Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 20046 Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 Fasteignaviðskipti Hef til sölu fasteignir víða á Vestfjörðum Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Til sölu Einbýlishúsið að Fagraholti 10 á Ísafirði er til sölu. Um er að ræða timburhús á einni hæð, 140m² ásamt 35m² bílskúr, byggt árið 1976. Góður sólpallur og sólstofa. Hellulagt bílaplan. Lóð frágengin. Upplýsingar gefur Ágúst Gíslason í sím- um 894 5053 og 456 4160. Sérfræðingur óskast til starfa Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) ósk- ar eftir að ráða sérfræðing á Ísafirði. Sérfræðingurinn mun, í samvinnu við ís- lensk fyrirtæki, vinna að og stjórna verkefn- um sem hafa það að markmiði að auka verð- mæti sjávarfangs. Hæfniskröfur: Framhaldsmenntun í verkfræði eða raun- vísindum. Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi. Samstarfshæfni, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð. Launakjör skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyld- ur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2004. Um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt afritum af prófgögnum ósk- ast sendar með tölvupósti sjofn@rf.is eða til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Skúla- götu 4, 101 Reykjavík. Upplýsingar um starf- ið veitir Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er sjálfstæð ríkisstofnun sem starfar samkvæmt lögum 64/1965 um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna og heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. Stefna Rf er að auka verðmæti sjávarfangs með rannsóknum, þróunar- vinnu, miðlun þekkingar og ráðgjöf. Sérfræðisvið Rf eru m.a. vinnslutækni, líftækni, efna- og eðliseiginleikar matvæla, gæði og öryggi sjávarfangs, fóður og fóðurtækni í fiskeldi og umhverfis- rannsóknir. Útgerðarfélagið Rekavík ehf., í Bolungarvík Kaupir Albatros GK frá Grindavík Útgerðarfyrirtækið Rekavík ehf. í Bolungarvík hefur fest kaup á línuskipinu Albatros GK-60 frá Þorbirni-Fiskanesi hf. í Grindavík. Skipinu fylgir 350 tonna þorskkvóti og 1.000 tonna rækjukvóti. Rekavík ehf. er dótturfyrirtæki Bakka- víkur hf. í Bolungarvík. Meðal annarra hlutahafa í Rekavík er útgerðarfyrirtækið Ós ehf. sem gerir út smábátana aflasælu Hrólf Einarsson ÍS og Guð- mund Einarsson ÍS. Að sögn Agnars Ebenesers- sonar, framkvæmdastjóra Bakkavíkur, tekur Rekavík ehf. nú yfir útgerðina sem Bakkavík hefur haft með höndum þ.e. útgerð smábát- anna Einars Hálfdáns og Haf- dísar auk annars af bátum Óss ehf. Agnar vildi ekki gefa upp kaupverð Albatross. Hann segir að kaupin verði að hluta til fjármögnuð með eigin fé en Rekavík ehf. hefur nú verið lagt til um 350 milljónir króna í hlutafé. Hann segir kaupin gerð til þess að styrkja hráefn- isöflun Bakkavíkur ehf. til lengri tíma litið bæði í bolfisk- vinnslu og rækjuvinnslu. Skip- ið verður gert út til línuveiða enda búinn beitningavél. Skip- ið verður afhent í lok maí. Skipstjóri hefur verið ráðinn aflamaðurinn Guðmundur Einarsson sem um árabil hefur gert úr smábátinn Guðmund Einarsson ÍS en var áður m.a. stýrimaður á Guðbjörgu ÍS. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er ekki óraunhæft að ætla að kaupverð Albatross geti verið á bilinu 7-800 millj- ónir króna. Sem kunnugt er var Þor- björn-Fiskanes hf. afskráð úr Kauphöll Íslands í kjölfar yfir- töku Þorbjarnarfjölskyldunnar svokölluðu á félaginu. Í kjöl- farið virðist hafin mikil eigna- sala frá fyrirtækinu því í síð- ustu viku var einnig tilkynnt um sölu nótaveiðiskipsins Grindvíkings með töluverðum aflaheimildum til Vestmanna- eyja. Að sögn fjölmiðla var söluverð Grindvíkings um tveir milljarðar króna. Hafa skip og kvóti að verðmæti 2,8 milljarða því verið seldir frá Grindavík. Þorbjörn hf. sameinaðist á sínum tíma Bakka hf. í Bol- ungarvík og skömmu síðar hvarf aflakvóti og skip Bakka hf. til Grindavíkur. Með nokk- urri einföldun má því segja að sá aflakvóti sé nú að hluta til að skila sér til baka. Skipið Albatros er ekki ókunnugt við Djúp. Það var smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1967 fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtangann hf. og hét í fyrstu Guðbjartur Kristján ÍS- 20 og síðan Orri ÍS-20. Skipið var síðan selt Bakka hf. í Bol- ungarvík og fékk þá nafnið Vinur ÍS. Síðar var skipið selt Fiskanesi hf. í Grindavík og fékk þá núverandi nafn. – hj@bb.is Nýr síubúnaður sorpbrenn- slustöðvarinnar Funa í Engidal var tekinn í notkun í síðustu viku og þykir gefa góða raun. „Það er náttúrlega of fljótt að tala um að málið sé leyst en strax þegar við tengdum síuna varð sjáanlegur munur á út- blæstrinum. Nú vantar okkur bara gott logn og erfið skilyrði til að láta reyna á virknina“, segir Víðir Ólafsson, stöðvar- stjóri í Funa. Sorpbrennslustöðin er búin vothreinsibúnaði en nýi búnað- urinn er ætlaður til viðbótar og á að hreinsa ryk úr útblæstr- inum. Sían er smíðuð í Dan- mörku og var sett upp við stöð- ina í febrúar. Þrátt fyrir að Funi þyki ein allra fullkomnasta sorpbrennslustöð landsins hefur mistur lagt frá stöðinni og safnast fyrir í Skutulsfirði þegar gerir langvarandi stillur. Íbúum fjarðarins hefur þótt mistrið afar hvimleitt og hefur það orðið tilefni til blaðaskrifa í gegnum tíðina. – kristinn@bb.is Sorpbrennslustöðin Funi. Nýr síubúnaður kominn í gagnið Sorpbrennslustöðin Funi í Engidal Geir H. Haarde, fjármála- ráðherra, kom í stutta heim- sókn til Ísafjarðar í síðustu viku þar sem hann var gestur á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélagana í Ísa- fjarðarbæ ásamt Einari Oddi Kristjánssyni, alþingis- manni. Geir notaði tímann og heimsótti Hraðfrystihúsið - Gunnvöru hf. þar sem hann fræddist um starfsemi fyrir- tækisins og þá sérstaklega þorskeldið sem HG hefur náð góðum árangri í. Þá heimsótti hann Menntaskól- ann á Ísafirði og hitti Ólínu Þorvarðardóttur, skólameist- ara, áður en hann hélt flug- leiðis aftur til Reykjavíkur. Fjármálaráðherra drakk morgunkaffi hjá Fræðslu- miðstöð Vestfjarða á Ísafirði þar sem hann hitti Smára Haraldsson, forstöðumann, og nemendur í fjarnámi að máli og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Ferðin þótti hin gagnlegasta og hafði fjármálaráðherra að eigin sögn mikla ánægju af yfirreiðinni. Fjármálaráðherra í heimsókn Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Kristín Hálfdánsdóttir, fjarnemi, Þórir Örn Guðmundsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Ísafjarðarbæ, Gunnar Þórðarson, fjarnemi, Einar Oddur Kristjánsson, alþingis- maður og Karl Ásgeirsson, fjarnemi.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.