Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 20042 ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Halldór Jónsson sími 892 2132 hj@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson sími 892 5362 Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. RITSTJÓRNARGREIN Er þetta réttlætið sem við viljum hafa? Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ÚTGÁFAN Nýverið samþykkti Alþingi breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Lögin voru einfölduð til muna, undanþágur afnumdar og eitt 5% skattþrep tekið upp í stað þriggja áður. Helstu rökin fyrir breytingunum gat að líta í grein eftir Gunnar I. Birgisson, alþingismann, í Morgunblaðinu 27. mars, en þar sagði hann m.a.: ,,Erfðafjárskatturinn er skattur þar sem verið er að greiða skatt af fjármunum, sem þegar er búið að greiða skatt af.“ (Leturbr.BB) Síðan rakti þing- maðurinn hvernig hann, ásamt fleirum beitti sér fyrir því ,,að leiðrétta þessa ósanngjörnu skattheimtu“. Gleðiefni er þingmenn skuli hafa komið auga á ósanngirni tvísköttunar tekna. Það er hins vegar dapurlegt að vart hefur rifað nema í annað augað þegar tvísköttun erfðafjár opinberaðist þeim. Þannig eru þingmenn áfram slengir blindu hvað varðar tvísköttun lífeyristekna fjölda eftirlaunaþega, sem greiddu fullan skatt af framlagi til lífeyrissjóðanna á sínum tíma. Við- brögð þingmanna við þeirri sjálfsögðu kröfu eftirlaunaþega, að af ávöxtun fjármuna hjá lífeyrissjóðunum verði greiddur fjármagnstekjuskattur, líkt og af öðrum vaxtatekjum, eru axlaypping þegar best lætur, en þegar verst stendur í bólið er mönnum sagt að fara bara í mál við ríkið! Því er svo við að bæta að þeir þegnar þjóðfélagsins, sem þingmenn gera áfram að búa við tvísköttun tekna, unnu fyrir öllum þeim fjármunum, sem um að ræða, og vilja þar af leiðandi sjálfir fá að njóta þeirra. Arfarnir, sem þingmennirnir báru svo mjög fyrir brjósti, komu aftur á móti hvergi nærri öflun þeirra fjámuna, sem eftir lagabreytinguna falla þeim í hendur í ríkari mæli en áður. Skoðum fleiri hliðar á skattateningi ríkisvaldsins. Hvaða réttlæti felst í því að 3ja milljón króna tekjur, sem unnið er fyrir hörðum höndum, oft myrkranna á milli, skuli skattlagðar með nær 39% meðan á vaxtatekjur sömu fjárhæðar er reiknaður 10% skattur? Segir réttlætis- kennd þingmanna þeim, að vaxtatekjur skuli vera nær fjórum sinnum rétthærri en launatekjur? Felst réttlætið í því að refsa mönnum fyrir mikla vinnu en verðlauna fyrir oft á tíðum skjót- fenginn gróða? Hvers vegna eru ekki allar tekjur einstaklinga skattlagðar að jöfnu? Trúðu þingmenn virkilega að ehf-einstaklingsvæðingin væri skref í réttlætisátt? Þegar ,,réttlæti“ Alþingis í skattlagninu þegnanna opinberast með þessum hætti er ekki að undra þótt spurt sé: ,,Er þetta réttlætið sem við viljum hafa?“, svo gripið sé til spurningar þingmanns af öðru tilefni. s.h. „Samþætting fyrirtækjanna hefur í rauninni gengið betur en við þorðum að vona. Það er mjög jákvætt viðhorf á Ísafirði og menn vinna hörðum hönd- um að tæknilegum lausnum til þess að hægt verði að nýta vörur fyrirtækjanna sem best saman“, segir Ásgeir Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Póls hf. og framkvæmdastjóri vöru- þróunar hjá Marel. Ásgeir tók við stöðu framkvæmdastjóra í síðustu viku af Halldóri Hall- dórssyni sem hafði gegnt stöð- unni í rúmt ár. Hann segir framkvæmdastjóraskiptin hafa verið rökrétt framhald í samþættingu fyrirtækjanna og unnið hafi verið að þeim með fullum vilja Halldórs sjálfs. „Við erum að minnka yfir- byggingu með því að færa þá starfsemi sem var í Reykjavík, þ.e. sölu- og markaðsstarf, inn í Marel og styrkja á sama tíma framleiðslu- og tæknistjórnun á Ísafirði. Við þessa breytingu verður meiri þörf fyrir tækni- lega framkvæmdastjórn. Sér- staða Póls er á tæknisviðinu og við hyggjumst nýta okkur þá viðskiptalegu þekkingu sem er innandyra hjá Marel“, segir Ásgeir. Aðspurður um rekstrarhorf- ur segir hann að þær aðgerðir sem gerðar hafa verið í kjölfar mjög erfiðs rekstrarárs í fyrra séu byrjaðar að skila sér og muni fara að gæta til fulls á seinni árshelmingi. „Salan hefur verið góð það sem af er ári og verkefnastaða Póls er mjög góð í augnablikinu. Auk þess vonumst við til þess að aðgangur að söluneti Marel gefi okkur tryggari sölutekjur í framtíðinni.“, sagði Ásgeir Ásgeirsson. – kristinn@bb.is Húsakynni Póls á Ísafirði. Yfirbygging fyrirtækisins minnkuð Samþætting rafeindafyrirtækjanna Póls á Ísafirði og Marels í Reykjavík gengur vel Söngleikurinn Litla stúlkan með eldspíturnar settur upp í Íslensku óperunni Þórunn Arna í aðalhlutverkinu Þórunn Arna Kristjánsdóttir mun fara með aðalhlutverkið í söngleiknum Litla stúlkan með eldspýturnar sem byggð- ur er á samnefndri sögu H.C. Andersen og verður settur upp í Íslensku óperunni í haust. „Þetta er stórkostlegt tæki- færi fyrir mig – þetta er akkúrat það sem ég hef verið að stefna að og langar mest til að gera“, segir Þórunn. Í fyrravor lauk hún stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Ísafirði og er nú á fyrsta ári í söngnámi við Lista- háskóla Íslands. Áður hafði hún stundað tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar og m.a. lagt stund á söng undir handleiðslu Guðrúnar Jóns- dóttur. Þórunn verður ekki eini Ís- firðingurinn á sviðinu í óper- unni því auk hennar mun Bryn- jar Már Brynjólfsson, laga- nemi við Háskólann í Reykja- vík, samstúdent Þórunnar frá MÍ og fyrrum söngnemandi í Tónlistarskóla Ísafjarðar, taka þátt í uppfærslunni. Hún segir þau hafa farið í áheyrnarpróf í febrúar og úr hafi orðið að þau taki þátt í sýningunni. Ætlunin er að frumsýna verkið í októ- ber og er gert ráð fyrir um tuttugu sýningum fram að jól- um. Því er ljóst að talsvert annríki verður hjá söngvurun- um. „Ég ætla að reyna að vera í skólanum ásamt því að taka þátt í uppfærslunni svo það verður nóg að gera en það er skemmtilegra að hafa meira en minna fyrir stafni. Síðast- liðinn vetur hefur frekar róleg- ur hjá mér þar sem ég hef ekki verið á kafi í neinni sýningu“, sagði Þórunn sem tók þátt í vinsælli uppfærslu Litla Leik- klúbbsins og Tónlistarskóla Ísafjarðar á Söngvaseiði síð- asta vetur. Ástrós Gunnarsdóttir mun leikstýra Litlu stúlkunni með eldspýturnar og er búist við eftirminnilegri sýningu enda valinn maður í hverju rúmi. – kristinn@bb.is Brynjar Már Brynjólfsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.