Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 07.01.2004, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 07.01.2004, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 Ásdís Pálsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík. Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri í Vesturbyggð. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri á Reykhólum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ólafur M. Birgisson, sveitarstjóri á Tálknafirði. Hvað segja bæjar- og sveitarstjórar- nir um liðið ár og árið framundan? Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn sagði einhverju sinni í ræðu að áramótin væru í sjálfu sér eins og hver önnur mannaverk sem ekki væri ástæða til að taka með miklum hátíð- leik. Þau táknuðu ekki annað en það að mönn- um hafi komið saman um að á þessari tilteknu stundu skuli breytt um tölustafi í ártalinu. Þrátt fyrir þessa skoðun skáldjöfursins Jóns eru þeir margir sem finnst þetta hátíðleg tíma- mót. Góður tímapunktur til þess að líta yfir farinn veg og spá í framtíðina. Meðal þeirra sem oftar en ekki þurfa að líta í kringum sig og sína eru stjórnendur sveitarfélaga. Bæjarins besta óskaði eftir því að bæjar og sveitarstjórar á Vestfjörðum settu niður á blað hugleiðingar í framhaldi af eftirfarandi spurningum: Hvað er að þínu mati eftirminnilegast af at- burðum á innlendum vettvangi á árinu sem er að líða? Hvað er að þínu mati eftirminnilegast af at- burðum af erlendum vettvangi á árinum sem er að líða? Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða? Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Svör þeirra fara hér á eftir. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum á inn- lendum vettvangi á árinu sem er að líða? Af eftirminnilegum atburð- um á innlendum vettvangi má fyrst nefna þær miklu svipt- ingar sem urðu á fjármála- markaðinum og breytingar á eignaraðild í fyrirtækjum. Af- leiðingar þessara breytinga eiga eftir að koma fram í dags- ljósið og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á nýju ári. Þá eru framkvæmd- irnar við Kárahnjúkavirkjun einnig ofarlega í huga sem og kosningarnar til Alþingis í byrjun sumars. Hvað varðar þá atburði sem standa nær mínu sveitarfélagi kemur fyrst upp í huga mér útnefning Jóns Jónssonar á Kirkjubóli á Ströndum sem ferðamálafrömuður ársins af útgáfufélaginu Heimi og er hann vel að þeirri viðurkenn- ingu kominn. Þakka ég ekki síst hans framtaki þá miklu aukningu ferðamanna hér á Ströndum á líðandi ári. Eins var ánægjuleg fréttin á árinu um að veita ætti aukalega fé til vegaframkvæmda á Vest- fjörðum um einn milljarð króna og veit ég að margir eru sammála um að ekki sé van- þörf á. Þá er einnig eftirminni- legt vel heppnað unglinga- landsmót UMFÍ á Ísafirði sem var öllum, er að því komu, til mikils sóma. perluna Vestfirði. Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Eins og þorri landsmanna vonast ég til að komandi ár verði friðsælla en árið á undan og okkur lærist að lifa í sátt og samlyndi. Þá vænti ég þess að hafnar verði framkvæmdir á lagningu vegar um Arnkötlu- dal og Gautsdal til þess að styrkja byggðirnar á þessu svæði. Einnig vil ég sjá áfram- haldandi aðgerðir, frá stjórn- völdum jafnt sem heimamönn- um, sem styrkja búsetuskilyrði hér á Vestfjörðum s.s. með bættum samgöngum, fjöl- breyttara atvinnulífi og auk- inni þjónustu. Að endingu vænti ég þess að við stöndum saman um að gera árið 2004 að ári Vestfirðinga. Að lokum vil ég nota tæki- færið og óska öllum gæfu og velfarnaðar á komandi ári. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum af er- lendum vettvangi á árinum sem er að líða? Af atburðum á erlendum vettvangi er innrásin í Írak eft- irminnilegust og handtaka Saddams Husseins. Varla líður sá dagur að ekki fréttist af dauðsföllum vegna skæru- hernaðar á svæðinu og óneit- anlega spyr maður hvort rétt hafi verið að málum staðið í ljósi reynslunnar af innrásinni í Afganistan og stöðu mála þar. Eins er ófriðurinn á milli Ísraela og Palestínumanna of- arlega í sinni og fer vonin um varanlegan frið á þessu svæði dvínandi. Þá er morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, sú frétt sem situr einnig eftir, þegar litið er til baka á líðandi ár. Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða? Hvað mig sjálfa varðar þá er eftirminnilegust hestaferðin í sumar með Svaðilfara sem farin var í byrjun júlímánaðar. Lagt var af stað frá Laugalandi og farið sem leið lá með Snæ- fjallaströndinni og yfir í Grunnavík. Þaðan var farið yfir í Leirufjörð og Hrafnfjörð og haldið á Skorarheiði yfir í Furufjörð. Áfram var haldið yfir í Þaralátursfjörð, Reykjar- fjörð og Skjaldabjarnarvík og síðan upp Meyjardalinn, yfir Drangajökul og niður í Skjald- fannardal. Þessi ferð verður ógleymanleg fyrir margar sak- ir og er vonandi aðeins sú fyr- sta af mörgum um náttúru- Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum á innlendum vettvangi á árinu sem er að líða? Síðasti vetur var mildur og snjóléttur. Sumarið einstak- lega gott og Landsmót UMFÍ á Ísafirði um verslunarmanna- helgina var mjög vel heppnað. Til að svo mætti verða fór fram myndarleg uppbygging íþróttamannvirkja á Torfnesi. Framkvæmdir á vegum bæj- arins voru með meira móti enda mörg verk sem þarf að vinna áður en ríkið hættir að greiða sinn hlut. Sveitarfélög- um er skylt að ljúka snjóflóða- vörnum í síðasta lagi 2010. Bæjarsjóður hefur greitt niður lán um tæpar 700 milljónir á síðustu þremur árum og er bet- ur í stakk búinn til fram- kvæmda en áður. Það var kosið til Alþingis á árinu og niðurstaðan varð sama ríkisstjórn sem er ánægjulegt með þjóðarhag í huga. Það eru sífellt færri sem muna hvernig ástandið var fyr- ir 1990 þegar verðbólga og ýmis óáran í efnahagsstjórn kom í veg fyrir bætt lífskjör í landinu. Núverandi ríkisstjórn gefur góð fyrirheit varðandi Vest- firði ekki síst uppbyggingu byggðakjarnans Ísafjarðar í samræmi við byggðaáætlun. Dæmi um það er skipun verk- efnisstjórnar um byggðamál, nefnd á vegum menntamála- ráðherra um háskólamál, stór samningur um uppbyggingu menningarhúsa, fjármagn til starfrækslu snjóflóðarann- sóknarmiðstöðvar og fleira. Það hefur verið mikil um- ræða um samþjöppun valds og fjármagns og auðvitað ástæða fyrir kjörna fulltrúa okkar á Alþingi til að skoða það mál af varfærni en ákveð- ni. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum af er- lendum vettvangi á árinum sem er að líða? Það er því miður stríðið í Írak og púðurtunnan fyrir botni Miðjarðarhafs en þar virðist ástandið versna sífellt. Nátt- úruhamfarir víða um heiminn eru miklar, nú síðast gríðarlegt manntjón í Íran vegna jarð- skjálfta. Það slær mig hversu ónæm- ur maður er fyrir öllum þessum hrikalegu atburðum sem sýnd- ir eru í sjónvarpinu, þetta er langt í burtu og snertir okkur ekki hér á Íslandi – eða hvað? Gerum við okkur grein fyrir hversu gott við höfum það í samanburði við stærstan hluta heimsbúa? Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða? Góðar stundir með fjöl- skyldunni í sumarfríi í bústað- num okkar. Vel heppnað Ög- urball og góð myndasýning konu minnar í Samkomuhús- inu í Ögri. Börnin vaxa hratt og samvera með þeim þarf að vera meiri. Árið var án stór- tíðinda í einkalífinu en þannig á það að vera. Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Ég ber sömu væntingar og til liðinna ára, þ.e. að árið verði okkur hagstætt og við berum gæfu til að standa saman um mikilvæga þætti samfélagsins. Það verða auðvitað einhverjar ágjafir á árinu en við eigum að standa þær af okkur minnug þess að hér er gott að búa og það er okkar sjálfra að sjá til að svo verði áfram. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Reykhólahrepps Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum á inn- lendum vettvangi á árinu sem er að líða? Hvað landsmálin varðar kemur fyrst upp í hugann sá kraftur sem verið hefur í ís- lensku viðskiptalífi og þau miklu uppskipti sem þar urðu á árinu. Það virðist vera bjart yfir íslensku þjóðlífi og góðar horfur í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Íslendingar virðast hafa allar forsendur til að skapa sér bjarta framtíð í þessu landi. Mikilvægt er þó að forðast óþarfa togstreitu á milli höfuð- borgarsvæðis og hinna dreifð- ari byggða. Að mörgu leyti hefur byggðin úti á landi átt undir högg að sækja en sjálfur hef ég reyndar tröllatrú á landsbyggðinni og held að að mörgu leyti sé hvergi betra að vera en þar. Það er líka lífs- nauðsynlegt fyrir íbúa suðvest- urhornsins að hafa gott og traust bakland í öðrum lands- hlutum. Hvað er að þínu mati eftir- minnilegast af atburðum af er- lendum vettvangi á árinum sem er að líða? Því miður koma fréttir af hryðjuverkum fyrst upp í hug- ann. Það er orðinn daglegur viðburður að heyra um fólk sem sprengir sig í loft upp í sjálfsmorðsárásum til þess að eyðileggja eins mörg mannslíf og það getur um leið og það tekur sitt eigið. Ástæðan er hatur. Ég er sjálfur alinn upp í skugga frétta af Víetnam-stríð- inu en mér verður oft hugsað til þess hvað börnin mín séu að hugsa þegar þau heyra þess- ar fréttir um öll þessi grimmd- arverk. Ég held þó að þrátt fyrir allt sé gott hjartalag að finna í flestum manneskjum og vil trúa á hið góða í mönn- unum. Hvað er eftirminnilegast á árinu hvað þig sjálfa(n) varðar á árinu sem er að líða? Árið 2003 var fyrsta heila árið mitt í starfi sveitarstjóra. Það er talsverð breyting að koma frá rekstri einkafyrirtæk- is í rekstur sveitarfélags. Þrátt fyrir að Reykhólahreppur sé fámennt sveitarfélag eru verk- efnin mörg og ótrúlega fjöl- breytt. Mig grunar reyndar að framkvæmdastjórar sveitarfé- laga búi við einhverja mestu fjölbreytni í starfi sem þekkist. Skemmtilegast var þó að kynnast íbúunum hérna betur, þessu stórkostlega landssvæði (1.150 ferkílómetrar fyrir utan óteljandi eyjar) og sjá fyrir sér hvaða vaxtarmöguleikum sveitarfélagið mitt býr yfir. Hvaða væntingar berð þú til ársins 2004? Hvað Reykhólahrepp varðar vonast ég til að nýtt íþróttahús rísi á árinu á Reykhólum. Þetta 01.PM5 12.4.2017, 09:0010

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.