiskvinnslu fækkaði úr 980 í 920. Í iðnaði fækkaði störfum um 30 og í verslun og við- gerðarþjónustu fækkaði um 20 störf. Athyglisvert er að þrátt fyrir mikla umræðu um eflingu ferðaþjónustu þá fækkar störfum í hótel og veitingahúsarekstri á þessu tímabili úr 100 í 90 og störf- um í samgöngum og flutn- ingum fækkar úr 270 í 220. Í sumum flokkum hefur störfum fjölgað á þessu tíma- bili. Í fjármálaþjónustu hefur störfum fjölgað úr 120 í 130. Í fasteigna- og viðskiptaþjón- ustu hefur störfum fjölgað úr 110 í 140 og í heilbrigðis- og félagsþjónustu hefur störfum fjölgað úr 380 í 430. Í opinberri þjónustu hefur störfum fjölgað á þessu tímabili úr 420 í 480 en athygli vekur að störfum þar hefur verið að fækka á allra síðustu árum. Þau voru flest 510 árið 2000 en eru árið 2003 480 talsins. Á árinu 2002 voru störf í fiskvinnslu og fiskveiðum 32 % af heildarstörfum á Vest- fjörðum en voru 37,5 % af störfum árið 1998. Hlutfall starfa í fiskvinnslu og fisk- veiðum er samt sem áður margfalt hærra hér en á land- inu öllu. Hlutfall þeirra starfa á landinu öllu fór úr 10% árið 1998 í 7.9% árið 2002. Vestfirðir er sá landshluti þar sem hlutfall starfa í fisk- veiðum og fiskvinnslu er langhæst.. Sá landshluti sem næst kemur er Austurland með 26 % og þar á eftir eru Suðurnes með tæp 18 % starfa í þessum greinum. Vesturland er með 17 %, Norðurland eystra er með 15 %, Norðurland vestra er með 13 %, Suðurland 12 % og aðeins 2% starfa á höfuð- borgarsvæðinu eru störf í fiskvinnslu og fiskveiðum. Lögsýn flytur Lögsýn, lögfræðistofa Björns Jóhannessonar hdl. á Ísafirði hefur flutt yfir Silfurtorg, í Stjórn- sýsluhúsið og mun þar deila skrifstofu með lög- fræðistofu og fasteigna- sölu Trygga Guðmunds- sonar hdl. Lögsýn hefur verið til húsa á 3. hæð í Aðastræti 24 frá því Björn hóf rekstur stof- unnar í mars árið 1992. Björn segir lögfræði- rekstur þeirra Tryggva verða algerlegan aðskilin áfram en með því að samnýta húsnæði nýtist annað starfsfólk stofanna betur og hægt verði að samnýta tæki. Hann segist ekki telja hættu á að árekstrar komi upp á milli þeirra kollegana enda rói þeir á ólík mið í starfseminni og megi telja á fingrum annarrar tilvikin þegar þeir hafi mæst sem andstæðingar í málum. – kristinn@bb.is Kollegarnir Tryggvi og Björn á skrifstofunni í Stjórnsýslu- húsinu. 01.PM5 12.4.2017, 09:009

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.